Frjáls verslun - 01.07.1997, Blaðsíða 23
„að öðru jöfnu” því Skýrr munu einnig skipta við önnur tölvu-
fyrirtæki. Eg minni til dæmis á að fyrsta ákvörðun nýrrar
stjórnar Skýrr um tölvukaup var um kaup á tölvu frá Ný-
herja.”
- Opin kerfi eiga í tveimur hugbúnaðarfyrirtækjum,
Skýrr og Þróun. Telur þú hættu á hagsmunaárekstrum þar
á milli?
„Nei. Frá upphafi hefur það einkennt Opin kerfi að geta
unnið með mörgum hugbúnaðarhúsum á sama tíma - og not-
ið fyllsta trausts. Og það ekki að ástæðulausu. Við vinnum eft-
ir heiðarlegum og skýrum reglum. Heimurinn er ekki lengur
svart/hvítur. Menn eru í samvinnu við fyrirtæki á sumum
sviðum en í samkeppni við þau á öðrum.”
- Það vakti athygli sl. vetur þegar Opin kerfi föluðust eft-
ir hlutabréfum í Nýherja og gerðu formlegt kauptílboð í
bréfin. Hvað kom til að þið fenguð skyndilega áhuga á að
eignast hlut í einum helsta keppinaut ykkar?
„Við töldum á þeim tíma að hlutabréfin í Nýherja væru á
hagstæðu verði - það var útgangspunkturinn. Við höfðum selt
20% hlut okkar í Tæknivali og gátum vel hugsað okkur að
kaupa bréf í Nýherja sem okkur var sagt að væru til sölu. Við
sáum það alveg gerast að Nýherji og Opin kerfi sameinuðust
um eitthvert fyrirtæki sem gæti gert mjög góða hluti á sviði
margmiðlunar. En af þvi varð ekki.”
- En hefði Hewlett Packard erlendis ekki gert athuga-
semdir við að þið væruð komnir í sæng með IBM?
„Nei, það er ólíklegt. Mjög margir af samstarfsaðilum
Hewlett Packard út um allan heim selja fleiri en eitt merki og
ég tel okkur hafa frjálsar hendur um að eiga í fyrirtækjum
sem selja mismunandi tegundir af tölvum og keppa sín á
milli.”
- Kemur til álita að sameina ACO og Opin kerfi?
„Það er ekki uppi á borðinu. Við eigum 40% hlut í ACO á
móti þremur helstu starfsmönnum þess. Fyrirtækið er rót-
gróið og rekið með ágætum hagnaði núna. Það er að gera
góða hluti á sínu sviði. Það selur m.a. hinar ódýru Leo tölvur
sem eru vinsælar á heimilismarkaðnum. Sömuleiðis hefur
Frá kynningarfúndi Hewlett Packard árið 1984. Talið frá
vinstri: Bergur Haraldsson, faðir Frosta, Steingrímur
Ilermannsson, þáverandi forsætísráðherra, Frostí, Steen
Haareschou, þáverandi forstjóri HP í Danmörku, og
Andree Bruchels, þáverandi svæðisstjóri HP í Norður-
Evrópu.
andi forséci
h?.rra’ hauð ,(I
aýja íslenska
isborgara”
koininn og afln
Frosta fykii s
tákn uni að fyi
^Wð „gæti OJ
að og hafið sta
semi - en ttí þe
Þurfti sérgta
raðherrafeyfi.
23