Frjáls verslun - 01.07.1997, Blaðsíða 45
fyrir þeim verkefnum sem þeim eru fal-
in og þess að fylgjast grannt með öllu
sem fram fer og hafa góða yfirsýn án
þess að mönnum finnist að hann sé
með nefið niðri í öllu. Þetta tekst stund-
um en stundum ekki.
Hann er sagður hafa fullan trúnað og
traust sinna næstu undirmanna sem
þora að ræða opinskátt við hann um
hvaðeina sem kemur upp. Þegar þannig
liggur á þeim gera þeir svo grín að hon-
um fyrir sparsemina og nákvæmnina
sem þeir segja að hann hafi lært af Þjóð-
vcrjunum.
Margir segja að Omar hugsi fyrst og
fremst eins og sannur kapítalisti eða
„enterpreneur" í þeim skilningi að per-
sónulegur hagnaður hans og hluthaf-
anna skipti hann mestu máli. Hann sé
skynsamur og djarfur og óragur við að
taka áhættur þar sem atvinnustjórnandi
án eignarhagsmuna myndi sýna að-
gætni.
FORSTJÓRINN HLEÐUR FARANGRI
Um þessar mundir eru miklir um-
brotatímar hjá Islandsflugi og allt á
útopnu ífá morgni til kvölds. Reglulegir
fundir stjórnenda eru einu sinni í viku
en daglega bera menn saman bækur
sínar á hlaupum. Vinnudagurinn er
langur og iðulega unnið á skrifstofunni
fram eftir kvöldi og um helgar. Kvöldin,
þegar síminn er þagnaður, eru oft besti
tí'minn og þá notar Ómar tækifærið og
rabbar við starfsmenn sína um ástandið
og horfur næstu vikna.
Yfir daginn getur starfið falist í því að
svara í símann og hlaða farangri í flug-
vélar en starfsfólk Islandsflugs gengur í
öll störf og er forstjórinn þar ekki und-
anskilinn.
Þegar starfsmennirnir lyfta sér upp
og skála fyrir vel unnum störfum tekur
Ómar þátt í því og er hrókur alls fagnað-
ar. Þannig var hann í fararbroddi í
óvissuferð sem starfsfólki Islandsflugs
var boðið í nýlega. Sú ferð endaði með
grillveislu og gleði á Akureyri.
FJÖLSKYLDUMAÐURINN ÓMAR
Ómar er kvæntur Guðrúnu Mörtu
Þorvaldsdóttur, húsfreyju og háskóla-
nema. Guðnin er fædd 1959, dóttir Þor-
valds Jónssonar, skipamiðlara í Reykja-
vík, og Önnu Katrínar Wilhelmsdóttur
Steinsen. Þau Ómar voru samstúdentar
frá Verslunarskólanum og hafa verið
Ómar keypti, ásamt eiginkonu sinni,
hið gamla Cify Hotel við Ránargötu og
dubbaði upp. Nú eru sjö hótel víða um
land aðilar að Fosshótelkeðjunni og
spámenn segja að Ómar vilji sjá þetta
sem öflugustu hótelkeðju landsins inn-
an fárra ára.
óaðskiljanleg síðan. Þau eiga fjögur
börn saman: Arnar f. 1984, Katrínu f.
1987, Einar Bjarna f. 1990 og Fannar
Frey f. 1997 og búa við Barðaströnd á
Seltjarnarnesi. Guðrún Marta hefur lítið
unnið utan heimilis en starfaði þó um
tíma í farskrárdeild Flugleiða.
Ómar fer ekki í laxveiði, spilar ekki
bridge eða er félagi í hefðbundnum
klúbbum líkt og margir aðrir forstjórar.
Hans tími fer í vinnuna og tjölskylduna
sem, eftir að nýtt barn bættist í hópinn,
þarf sinn tíma.
Ómar gegndi til skamms tíma ýms-
um störfum öðrum en að vera forstjóri
íslandsflugs. Hann var stjórnarformað-
ur íslandsferða og Safariferða og átti
sæti í markaðsnefnd Ferðamálaráðs og
stjórn Ferðamálasjóðs. Varla þarf að
taka ffarn að hann vinnur gríðarlega
mikið og tími til áhugamála gefst eigin-
lega ekki en Ómar hefur selt hlut sinn í
Island Tours og það var keppinauturinn
Flugleiðir sem keypti og Guðmundur
Jónasson og Urval-Utsýn keyptu hlut
hans í Safariferðum. Þannig getur hann
sinnt Islandsflugi betur og haft meiri
tíma. Ómar á enn sæti í nefndum Ferða-
málaráðs.
Það er talið til marks um framsýni
Ómars að hann stofnaði Island Tours úr
engu fyrir nærri tíu árum en í dag er fyr-
irtækið stærsti ferðaheildsali íslands-
ferða frá Þýskalandi.
Margir þykjast sjá svipað ferli í gangi
í Fosshótelunum. Ómar keypti, ásamt
eiginkonu sinni, hið gamla Cify Hotel
við Ránargötu og dubbaði upp. Nú eru
sjö hótel víða um land aðilar að Fosshót-
elkeðjunni og spámenn segja að Ómar
vilji sjá þetta sem öflugustu hótelkeðju
landsins innan fárra ára. Hans mottó er
að sígandi lukka sé best og ekki dugi að
ráðast að hlutum með einhveiju offorsi.
HVERJIR ERU VINIR ÞÍNIR?
Ómar hefur mikið samband við
bræður sína en til bestu vina hans þess
utan má nefna Stein Loga Björnsson,
framkvæmdastjóra hjá Flugleiðum og
Viðar Pétursson, hjá Pökkun og flutn-
ingum. Til góðra kunningja má nefna
Hjört Nielsen, forstjóra Isól, Brynjar
Þórsson, íjármálastjóra SIF, Ólaf Garð-
arsson lögfræðing, Jóhann Unnsteins-
son endurskoðanda, Pétur Oddsson
endurskoðanda og Guðmund Kjartans-
son, framkvæmdastjóra Island Tours en
þeir eru allir skólabræður Ómars úr
Versló.
Þessir gömlu skólabræður hafa með
sér óformlegan félagsskap sem heitír
Sameinaða sveinafélagið og þeir, sem
tök hafa á, hittast á mánaðarlegum fund-
um í hádegismat, aðallega á veitinga-
staðnum Við Tjörnina. Til marks um
það hve hópurinn úr VI er samlyndur er
það nefnt að 10 hjón hafi orðið til úr ár-
gangnum.
Skúli Þorvaldsson og Gunnar, sam-
starfsmenn Ómars og meðeigendur,
eru einnig nefndir sem vinir hans.
HVERT ÆTLAR ÓMAR?
Þegar litið er á umsvif Ómars í ís-
lenskum ferðaiðnaði, eignarhald hans í
Islandsflugi og fleiri fyrirtækjum, sem
koma við sögu í greininni, er ljóst að
þessi ungi maður ætlar sér stóran hlut í
þessari atvinnugrein.
Ómari er svo lýst að hann sé ákaflega
stórhuga, sjálfstæður, einbeittur og hug-
myndaríkur. Hann hefur lengst af á sín-
um starfsferli verið sjálfs sín herra og er
vanur að fá að ráða. Það hentar sjálf-
stæðum frumkvöðli ágætlega en er í
senn veikleiki hans og sfyrkur því þeir,
sem eru vanir að ráða, gleyma stundum
að hlusta á aðra. Hann er rekinn áfram
af ríkri sjálfstæðisþörf sem honum var
innprentuð í æsku. Mikil og heilbrigð
samkeppni er milli bræðranna þriggja
og sérstætt hvernig kaupmannssynirnir
úr Bolungarvík hafa látið mikið að sér
kveða, hver í sinni atvinnugrein. [0
45