Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1997, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.10.1997, Blaðsíða 41
hagslega öflugs hóps forystumanna í íslensku atvinnulífi. Ég legg áherslu á að þessi ítök eru sterkari en ella vegna þess hve þjóðfélagið er fámennt og lýðræðishefðir okkar ómótaðar og vanþroskaðar. Þessi gífurlega sterku ítök voldugra sérhags- munaðila, í gegnum stjórnmálaflokka og stjórnkerfi, eru sér- kenni á íslensku stjórnkerfi - og þjóðarböl.” - Vertu nákvæmari! Hvaða sérhagsmunahópar eru þetta sem þú átt við? „Ég var fjármálaráðherra í tiltölulega stuttan tíma. Þegar ég lít á þann tíma, sem út ffá vinnuálagi var kannski mesti þræl- dómur sem ég hef komist í, þá finnst mér að ég hafi eytt helm- ingnum af mínum langa vinnudegi í glímu við sérhagsmuna- hópa. Agengast og frekast var sjálftökuliðið úr landbúnaðinum. Mér lærðist að landbúnaðarráðuneytið var bara framlenging á sérhagsmunasamtökum þeirra, eins og Framleiðsluráði og Bændasamtökunum. Þeir voru alls óvanir því að í stjórnkerfinu væri einhver sem liti svo á að sjálfsafgreiðsla þeirra væri ekki sjálfsögð - að þar væri einhver sem segði nei og hefði skoðanir á því hvað væru almannahagsmunir. Það var brennt fyrir vitin á þeim hvað væri markaðsbúskapur og hvað væru almennar leik- reglur. Það eru ekki nema nokkrar vikur síðan þeir fengu á sig dóm - átta árum síðar - fyrir brot á jafnræðisreglu og heilbrigð- um stjórnsýsluháttum út af okurgjöldum á franskar kartöflur. En það var bara eitt dæmi af ótal mörgum. En þetta er gott dæmi um þessa hefð íslenskrar stjórnsýslu; um forræði sér- hagsmunanna og ftök þeirra í stjórnkerfinu.” - Með stórauknu frelsi í viðskiptalífinu - og þar af leiðandi minni áhrifiim stjórnmálamanna á atvinnulífið - finnst mörg- um sem kenningin um helmingasldptaregluna sé orðin frasi. Hvernig horfa þessi mál við þér? „Menn segja oft sem svo, þegar þeir tala um helmingaskipti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, að þetta sé frasi. En þetta er ekki frasi! Helmingaskiptareglan er söguleg staðreynd og viðleitni til að viðhalda henni lifir góðu lífi. Hún er lykillinn að skilningi á hagsögu íslendinga á þessari öld. Guðjón Frið- riksson sagnfræðingur segir frá því í þriggja binda verki sínu um Jónas frá Hriflu að árið 1937 hafi þeir komið saman í banka- ráðsherbergi Landsbankans, Jónas Jónsson frá Hriflu, formað- ur Framsóknarflokksins og fulltrúi SÍS, og Ólafur Thors, íor- maður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi Kveldúlfs, en til samans skulduðu þessi tvö lýrirtæki Landsbankanum, þessum þjóð- arbanka, meira en nam þjóðarframleiðslu þess tíma. Þarna voru samtvinnaðir sérhagsmunir tveggja fyrirtækjasamsteypna og tveggja stjórnmálaflokka. Frá og með þeim tíma var það ein- kenni á íslensku stjórnarfari að þessir tveir flokkar skiptu ís- landi upp eftir „fifty-fiftý' reglunni; til helminga. Þeir skiptu fjár- málakerfinu - og þeir skiptu sjávarút- veginum. Framsóknarflokkurinn átti sum sjávarplássin og Sjálfstæðisflokk- urinn átti hin. Framsóknarplássin voru hjá SIS en Sjálfstæðisplássin hjá SH, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Þeir skiptu líka innflutningnum - hann var háður leyfúm - og þeir skiptu út- flutningnum - hann var líka háður leyf- Jón Baldvin hefur um árabil verið eftir- sóttur ræðumaður. Hér ávarpar hann lögfrœðinga á alþjóðlegri ráðstefhu þeirra t Viðey fyrir nokkrum árum. Jón er hins vegar ekki lögfræðingur að mennt heldur er hann meb meistaragráðu í hagfræði frá Edinborgarháskóla í Skotlandi - og með framhaldsnám í Stokkhólmshá- skóla í Svíþjóð. Síðar nam hann við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum einn vetur. fi um. 30 ARA STRIÐ KRATA VIÐ LANDBUNAÐINN Það eina, sem mér varð ágengt í stríðinu við landbúnaðarkerfið, var að koma út- flutningsbótunum fyrir kattarnef • sem, ein- ar og sér, voru vitlausasta formið á mis- notkun á almannafé á íslandi. GATT er hins vegar upphafið að endalokum þessa kerfis. - Rökstyddu hvar ríldsforsjárhyggjan blasir einna helst við núna í íslensku efiiahagslífi? „Hið sígilda dæmi er í sjávarútveginum. Báðir rikisstjórnar- flokkarnir standa vörð um úthlutun gjafakvótanna, þ.e. úthlut- un á þeim einokunargróða sem verður til vegna þess að fiski- miðin eru sumum opin en öðrum ekki. Þarna nær ríkisforsjár- kerfið hámarki. Eða eins og Benjamín J. Eiríksson, lærðasti hagfræðingur íslendinga, hefur sýnt fram á, öllum öðrum bet- ur, að þá er eignamyndum örfárra aðila í sjávarútvegi ævintýra- leg - og hún á ekkert skylt við einhvern venjulegan arð af góð- um rekstri. Enda byggir hún einfaldlega á úthlutun á gjafakvót- um, veiðiheimildum, sem hafa markaðsverð. Þegar þessir kvótaeigendur stækka sín fyrirtæki - eða sameina þau - og fara inn á hlutabréfamarkað þá endurspeglar hlutabréfaverðið þennan einokunargróða. Þetta er eignatilfærsla, sem á engan sinn líka í Islandssögunni, - og á ekkert skylt við samkeppni eða venjulegar leikreglur í opnu markaðskerfi. Sama er að segja um landbúnaðarkerfið. Og bankakerfið - hvernig blasir einkavæðingin þar við núna? Einkavæðingin er framkvæmd þannig að meira að segja þeim stjórnarliðum, sem helst bera skynbragð á leikreglur í markaðsbúskap, eins og Pétri Blöndal og Gunnlaugi Sig- mundssyni, ofbýður. Menn trúðu því almennt, þegar einkavæð- ing bankanna var til umræðu í þinginu, að hún yrði ekki fram- kvæmd með þessum hætti. Enn sem komið er aðeins um nafn- breytingu að ræða. Þegar litið er á breytingarnar í heild hafa ríkisumsvifin aukist. Og mönnun bankaráða og í toppstöður bendir ekki til þess að helmingaskiptareglan sé á undanhaldi. Þá er ríkisstjórnin sögð vera með á borði sínu frumvarp, sem mun lýsa yfir einkaeign landeigenda á auðlind- um framtíðarinnar - á fallvötnunum, á djúphitanum, á námaefnum sem kynnu að finnast í lendum þeirra. Að því er varðar hálendið ætlar ríkis- stjórnin að úthluta víðáttum Islands, víðernum Islands eins og það er kall- að, til sveitahreppanna. Það á að út- 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.