Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1997, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.10.1997, Blaðsíða 20
Valdimar Tómasson, framkvæmdastjóri Lifeyrissjóðsins Hlífar, getur vel við unað. Hann er ávöxtunarkóngurinn í lífeyrissjóðakerfinu. Enginn sjóður hef- ur náð eins góðum árangri í ávöxtun og Hlíf. En hver er galdurinn á bak við þennan árangur? FV-mynd: Kristín Bogadóttir. ER LIKLEGAST FRELSISKONGUR Valdimar Tómasson, framkvœmdastjóri Lífeyris- sjóðsins Hlífar, er ávöxtunarkóngur. Sjóðurinn skil- aði bestri raunávöxtun allra lífeyrissjóða á síðasta ári, eða um 17,3%. Hann útskýrir hér galdurinn á bak við árangur sjóðsins! □ að ráku margir augun í skemmtilega frétt í Frjálsri verslun fyrir skömmu þegar sagt var frá ávöxtunarkóngunum í lífeyr- issjóðakerfmu, framkvæmdastjórum þeirra lífeyrissjóða sem skiluðu bestri ávöxtun á síðasta ári. Þetta voru þeir Valdimar Tómasson, Lífeyrissjóðnum Hlíf, og Gísli Marteinsson, Lífeyrissjóði Austurlands. Valdimar hafði betur; var í fyrsta sæti en Gísli í öðru. Og Valdimar náði ekki aðeins besta árangri með sjóð- inn á síðasta ári - en þá var ávöxtun hans um 17,3% umfram verðbólgu - heldur reynist Hlíf einnig með besta meðal- ávöxtun allra sjóða síðustu fimm árin. Vel gert hjá Valdimar. Iifeyrissjóðurinn Hlíf var stofnaður árið 1963 af Vélstjórafélagi íslands og Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Öld- unni. Yfirmenn á hvalbátunum og vél- stjórar hjá Varnarliðinu voru fyrstu greiðendur í sjóðinn. Vegna þess að það eru sérlög um lífeyrissjóð sjómanna eru það aðeins vélstjórar í landi sem greiða í sjóðinn. I dag greiða um 400 starfandi vélstjórar í sjóðinn. Valdimar Tómasson hefur stýrt sjóðnum frá árinu 1982. Fyrstu sex árin var hann einnig í fullu starfi sem kennari í viðskiptagreinum í Verslunarskóla Islands en hin síðari ár hefur hann sinnt sjóðnum eingöngu, enda fullt starf. Faðir hans var einn af stofnendum sjóðsins og starfsmaður hans. Valdimar er eini starfsmaður sjóðsins en fær aðstoð við skráningu ið- gjalda. Með tilkomu nýrrar tölvutækni er mögulegt að skoða hreyfingar á heimsmarkaði allan sólarhringinn. „Það er næstum of mikið fyrir áhuga- mann um verðbréfaviðskipti. Starfstím- inn er alltaf að lengjast með nýrri upplýs- ingatækni. Maður getur alltaf verið að spá í ijármál í heiminum," segir Valdi- mar og brosir. Hver er galdurinn á bak við árangur Hlífar? ,Árið 1994 var fyrst leyft að fjárfesta erlendis og þá fór ég að hugsa hvernig bregðast ætti við. Það stóð þannig á að það var mikil vaxtalækkun hér heima í árslok 1993. Þegar vextir lækka myndast hagnaður á skuldabréfum og þá gerði ég hlut, sem enginn annar virðist hafa gert, ég seldi og seldi skuldabréf, spariskír- teini og eignarleigubréf og fór með 45% af öllum lífeyrissjóðnum til útlanda. Fyrst til að byija með var þetta sett í ís- lensk ríkisskuldabréf í dollurum og pundum á tiltölulega háum vöxtum, á milli 7-9%. Síðan lækkuðu vextir á þeim bréfum og þá var gott að selja þau bréf. Þannig hefur þetta leitt hvað af öðru. Ég hef mjög virka stýringu sem er mjög fá- títt hjá lífeyrissjóðum. Þeir kaupa yfirleitt meira af hefðbundnum bréfúm. Ég hef VIRK STÝRING! Ég hef virka stýringu sem er mjög fátítt hjá lífeyrissjóðum. Þeir kaupa yfirleitt meira af hefðbundnum bréfum. En ég hreyfi mig meira á markaðnum og er óragur við að selja þótt um hefðbundin bréf sé að ræða. Þannig fór ég með 45% af öllum lífeyrissjóðnum um tíma til útlanda. TEXTI: JÓHANNA Á. H. JÓHANNSDÓTTIR 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.