Frjáls verslun - 01.11.2000, Qupperneq 6
RITSTJÓRNARGREIN
í gíslingu samkeppnisráðs?
I ljósi þess að samkeppnisráð hefur haft sig
fremur lítíð í frammi við samruna fyrirtækja á
undanförnum árum voru fiestír komnir á þá
skoðun að hægt væri að sameina velflest fyrir-
tæki hérlendis án þess að ráðið færi að fetta fing-
ur út í það. Þess vegna brá flestum í brún þegar
það fór gegn sjálfri ríkisstjórninni á dögunum
og brá fyrir hana fæti við sameiningu Lands-
banka og Búnaðarbanka. Ráðið rökstuddi mál
sitt með því að sameinaður banki yrði m.a. of
ráðandi á markaði innlána með 53% hlutdeild og
að Islandsbanki-FBA og um 30 sparisjóðir í land-
inu ættu í vök að veijast gegn þeirri ógnun.
Samkeppnisráð lét ekki þar við sitja heldur ógilti sama dag kaup
Prentsmiðjunnar Odda hf. á 93% hlut í Steindórsprentí-Guten-
berg með þeim rökum að í kaupunum fælist yfirtaka og að Oddi
yrði fyrir vikið of ráðandi á prentmarkaðinum. Eftír niðurstöðuna
í Gutenbergmálinu velta ýmsir þvi fyrir sér hvort samkeppnisráð
sjái sig núna ekki knúið tíl að ganga skrefinu lengra og skylda
ríkið tíl að selja annan hvorn bankann tafarlaust Enda sé ríkið -
sem eigandi þeirra beggja - of ráðandi hluthafi á banka- og íjár-
málamarkaði, líkt og talið var að Oddi hefði orðið með Guten-
bergkaupum. Verður ekki jú jafnt yfir alla að ganga? Auðvitað
hefði sú hugsun einhvern tíma þótt fráleit að ríkið yrði að selja
ríkisbankana af þessum ástæðum. Fyrir aðeins tíu árum var ríkið
með á milli 80 tíl 90% hlutdeild á fjármálamarkaðinum og sumir
sáu það sem ljósið í myrkrinu.
Mega sumir en aðrir ekki? Vangaveltur um að jafnt eigi yfir
ríkið og einkafyrirtæki að ganga eru samt ekki stóra málið í
þessu öllu saman heldur hitt að niðurstaða samkeppnisráðs skil-
ur viðskiptalffið eftír í nokkru uppnámi. Hvað má og hvað má
ekki? Mega sumir en aðrir ekki? Sumir ganga svo langt að segja
að eigendur lítílla fyrirtækja séu í gíslingu samkeppnisráðs.
Vitað er að mörg fyrirtæki hyggjast efla rekstur sinn á næstunni
með því að kaupa önnur fyrirtæki. Það bætír helur ekki úr skák
að áhugi fjárfesta á litlum og meðalstórum fyrirtækjum á Verð-
bréfaþingi hefur dvínað sem gerir þörf þeirra
fyrir stækkun enn meiri. Auk þess sem stórir
fjárfestar eins og lifeyrissjóðir fara í auknum til
útlanda með fé sitt. Auðvitað þarf ekki að fara
mörgum orðum um að aukin samþjöppun fyrir-
tækja dregur úr vali neytenda og hækkar verð.
Það vita allir. Vandi íslenskra fyrirtækja er hins
vegar sá að smæð þeirra er að þvælast fyrir
mönnum. Vegna fámennis og smæðar markað-
arins er kannski ekki rými á sumum þeirra fyrir
nema tvö til þijú sterk fyrirtæki svo allir fái eitt-
hvað fyrir sitt; neytendur lágt vöruverð, launþeg-
ar há laun og eigendur fjármagnsins - sem er al-
menningur í vaxandi mæli - einhveija ávöxtun. Þess utan búa
innlend fyrirtæki við samkeppni stórra og sterkra fyrirtækja að
utan! Þau halda fyrirtækjunum hér heima á tánum. Það er lítið
mál að senda texta á Netínu tíl útianda og láta prenta bækur eða
tímarit þar ef prentsmiðjur hér heima verðleggja sig of hátt Það
er hins vegar erfiðara fyrir einstaklinga að fara tíl útlanda tíl að
taka lán, eða kaupa bensín, sé okur í gangi. En verða ekki allaf
einhveijir til að fylla í þær glufur með tímanum? Spurningarnar
eru margar. Hvernig er hægt að streitast á mótí þvi á fijálsum
markaði, þar sem einkaeignarrétturinn er undirstaða markaðar-
ins, að fólk kaupi og selji eignir? Gilda í þeim efnum aðrar reglur
um fyrirtæki og einstaklinga? Og hvað eru fyrirtæki þegar öllu
er á botninn hvolft annað en viðskiptavinir, starfsmenn og eig-
endur? Eru viðskiptavinir og fyrirtæki óvinir, þurfa þeir ekki
hvorir á öðrum að halda?
Tökum áhættuna Sjálfsagt hafa fámennar stofnanir og ráð svör
á reiðum höndum við öllum spurningum markaðsfræðinnar. En
hvers vegna ekki að taka áhættuna og gefa markaðsöflunum
lausan tauminn á vinnumarkaði, bankamarkaði, prentmarkaði
eða sem víðast og leyfa þessu bara að ráðast? Markaðsöflin finna
viðskiptum alltaf nýjan farveg framhjá þeim sem gera sig of
breiða á mörkuðum og stífla strauma. Látum þau um svörin á
nýrri öld. Jón G. Hauksson.
ggm rm gpm rTTT^ rrm
1/ríTt 91. ['jii
Stofiiuð 1939
Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál - 62. ár
Sjöfh
Sigurgeirsdóttir
auglýsingastjóri
Guðrún Helga
Sigurðardóttir
blaðamaður
Hallgrimur
Egilsson
útlitsteiknari
Geir
Ijósmyndari
RTTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson
AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir
BLAÐAMAÐUR: Guðrún Helga Sigurðardóttir
UÓSMYNDARI: Geir Ólafsson
UMBROT: Hallgrímur Egilsson
UTGEFANDI: Talnakönnun hf.
RTTSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA:
ÁSKRIFTARVERÐ: 3.645 kr. fyrir 6.-11. tbl. - 10% lægra áskriftarverð ef greitt er með
kreditkorti.
LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr.
DREIFING: Talnakönnun, hf., sími 5617575
l'IIAÍUVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafík hf.
LITGREININGAR; Prentmyndastoian hf. - Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir
Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 561 7575, fax: 561 8646, netfang: fv@lalnakonnun.is
ISSN 1017-3544
6