Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1997, Blaðsíða 71

Frjáls verslun - 01.10.1997, Blaðsíða 71
Listir tónskáldinu vannst ekki tími til þess að ljúka verkinu. Operan er í þremur þátt- um en við andlátið skyldi Giacomo Puccini aðeins eftir sig uppkast að seinni hluta lokaþáttarins. Lengra komst hann ekki. Við getum þvi litið svo á að Turandot sé hápunktur list- sköpunar eins mesta óperutónskálds allra tíma. En frá dánardægri tónskálds- ins (28. nóvember 1924) hafa menn deilt um það hvernig það hefði fullkomnað verkið hefði því enst aldur til. Turandot var ekki frum- sýnd fyrr en árið 1926. Þegar Toscanini, sem stjórnaði frumflutningnum á Scala í Mílanó, kom að þeim stað í þriðja þætti þar sem tónsmíð Puccinis lauk, lagði stjórnandinn frá sér tónsprotann og sagði: „Operan endar hér af því að á þessum stað dó meistarinn.“ Oftast er notast við endi tón- skáldsins Franco Alfano sem hann byggði á uppkasti Puccinis að lokum þriðja þáttar. Turandot í uppfærslu Metropolitan Operunnar í Nýju Jórvík var frumflutt fyrir 14 árum og er leikstjóri hennar nú Franco Zeffirelli sem hannaði einnig ótrúlega glæsileg leiktjöld sýnngarinnar. Voru leiktjöld svo tilkomumikil að óperugestir menmn? Bravó fyrir okkar manni Turandot eftir Giacomo Puccini. Metropolitan Óperan í New York. Leikstjóri: Franco Zeffirelli. Hljómsveitarstjóri: Nello Santi. Turandot : Eva Marton. Liú : Ruth Ann Swenson. Calaf : Kristján Jóhannsson. Baíhvel þeir, sem ekki eru mikið fyrir óperur, þekkja aríuna „Nessun dorma“ sem valin var kynningarlag Heimsmeist- arakeppninnar í fótbolta á Ítalíu árið 1990. Þetta er ein af fal- legustu perlum óperubókmenntanna, samin af tónskáldinu Giacomo Puccini, og er aðaltenórarían í óperu hans Turandot. Við setningu Heimsmeistarakeppninnar var það enginn annar en Luciano Pavarotti sem söng „Nessun dorma“ en þessi aría er orð- in að nokkurs konar vörumerki tenórsins sem endar tón- leika sína undantekningalítið á henni. Operan Turandot er umlukin ákveðinni dulúð. Hún er lálin gerast í Kína en er svo fjarlæg og ævintýrakennd að sögusviðið gæti alveg eins verið kafli í Star Wars. Leikstjórar nýta sér oft á tíðum hið mikla rými, sem tónlist og söguþráður óperunnar gefa, til að hleypa hugmyndaríkinu á skeið og gerir það uppfærslur hennar ólíkar og spennandi. Einu sinni voru það tónskáldin sem voru lífæð óperu- listarinnar en nú eru það leikstjórar og óperu- söngvarar. En dulúðin, sem umlykur þessa óperu, er sennilega enn meiri vegna þess að gripu andann á lofti þegar tjaldið var dregið frá og klöppuðu af hrifningu. Þessi uppfærsla er sett upp árlega og flutt íyrir fullu húsi. Þó að þetta sé meðal frægustu uppfærslna óperuheimsins er ástæðan fyrir því að ég lagði lykkju á leið mína til að sjá hana fyrst og fremst sú að í þetta sinn var aðaltenórhlutverkið í hönd- um Kristjáns Jóhannssonar. Það er ekki ætlun mín að fjalla um erlendar óperuuppfærslur í tónlistargagnrýninni, enda hef ég sjálfur takmarkaða ánægju af að lesa gagnrýni um uppfærsl- ur sem ég get ekki séð og metið frá eigin brjósti. Nú stendur þó sérstaklega á. Þessi uppfærsla á Turandot er hrein unun frá upphafi til enda. Hin gamla kempa Nello Santí, sem stjórnaði fyrst við Metropolitan Óperuna árið 1962, stjórnaði Hjómsveit- inni af snilld og gaf söngvurum mikið frelsi eins og nauðsynlegt er til að ná fram sönnum Puccini. Söngkonurnar Eva Marton, sem söngTurandot, og þó sérstaklega Ruth Ann Swenson, sem söng Liú, voru frábærar. Kristján Jóhannsson söng hlutverk prinsins Calaf. Eg hef ekki heyrt Kristján í betra formi. Þótt það hljómi þversagnarkennt virðist röddin vera unglegri og bjartari en við það hefur hún fengið meiri mýkt. Hugsanlega má þakka það því að Kristján hefúr öðlast öryggi þroskaðs listamanns og finnur að hann getur treyst hljóðfæri sínu án átaka þvi það hljómar um allt. A sýningunni íylltu háu C-in hans Kristjáns þetta risa óperuhús og í lok sýningarinnar var hann hylltur með verðskulduðu lófaklappi og bravóhrópum. Maður fylltist stolti af þessari frammistöðu. SD Turandot eftir Puccini í Metropolitan Operunni í New York 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.