Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1997, Blaðsíða 74

Frjáls verslun - 01.10.1997, Blaðsíða 74
allfijálslega með í ýmsum atriðum. Eftir stendur, að Kjartani hef- ur ekki tekist að skapa hugtæka leiksýningu úr efniviðnum. Að vísu er alltaf áhrifaríkt sviðsbragð að láta áhorfendur sjá meira og vita en sumar sviðspersónanna; engu að síður fær maður fljótt nóg af þessu eilífa hringli yflr landamæri hins sýnilega og ósýni- lega, sem áhorfendur mega áreiðanlega hafa sig alla við til að fylgjast með, þekki þeir ekki verk Vigdísar fyrir. Vantar þó ekki, að margt sé ásjálegt í sýningunni: Ljósabeitingin, sem einkennist af punktaljósum inn í hálfrokkið sviðsrými, mávaóróinn yfir svið- inu, sem leikendur eru stundum eitthvað að kippa í (mávarnir eru víst örugglega symbólskir, hvað sem um draugana má segja), leikmynd Axels Hallkels með blæ af súrrealisma. Tón- listar-effektar Péturs Grétarssonar magna upp tilfinningaþrung- ið andrúm, en fara sums staðar yfir strikið (t.d. í dauðasenu Ei- ríks). Frammistaða leikenda er misjöfh, enda leikstjórn víða allhæp- in og hlutverkaskipan misráðin. Hvað vakir t.d. fyrir Kjartani að gera móður Friðu (Sigrúnu Eddu Björnsdóttur) svona svaka- lega mellulega? Þarf pabbi hennar (Jóhann Sigurðarson) virki- lega að vera svona svolalegur og ósjarmerandi? Af hverju er skáldið (Magnús Ragnarsson) látið líta út eins og sambland af Bubba Mortens og Vésteini Lúðvíkssyni? Var ekki eins gott að strika Þóru (Vigdísi Gunnarsdóttur) alveg út úr handritinu, úr því hún gegnir engu sérstöku hlutverki í því? Aðrir nutu sín betur: Margrét Vilhjálmsdóttír, sem Þjóð- leikhúsið hampar meira þessi misserin en öðrum ungum leikkonum, var líflegt stúlkubarn og Bergur Þór Ingólfsson skilaði ágætlega þeim blendingi hryggðar og æskufjörs sem ein- kennir látinn bróður hennar. Hjálmar Hjálmarsson var skemmtileg fyllibytta og Þröstur Leó Gunnarsson óhamingj- an holdi klædd í hlutverki Eiríks. Makalaust hvað Þröstur get- ur miðlað miklu með svipbrigðum og „hollningu" einni saman. I hlutverk afans og ömmunnar hefði hins vegar þurft eldri leik- ara en þau Valdimar Flygenring og Ólafíu Hrönn Jónsdótt- ur; Ólafíu tókst þó vel að gæða ömmuna hljóðlátum virðuleik, en stórkarlalegur leikur Valdimars bar heldur mikinn keim af skólasýningu. f „Islenskt- nei takk“ Þrátt fyrir mikið framboð íslenskra verka bendir uppskera haustsins ekki til neins blómaskeiðs í íslenskri leikritun. Okkur vantar ekki aðeins góða höfunda, þeir fáu hæfileikamenn, sem á annað borð fást til að sinna leikhúsinu, fá ekki þá leiðsögn þaðan sem þeir þurfa á að halda. Leikstjórinn kemur aldrei í stað höf- undarins, og ljóðskáld og prósaistar, sem vantar hina sönnu dramatísku æð, bjarga ekki heldur neinu. Er það e.t.v. að verða aðalmeinsemd leikhússins, að það eru atvinnuleikstjórar með lít- ið bókmenntaskyn, sem halda þar um stjórnvölinn? Skáldskapur sem endurspeglar íslenskan veruleika, íslensk- an hugarheim, hlýtur alltaf að verða meginuppistaða íslenskrar leikmenningar - ásamt því besta úr heimsklassíkinni. En áhorf- endur gera kröfúr; það er ekki hægt að plata þá endalaust. Það segir sína sögu, að jafnvel sápuleg ljóðadagskrá í leikbúningi upp úr borgarskáldinu nægði ekki til að draga fjöldann í Borgarleik- húsið í fyrravetur. Vonandi á íslenskur almenningur aldrei eftir að snúa við þekktu slagorði og segja, hvenær sem leikhúsin aug- lýsa eitthvað nýtt og heimatilbúið: „Islenskt - nei takk.“ 33 iMinin?............................................. Dðutt um dauðann Krabbasvalirnar eftir Marianne Goldman ó Smíðaverk- stæði Þjóðleikhússins Þýðing: Steinunn Jóhannesdóttír Leikmynd og búningar: Helga I. Stefánsdóttír Leikstjóri: María Kristjánsdóttir etta er melódramatískur sósíalrelismi af þvi tagi, sem hefur tröllriðið norrænni leikritagerð um árabil og fæst einkum við að velta sér upp úr alls kyns hversdagslegum fyrirbær- um án nokkurrar stærri eða æðri sýnar á mannlega tilveru. Höfundar af þessum skóla hafa jafnan haft sérstakan áhuga á „vandamálum" kvenna, oftast að sjálfsögðu í skiptum þeirra við karlkynið. I þessu leikriti standa konur enn í stímabráki við karl- mann, að vísu dálítið sér á parti, þ.e.a.s. Manninn með ljáinn. Val Marianne Goldman á efniviði bendir ekki til þess, að dramatískar taugar hennar séu ýkja næmar. Hvað er út af fyrir sig sögulegt við það, þó að fólk veikisl af lifshættulegum sjúk- dómum? Er f raun og veru nokkuð ómerkilegra en veikindi og dauði? Til að gera áhugaverða sögu úr slíku, verður eitthvað meira að koma til, en það vantar hér algerlega: Maríanna hefur ekkert að segja um dauðann sem hver sæmilega lífsreynd mann- eskja veit ekki fyrir. Svo er hún ekki heldur tiltakanlega fyndin, þó að hún sé gyðingur. Þrátt fyrir smávegis ris á stöku stað, er þetta ein flatneskja frá upphafi til enda, og merkilegt að manni skuli ekki leiðast meir en raun ber vitni. En það er sjálfsagt leik- endum og leikstjóra langmest að þakka. Óspennandi dauðastríð Stutt lýsing á konunum þremur: Ein er skólasálfræðingur (Guðrún S. Gísladóttir), önnur ung námskona í viðskiptafræði (Edda Arnljótsdóttír) og sú þriðja miðaldra frú úr borgarastétt (Kristbjörg Kjeld). Vonandi skemmi ég ekki fyrir væntanleg- um áhorfendum, þótt ég upplýsi, að þær tvær fyrrnefndu reynast dauðvona, frúin ein virðist geta haft það af. Sálfræðingurinn bregst verst við örlögum sínum, kann ekki að takast á við þær til- finningar sem aðkoma dauðans kallar fram; Maríönnu er víst heldur í nöp við sálfræðinga. Eins og við er að búast dregur sjaldan til tíðinda á krabbadeildinni; niðurstöður berast úr rannsóknum og eru ekki alltaf gleðilegar. Nánustu ættingjar líta inn og eiga bágt með að sætta sig við gang mála; konurnar spjalla saman í rúmum sínum og gengur misvel að lynda hver við aðra. Trúarlegar spurningar koma ekki við sögu í þessu verki um endalok jarðnesks lífs, enda vart von á slíku úr þeirri heiðnu Svíþjóð. Enginn læknir er sjáanlegur á spítalanum, heldur aðeins hressileg hjúkrunarkona, geislandi af heilbrigði og krafti, sem Iilja Guðrún Þorvaldsdóttir skilaði vel á sinn hýra og hlýlega hátt. Auk þess eru þarna tveir karlar, sambýlismenn yngri kvennanna, sem þeir Sigurður Skúlason og Stefán Jónsson leika. Þetta eru vandræðaleg og illa skrifuð hlutverk, og tekur þó út yfir, þegar höfundur lætur þá fallast grátandi í faðma, án þess 74 Krabbasvalirnar í Þjóðleikhúsinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.