Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1997, Blaðsíða 65

Frjáls verslun - 01.10.1997, Blaðsíða 65
VEITINGAHÚS vita, en margir reyna að komast undan, að það er vonlaust er að reka fyrsta flokks veitingahús nema með úrvals starfsfólki. FJÖLBREYTTUR MATSEÐILL Þar sem Perlan er óvenju stór veit- ingastaður á íslenskan mælikvarða eru það ótal gestir sem sækja staðinn. Mat- seðlarnir eru því fleiri en einn og fleiri en tveir. Ekki má gleyma föstum liðum eins og villibráðardögum og jólahlað- borði. Nú í haust var í boði skemmtilegur 6 rétta seðill þar sem meðal annars var boðið upp á dúfusúpu með jarðsvepp- um, kryddlegna heiðargæsabringu og humarseyði með grillaðri ijallableikju og humri. Þá kom trönuberjakrap með vodka, svo glóðaður hreindýravöðvi og rjúpubringa með títubeijasósu. Veislan endaði svo á úrvali osta. Þessi seðill kostaði aðeins 4.770,- sem verður að telj- ast mjög sanngjarnt verð. Þá hefur verið á boðstólnum matseðill þar sem önd hefur verið í aðalhlutverki. Reykt önd með ristuðu spínati, beikoni og sérrí-ed- JÓSUNUM" ikssósu var hreint lostæti, sömuleiðis pipruð andabringa með gæsalifur og grænpiparsósu. Persónulega finnst mér matreiðslu- menn Perlunnar vera sterkari í kjötrétt- unum en í fiskinum. Þó hef ég fengið einstaklega indælan fiskrétt sem var grillaður steinbítur með ristuðu hvítkáli, koríander og blaðlaukssósu. Eftirréttir Perlunnar eru yfirleitt ákaflega vel heppnaðir, mun betri en á flestum veit- ingahúsum í Reykjavík. Þegar þessar línur birtast hér á blað- inu verður hið klassíska jólahlaðborð byijað í Perlunni. Til gamans má geta þess að í desember í fyrra var hér á ferð einn af framkvæmda- stjórum einnar stærstu sjónvarps- stöðvar Bandaríkjanna og heimsins, ásamt fríðu föruneyti. Það var farið í Perluna og þar var þá jólahlað- borð í boði. Þau höfðu áður verið í Svíþjóð og Danmörku og þar hafði þeim verið boðið í jólahlaðborð nær daglega — það kom því heldur betur svipur á liðið þegar hér var enn eitt jóla- hlaðborðið. Samt var slegið til. Eftir því sem leið á máltíðina hýrnaði yfir mann- skapnum. Þegar kom að eftirréttunum voru allir á því að þetta væri langbesta jólahlað- borðið sem þeir höfðu kjmnst til þessa. Það sem er hins vegar athyglisvert er að þessi ágæti fram- kvæmdastjóri verður staddur í Þýska- landi í byijun desember. Hann ætlar að taka á sig krók og fljúga til Reykjavíkur á leið sinni til New York aðeins til að stansa eina kvöldstund og fara, ásamt eiginkonu sinni, og gæða sér á jólahlað- borði í Perlunni. EN HVAÐ? Er þá Perlan besti veitingastaðurinn í Reykjavík? Satt best að segja treystir höfundur þessara lína sér ekki til að skera úr um hvar sé besti veitingastað- urinn í Reykjavík. Allt í lagi — hver er þá staða Perlunnar miðað við Holtið og Grillið? Stað- reyndin er sú að það er ekki hægt að bera þessa veitingastaði saman, Perlan er gjöróhk þess- um annars ágætu veit- ingahúsum. Helsti galli Perlunnar er að barinn er hálf leiðinlegur, hann fyllist fljótt af fólki og er á einhvern hátt úr takt við umhverfið. Kostir Perlunnar eru hins vegar fagmennskan, yndislegt umhverfi og útsýni. Veitinga- menn Perlunnar tóku við erfiðu verk- efhi þegar þeir hófu rekstur Perlunnar — sem var ólík öllum öðrum veitinga- húsum sem hér hafa starf- að. Með tíð og tíma hefur þeim tekist að leysa þetta verkefni með sóma — byggingin sjálf, Perlan, er einkar athyglisverð. Veitingahúsið Perl- an er eins og gott rauðvín — batnar stöðugt. Œl Helstu ókostlr: Leiðinlegur bar sem passar ekki í húsiö. ( Helstu kostlr: Fagmennskan og ægifagurt útsýni; sumar, vetur, vor og haust. Perlan, Öskjuhlíö Sími: 562 0200 Fax: 562 0207 Þaö tekur aöeins einn r"m ■ virkan dag aö koma póstinum þínum til skila POSTUR OG SÍMI HF 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.