Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1997, Blaðsíða 53

Frjáls verslun - 01.10.1997, Blaðsíða 53
 M JEDMVMn iv/cmvi i nii/ á tvö systk Jón Atla f. ini, Guðrúnu Líneik f. 1977 og 1984. Guðjón býr enn í for- eldrahúsum í Skipasundi en hann hefúr reyndar einnig aðsetur við 572 Wild- wood Way í Los Angeles. Það má segja að Guðjón Már sé inn- fæddur Reykvíkingur en ef betur er að gáð liggja þræðir úr ættum hans víða út um land. Föðurættin kemur frá Stokks- eyri, af Reykjanesi og norðan úr Húna- þingi frá Ospaksstöðum og Síðu. Móð- urættin rekur sig hinsvegar vestur á Rauðasand, austur í Eiðahrepp á Héraði og austur í Meðalland. ÆSKUÁRIN Guðjón ólst upp í Skipasundinu þar sem foreldrar hans búa í stóru húsi á þremur hæðum og stór vinahópur Guð- jóns setti snemma svip sinn á heimilislíf- ið. Stundum minnti það meira á Þrótt- heima en eitthvað annað því Guðjón var snemma vinmargur og átti þá, eins og nú, auðvelt með að umgangast fólk. Fremstir í flokki vinanna, sem Guðjón eignaðist í sex ára bekk í Vogunum og hefur haldið tryggð við, eru Óttar Páls- son og Einar og Grétar Hannessynir. Róbert Viðar Bjarnason var helsti vinur Guðjóns og félagi í tölvugrúskinu en aðrir í hópnum voru t.d. Páll Þórólfsson og Dagur Sigurðsson. Faðir Guðjóns, Guðjón Hafsteinn Bernharðsson, hefur frá 1981 rekið fyr- irtækið Tölvubankann sem framleiðir hugbúnað. Guðjón eldri varð því syni sínum afar skýr fyrirmynd og studdi hann og hvatti með ráðum og dáð. Hann þvertekur fyrir það að hafa kennt syni sínum forritun, hann sé þvert á móti al- gerlega sjálfmenntaður. Guðjón yngri sýndi tölvum strax á unga aldri mikinn áhuga og fyrstu tölvuna eignaðist hann 10 ára gamall. Það var Sinclair tölva sem margir muna eflaust eftir en meðan aðr- ir pottormar sátu og spreyttu sig í leikj- um sat Guðjón og grúskaði í forritun og kenndi sjálfum sér að skrifa einföld for- rit. KOM, SÁ 0G SIGRAÐIMEÐ SÍMASKRÁNNI Um svipað leyti var mikil sýning í Laugardalshöll og þar voru ungir forrit- arar hvattir til dáða með samkeppni og tölvu lofað í verðlaun. Guðjón bjó til símaskrárforrit með fullkomnari upp- flettimöguleikum en áður höfðu sést og Guðjón er skipulagður í vinnubrögðum. Hann fær um 80 skeyti í tölvupóstí daglega og svarar þeim yfirleitt öllum. FV-myndir: Geir Ólafsson. valmyndum sem þá voru algert nýmæli. Ekki var að sökum að spyija að kappinn kom, sá og sigraði og tók við verðlaun- unum, glæsilegri BBC tölvu úr hendi Davíðs Oddssonar, þáverandi borgar- stjóra, við hátíðlega athöfn í Gerðu- bergi. Frammistaða Guðjóns þótti ekki síst athyglisverð því aðeins voru gefnar 45 mínútur til að leysa verkefnið. Þegar Guðjón var 11 ára hannaði hann sinn fyrsta hugbúnað sem varð að söluvöru. Það var forrit sem auðveldaði vídeóleigum að halda utan um útleigu á spólum. Það var mjög fullkomið með ÆVISAGA OZ 1991 OZ sf. stofnaö til að gera auglýsingar. 1991 OZ hf. verður til, fær styrk frá IBM og fjárfestir milljónir í tölvubúnaði til að búa til þrívíddarmyndir. 1992 OZ hefur samstarf við Mental Images í Þýskalandi. 1994 OZ gerir samning um forritun fyrir Softimage 3D kerfið frá Microsoft. 1994 OZ ákveður að hætta allri þjónustu nema fyrir Microsoft og einbeita sér að eigin þróunarvinnu. 1995 OZ gerir nýjan samning við Microsoft um 3D forritun. 1995 OZ fær styrk frá Media Fund til gerðar tölvuleiks. 1995 OZ tekur þátt í tölvusýningu í Tokýo og í framhaldinu leggja japanskir fjár- festar 100 milljónir í fyrirtækið. 1995 0Z Interactive stofnað í Kaiiforníu. 1995 OZ selur tævanska fyrirtækinu Dynalab 5% hlut fyrir 32 milljónir. 1996 Japanska samsteypan Nippon lnvestment& Finance leggur fé í Oz. 1996 0Z gerir innrás á Ameríkumarkað með þátttöku í sýningunni Internet World '96. 1997 0Z gerir samstarfssamning við Ericson og undirbýr stofnun dótturfyrirtæk- is í Japan. 1997 OZ gerir samstarfssamning við Atlantic Records sem er dótturfyrirtæki Time-Warner samsteypunnar. 1997 0Z valið til þess að fylgja forseta íslands í opinberar heimsóknir og kynna íslenskan tölvubúnað erlendis. 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.