Frjáls verslun - 01.10.1997, Blaðsíða 76
.. Listir mennin?.
Til eru fra
Guðný Magnúsdóttir og uppsveiflan í leirlistinni
Hvað skyldu margir af lesendum Frjálsrar verslunar viljandi
eða óviljandi hafa fest kaup á leirlistaverki hin síðari ár? Mér seg-
ir svo hugur um að þeir séu ekki ýkja margir. Þó hefur íslensk
leirlist sjaldan staðið betur en einmitt nú. Hins vegar virðast fáir
hafa tekið eftir því, sennilega vegna langvarandi umræðu um til-
vistarvanda myndlistarinnar í
landinu. Lítum á stöðu
mála.
Haukur Dór, sem
árum saman var leiðandi
afl í íslenskri leirlist, hefur
aftur tekið upp þráðinn eft-
ir langvarandi glímu við
aðra listmiðla. í smiðju
sinni á Stokkseyri er hann
farinn að móta og brenna
hluti sem bera öll helstu
höfundareinkenni hans.
Þeir eru miklir í sér, jafnvel
þeir minnstu, einfaldir útlits
og mjúkir viðkomu, með yrj-
óttum glerjungi sem minnir á
vel legið portvín.
Kolbrún Björgólfsdóttir,
Kogga, hefur um árabil praktíserað hið ómögulega; að framleiða
leirmuni og selja í stórum stíl í verslun sinni á Vesturgötunni, án
þess að slá hætishót af þeim listrænu kröfum sem hún gerir til
alls þess sem hún lætur frá sér fara. Sérhver hlutur sem Kogga
framleiðir, hvort sem um er að ræða postulínseggin sem seld eru
flugfarþegum yiir miðju Atlantshafi, eða metraháar standmynd-
irnar sem hún gerir á nokkurra mánaða fresti, er gagnvandaður,
stílhreinn og gæddur alveg sérstökum ljóðrænum þokka sem
engum hefur tekist að líkja eftír, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Ef
marka má nýjustu verk Koggu er hún enn að bæta við sig. Meg-
inatriði eru óbreytt og nánast orðin sígild, en i ýmsum smærri
atriðum, til dæmis í meðferð yfirborðsmynsturs, hefúr hún aukið
á skáldskap verka sinna.
Minna hefur farið fyrir leirlist Kristínar Isleifsdóttur,
sem nýtt hefur djúpstæða þekkingu sína á handverki og
leirlist Japana tíl sköpunar á verkum þar sem blandast
norrænt formskyn og hárfi'n blæbrigði af austurlenskum
toga. I verkum sínum hefur Kristín m.a. tekið form
ýmissa nytjahluta til endurskoðunar; hún hefur
gert öskjur úr leir, óræða leirhlutí tíl handfjötlun-
ar, meira segja kolla úr leir sem undirritaður lét
tilleiðast að tylla sér á ekki alls fyrir löngu. Gú,
takk, bara þægilegir.) Þær Kogga og Kristín eiga
það sammerkt að vera á hátíndi síns listræna
þroska.
• nÁ vprða einn besti
Gerðarsafn í Kóp“WfL rs</ningar hérlendis.
vettvangur fynr leÍrl^nTKristínBogadóttir
Og fyrst við erum að tala um hlédrægni leirlistamanna — sem
er raunar allt of algengur kvilli í þeim hópi — þá er líka rétt að
nefna tíl sögunnar listakonu sem heilsu sinnar vegna og flarlægð-
ar frá Reykjavík hefur haft verk sín allt of litið í frammi. Hér á ég
við Elísabetu Haraldsdóttur á Hvanneyri, fágaðan og fjöl-
menntaðan kúnstner sem aldrei bregst
vonum aðdáenda sinna, en á sennilega
enn eftír að gera sín allra bestu verk.
Þann 21. desember næstkomandi lýk-
ur síðan sýningu í Gerðarsafni í Kópa-
vogi sem markar nokkur þáttaskil í sögu
íslenskrar leirlistar. Hér er um að ræða
eins konar „comeback“ Guðnýjar
Magnúsdóttur, sem um nokkurt skeið
hefur mestmegnis verið “í öðru”, eins
og sagt er, gallerírekstri, félagsmála-
vafstri og ýmislegum tilraunum á vett-
vangi almennrar höggmyndalistar.
Með þessari sýningu er Guðný aftur
kominn „heim í leirinn” færandi
hendi. Ferill hennar er um margt lær-
dómsríkur og skýrir að hluta hvers
vegna leirlistin virðist eiga undir
högg að sækja í íslensku listalífl.
Lækkandi gengi leirsins
Leirlistin er að sönnu ekki gömul og gróin á Islandi. Við get-
um auðvitað rakið hana aftur til flórða áratugarins, til Guðmund-
ar Einarssonar frá Miðdal og Listmunahússins, en hún varð ekki
listræn hreyfing með sterkum persónu- og þjóðareinkennum fyrr
en Gestur & Rúna, Ragnar Kjartansson, Steinunn Marteinsdótt-
ir, Haukur Dór og Jónína Guðnadóttír koma til sögunnar. Sjötti
og sjöundi áratugurinn eru blómaskeið íslenskrar leirlistar, en þá
ræður ríkjum hið sígilda ílát — skálin, kerið, vasinn — viðfangs-
efni leirlistamanna frá örófi alda og enn það viðfangsefni sem
mestar kröfur gerir til þeirra sem vilja bijóta undir sig þetta
ævaforna jarðefni.
Upp frá því fór gengi leirlistarinnar lækkandi og var ekki
síst um að kenna innílutningi á alls kyns ódýru leirlistlíki og
skeytingarleysi íslenskra liststofnana um hlutverk og afdrif
leirlistarinnar í landinu. Enn er ekki tíl sú menningarstofn-
un íslensk sem telur sér skylt að saíha og hampa leirmun-
um þeirra listamanna sem hér hafa verið nefndir.
Nú voru góð ráð dýr. „If you can't beat 'em, join
em” segir bandarískur orðskviður og urðu sumir
leirlistamenn til að keppa við innflutt listlíki með
ýmiss konar billegri leir- og postulínsvöru. Þeir
eru enn að, sem er hluti af þeim fortíðarvanda
sem við þurfum að kljást við í þessari grein. Sjálf-
um þykir mér raunalegt að sjá hve litlar kröfur
Guðný Magnúsdóttir og uþþsveiflan í leirlistinni
76