Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1997, Síða 56

Frjáls verslun - 01.07.1997, Síða 56
SJAVARUTVEGUR inguna margvísleg tækifæri til hagræð- ingar í rekstrinum. Kvótinn er dýrmætasta eignin og við sameininguna verður til kvótapott- ur sem er hagstæður að samsetningu. Rækjukvótinn eykst og styrkir vinnsl- una fyrir vestan og aukinn bolfisks- kvóti gefur færi á að auka vinnslu um Sameiningar Bæjarútgerð Reykjavíkur ísbjörninn Hraðfrystistöðin Grandi hf. borð í frystitogurum eða fá meira hrá- efni fyrir fullkomna saltfisksvinnslu í Grindavík sem lítt hefur starfað síð- ustu tvö ár. Allt skrifstofuhald verður í Grinda- vík og þannig sparað í yfirstjórn. Heiðrún IS, skipið sem varð upphafið að sameiningarferlinu hefur þegar verið selt og líklegt er að Dagrún IS verði einnig seld en Þorbjörn átti mun betri skipakost en Bakki. Þorbjörn á engan kvóta í uppsjávar- fiskum, síld og loðnu, sem hafa gefið vel af sér undanfarin ár. Það er yfirlýst stefna bræðranna að taka ekki þátt í slíkri vinnslu sem sé of svipul. Eins og staðan er í dag á Þorbjörn því tvær rækjuverksmiðjur, aðra í Hnífsdal og hina í Bolungarvík. Af- kastageta þeirra samanlagt á ári sam- svarar 5.000 tonna rækjukvóta en Þor- björn á 4.000 tonna kvóta. Fullyrt er að í hagræðingarskyni verði verk- smiðjunni í Hnífsdal lokað og rækjan unnin í Bolungarvík ef ekki fryst um borð í skipunum sem veiða hana. Afdrif bolfisksvinnslu í gríðarlega tæknivæddu húsi Bakka í Bolungar- vík er óljós og verður að teljast óvíst að hún verði mikil, enda um langa hríð verið tap á slíkri vinnslu. Sumir fullyrða að Þorbjörn hyggist úrelda frystihúsið í Bolungarvík en það verð- ur að teljast ólíklegur kostur. Einn lykilmaður mun halda um stjórntaumana fyrir vestan en Eiríkur og Gunnar Tómassynir verða fram- kvæmdastjórar Þorbjarnar. Faktor þeirra vestra er Agnar Ebenesersson, framleiðslustjóri Bakka, sem reyndar er þremenningur að skyldleika við þá bræður. HVAÐ GERIST NÆST? Ekki eru enn öll kurl komin til graf- ar í sameiningarbröltinu vestur á fjörðum. Aður hefur verið minnst á sameiningu Frosta hf. í Súðavík og Hraðfrystihússsins í Hnífsdal. Þetta hefúr þegar verið samþykkt á aðal- fundum beggja fyrirtækja. A aðalfundi Hraðfrystihúss Hnífsdals fékk um- rædd sameining þó aðeins 75% at- kvæða og munaði mestu um mótat- kvæði Aðalbjörns Jóakimssonar. Hann á um 20 % hlut í fyrirtækinu sem fullyrt er að sé nú þegar til sölu og sýnist þá verða lokið þátttöku Aðal- björns í útgerð og vinnslu vestra. Marga fysir að vita hvað Aðalbjörn taki sér næst fyrir hendur og ýmsar kenningar eru á lofti án staðfestingar. Strax þegar sameining Frosta og Hraðfrystihússins hafði verið sam- þykkt fór af stað fyrirfram ákveðið ferli sem fólst í því að Gunnvör hf. á Isafirði keypti meirihluta hlutabréfa í Frosta hf. af fyrirtækinu Tog hf. og persónu- legan hlut tveggja einstaklinga að auki. Togsmenn voru þeir Ingimar Halldórs- son, forstjóri Frosta, Auðunn Karlsson, athafnamaður í Súðavík, og skipstjór- arnir Jóhann Símonarson, Jónatan Ingi Asgeirsson og Barði Ingibjartsson. Þannig er Gunnvör í raun einn stærsti hluthafinn í hinu nýja fyrirtæki með 21% hlut. Sú spurning hlýtur að vakna hvort ekki sé hagkvæmt fyrir Gunnvöru að stíga skrefið til fulls og sameinast hinu nýja fyrirtæki. Vilji Þormóöur rammi Sæberg Magnús Gamalíelsson Þormóöur rammi - Sæberg hf. mun vera fyrir því innan beggja fyrir- tækja en það sem steytir á er að ef til sameiningar kæmi væri augljósasta hagræðingin að loka öðru frystihús- inu, annaðhvort í Hnífsdal eða á Isa- firði en í Ishúsfélagi Isfirðinga er nú gerð úrslitatilraun til þess að láta rekst- urinn standa undir sér. I ljósi þess að stórir hluthafar í Hraðfrystihúsinu í Hnífsdal vilja selja sinn hlut og hætta þátttöku í rekstrinum verður að teljast líklegt að af þessu verði, hvort sem það verður seint eða snemma. Reyndar fullyrða kunnugir að þegar sé til frá- gengið samkomulag um fyrirhugaða sameiningu Gunnvarar við Hraðfrysti- húsið og þeir hluthafar, sem í dag eru á móti því, verði keyptir út. Gangi þetta eftir verður til sjávarútvegsrisi með rúmlega 4 milljarða veltu. VILTU DANSA? Sé litið yfir dansgólfið og reynt að spá fyrir um frekari sameiningar í sjávarútvegi er ljóst að nokkur fyrir- tæki, s.s. Vinnslustöðin í Vestmanna- eyjum, Bergur-Huginn í Vestmanna- eyjum, Útgerðarfélag Akureyringa og Gunnvör, svo nokkur séu nefnd, eru alls ekki frábitin sameiningu og því til Sameiningar Frosti Miðfell Hraðfrystihúsið Hnífsdal Hraðfrystihúsið hf. í dansinn. Reyndar er fulfyrt að Magn- ús Kristinsson í Bergur-Huginn sé orðinn frábitinn öllum sameiningar- viðræðum að fenginni reynslu og vilji áfram standa á eigin fótum. Kaupfélag Eyfirðinga hefur lýst yfir áhuga á að sameina alla útgerð og fiskvinnslu, sem félagið á hlut i, undir einn sjóhatt í sjálfstæðu fyrirtæki sem væntanlega yrði þá hf. en ekki sf. Fyr- irtækið, sem hefur fengið vinnuheitið Snæfell, myndi ná frá Grundarfirði og Olafsvík í vestri, um Dalvík, Hrísey og Akureyri, austur til Gunnarstinds á Stöðvarfirði. Hitt er svo annað mál að það er erfitt að spá og alveg sérstaklega um framtíðina. Það hefur sýnt sig að hlut- irnir gerast hratt í þessum efnum og ekki víst hver dansar við hvern og síst hver fer heim með hverjum eftir dans- leik. 33 56

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.