Frjáls verslun - 01.10.1997, Blaðsíða 43
og bílamál, sitja eftir í minningu
fólks. Fólki finnst skemmti-
legra að ræða þau en
hlusta á allt þetta þras
sem tengist stórum mál-
um. Ef ég ætti að ráð-
leggja ungum mönnum,
sem eru að byrja í póli-
tík, þá væri það þetta:
Reynið að hafa taum-
hald á grallaranum í
ykkur, gerið aldrei að
gamni ykkar, verið alltaf
grafalvarlegir, verið eins
sviplausir og litlausir og þið
mögulega getið. Það þykir
traustvekjandi.”
- Sumir hafa spurt sig
að þvi hvers vegna þú sért
jafri mikill Evrópusinni og
raun ber vitni? Hvernig
svarar þú þvi?
„Eiginlega ættu menn að snúa spurningunni við. Hvers
vegna í ósköpunum eru Islendingar ekki upp til hópa Evrópu-
sinnar? Hvers vegna eru Islendingar eina þjóðin í gjörvallri Evr-
ópu sem er ekki að ræða Evrópumál, málefni okkar álfú og okk-
ar heimshluta? Hvernig stendur á því að Islendingar telja sjálf-
um sér trú um að þeir geti staðið einir og sér utan slíks alls-
heijabandalags lýðræðisþjóða í Evrópu sem er að verða til fyrir
framan nefið á okkur? I þau ljögur ár, sem ég vann að EES-
samningnum, fyrir hönd okkar Islendinga, kynntist ég dável
innviðum Evrópsambandsins og út á hvað það gengi. Sú þekk-
ing og reynsla leiddi til þeirrar rökréttu niðurstöðu að þegar við
hugsum til framtíðar, um stað Islands í alþjóðavæddum heimi,
eigum við auðvitað heima í Evrópusambandinu. í mínum huga
Fjölskylda Jóns Baldvins hefur verið mjög í sviðs-
ljósinu undanfarin ár. Hér eru þær mæðgur, Bryn-
dís og Kolfinna.
er ekki minnsti vafi á að þar verðum
við - þótt sú tillaga verði hugsanlega
ekki borin upp fyrr en á öðrum
áratug næstu aldar og þá af Al-
baníu eftir að hún verður ný-
gengin inn - næstseinust þjóða.
Þeir, sem þurfa að skýra sitt
mál, eru þeir sem segja að
innganga í Evrópusamband-
ið sé ekki á dagskrá og
drepa umræðu um það á
dreif með þeim yfirborðs-
legu sleggjudómum að Is-
lendingar geti ekki séð þjóð-
arhagsmunum sínum borgið í
samningum við Evrópusam-
bandið vegna fiskimiðanna. Það
hafa aldrei verið færðar sönnur
á það mál og ég er sannfærður
um að það er ekkert hæft í því!”
- Ert þú þá að segja að bæði
Davíð Oddsson og Halldór As-
grímsson hafi rangt fyrir sér þegar þeir segja að aðild að ESB
komi ekki til greina vegna hagsmuna íslensks sjávarútvegs
og aðgangs Evrópusambandsrílqa að íslenskum fiskimiðum?
„Svarið við því fæst ekki fyrr en menn láta reyna á samn-
inga. Það er hins vegar ákaflega handhægt í áróðri að slá þessu
föstu; það höfðar til þjóðerniskenndarinnar að segja að það eigi
að taka af okkur auðlindina. Evrópusambandið kemur þá í stað-
inn fyrir Rússagrýluna sem óvinur er ógnar tilverurétti okkar.
Eins og það standi til að taka af okkur auðlindina? Halda menn
að Evrópusambandið semji við nýja aðildarþjóð, sem á efna-
hagslega afkomu sína undir afrakstri auðlindar, og byrji á því
taka auðlindina af henni? Kippa fótfestunni þar með undan við-
komandi þjóð? Eg er sannfærður í þessu máli! En ég bið fólk
43