Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1997, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.10.1997, Blaðsíða 47
- Hver er þér minnisstæðasti mað- urinn úr íslensku viðskiptalífi? „Ragnar heitinn í Smára. Þar kem- ur margt til; persónuleikinn sjálfur, frumkrafturinn, metnaðurinn og við- horfið til þess að framkvæma. ffann var dæmigerður athafnamaður - þótt hann væri líka annað og meira; menn- ingatjöfur. I viðskiptum sá hann til þess að verðmæti væru sköpuð en til viðbótar hlúði hann að listinni. Hjá honum fóru viðskipti og menning saman. Metnaður hans var að auka gæði þessa þjóðfélags, lyfta því upp úr meðalmennskunni. Hann var írábær maður, ógleymanlegur einstaklingur. Sem betur fer er mikið af góðum og það, að ætla að kúpla sig algerlega frá stjórnmálum, að fara úr landi og horfa á þetta úr hæfilegri íjarlægð. Þess vegna sóttist ég eftir þessu starfi.” - En er eiginkonan, Bryndís Schram, tilbúin til að yfirgefa Vestur- götuna og hverfa til Vesturheims? „Hún hefur löngum sagt að hún vildi síst af öllu vera bundin af eignum sínum heldur væri hún tilbúin til að lifa í ferðatösku ef því væri að skipta. Ég er miklu íhaldssamari á umhverfið heldur en hún - og er þó Vestfirðingur en ekki Vesturbæingur.” - Ef við víkjum að íslensku viðskiptalifi. Hvernig metur þú stöðuna og hvar liggja helstu tækifærin erlendis? I Asíu, Evr- ópu eða Bandaríkjunum? „Það er ekki verkefni stjórnmálamanna að segja athafna- skáldunum fyrir verkum. Hlutverk stjórnmálamanna er að sjá til þess að starfsumhverfi og leikreglur séu þannig að menn með frumkvæði, sköpunarkraft, þekkingu, áræði og dugnað, þrífist sem best. I raun er það visst áhyggjuefni hvað atvinnulíf- ið er ennþá einhæft varðandi útflutning. Við erum ennþá fyrst og fremst verstöð. Áhyggjuefni næstu ára í íslensku atvinnulífi er atgervisflótti ungs og efnilegs fólks. Takist að búa til öflug og tjölbreytt störf í þjónustuþjóðfélagi, á samkeppnishæfum kjörum við út- lönd, mun ungt fólk, sem heldur utan til menntunar, snúa heim og njóta sín. ísland hefur hingað til haft aðdráttar- afl ungs fólks - ekki síst vegna þess að hér hefur dafnað ótrúlega fjölbreytt og gott menningarlíf. En atgervisflótti ungs og vel menntaðs fólks er það versta sem gæti hent atvinnuvegina og þjóðina - og um það stendur eigin- lega stríðið.” hæfileikaríkum mönnum í íslensku viðskiptalífi.” - Þú ert hagfræðingur að mennt. Hverja telur þú helstu kosti góðs stjórnanda? „Stjórnendur eru af svo mörgu tagi. Sumir eru brautryðjendur - á undan sinni samtíð. Þeir ryðja braut- ina fyrir aðra. í þeim býr frumkraftur. Aðrir eru stjórnendur og lætur best að stjórna og skapa góðan starfsanda - stilla saman krafta. Eg held að það, sem einkenni góðan stjórnanda, sé einhver blanda af guðsgjöfum sem engin formúla er til fyrir - en einkennist þó af sköpunargáfu, frumkrafti, atorku, baráttuvilja, metnaði og áhuga. Ef stjórnandinn hefur, þessu til viðbótar, skarpan skiln- ing á fólki og viðfangsefninu - getu til að laða það besta fram hjá öðrum í kröftugu samstarfi - þá nálgast hann eflaust hinn full- komna stjórnanda. Þetta er kannski alveg eins í pólitíkinni. Það eru auðvitað afar fáir sem hafa allt það að bera sem til þarf; greinandi gáfur fræðimannsins, skapandi gáfur athafnamanns- ins og innblástur og hvatningu listamannsins. Þetta eru guðs- gjafir og er vart hægt að ætlast til þess að skaparinn bruðli svo með gjafir sínar að þær finnist allar í einum og sama mannin- um.” B3 HLÆJUM ROSALEGA Uffe Elleman Jensen er ákaflega skemmti- legur maöur, hann er eins og Danir gerast bestir. Hann er óformlegur, hnyttinn og upp- átektarsamur. En hann er pólitískt villidýr! Ófyrirleitinn og ósvífinn pólitíkus. Við tól- um mikið saman og hittumst öðru hverju - og hlæjum rosalega! 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.