Frjáls verslun - 01.07.1997, Blaðsíða 29
FORSÍÐUEFNI
þess að vinna hver gegn öðrum. Fátt er mikilvægara en að ná
upp góðri liðsheild í fyrirtækjum.”
- Ertu hlynntur því að nota bónuskerfi gagnvart forstjór-
um fyrirtækja - að tengja laun þeirra við árangur í rekstri -
en það tíðkast afar lítið hér á landi?
„Ég tel það eðlilegt - og sá háttur er hafður á varðandi mín
laun. Ég fæ greitt aukalega ef fyrirtækið nær ákveðnum mark-
miðum um hagnað.”
- Hvers vegna telur þú að launahvetjandi kerfi séu ekki
í ríkari mæli hjá forstjórum - en flestir þeirra eru á sömu
launum hvort sem fyrirtæki þeirra ganga vel eða illa?
„Líklega er þetta eitthvað frá gamla tímanum og tengist
veiðimannaþjóðfélaginu. Hugsunin er þá sú að ytri skilyrði í
efnahagslífinu ráði meiru um gang fyrirtækja en bein stjórn-
un þeirra. Hvernig eru aflabrögðin? Ef það veiðist vel þykir
eðlilegt að afkoma fyrirtækja sé góð en ef það veiðist illa þyk-
ir slæm afkoma afsakanleg. Vissulega hafa ytri skilyrði nokk-
uð að segja um afkomu fyrirtækja. En samt sem áður vegur
þyngst hvernig þeim er stjórnað. Bregst til dæmis fyrirtækið
rétt við ef það harðnar á dalnum í efnahagslífinu?
- Upp úr hverju leggur þú mest þegar þú ræður starfs-
menn? Hvaða kosti verða þeir að hafa?
„Ráðning starfsmanna er ein veigamesta ákvörðun sem
stjórnendur taka - og fyrir vikið eiga þeir að vanda sig vel við
það verk. Sjálfur legg ég mest upp úr að starfsmenn séu góð-
ir sölumenn og vel að sér í tækni. Ég legg líka áherslu á að
þeir séu alhliða, hafi áhuga og getu til að ganga í ýmis störf.
Brýnt er að þeir séu meðvitaðir um rekstur og velti því fyrir
sér á hverju fyrirtæki hagnist - og hvert sé hlutverk starfs-
manna við að skapa verðmæti. Sömuleiðis þurfa þeir ætíð að
geta sett sig í spor viðskiptavinarins. Er hann að fá þau verð-
mæti sem hann er ánægður með? Veit viðskiptavinurinn af því
að hann er að fá mikil verðmæti á góðu verði? Er það útskýrt
fyrir honum? Er hann sáttur? Starfsmenn verða að ganga úr
skugga um það. Viðskiptum er ekki lokið nema báðir aðilar
geti vel við unað!”
- Að lokum, þú hefúr verið i fremstu víglínu hérlendis í
sölu á tölvum í hartnær 25 ár. Hefur hvarflað að þér að
breyta til, hætta í tölvubransanum og selja þinn hlut í Opn-
um kerfúm?
„Nei, sú hugsun leitar ekki á mig, hvorki að hætta né selja
hlut minn. Mér líður vel í þessu fagi og hlakka til að mæta til
vinnu á morgnana og takast á við verkefni dagsins. Ég hef alla
tíð tekið rnikinn þátt í að selja - og svo er enn - þótt eðlilega fari
æ meiri tími hjá mér í daglega stjórnun og að vinna með þeim
fyrirtækjum sem við höfum fjárfest í. Fátt er skemmtilegra
fyrir sölumann en að vera með í því að selja fyrirtæki einhverja
lausn og heimsækja það síðan og sjá að viðskiptavinurinn er
ánægður með vöruna - og finnst hann hafa fengið það sem
honum var lofað.” S3
;
Njótið lifandi sígildrar tónlistar í vetur
Veljið gula, rauða, grænaeðabláa tónleikaröð
Almenn sala áskriftarskírteina og miða á einstaka tónleika hefst 1. september
Skrifstofa hljómsveitarinnar er opin alla virka daga kl. 9 -17
SINFÓNÍUHLjÓMSVEIT ÍSLANDS (i)
Háskólabíói vib Hagatorg, sími 562 2255
29
ARGUS & ÓRKIN / SÍA SI112