Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2000, Qupperneq 8

Frjáls verslun - 01.11.2000, Qupperneq 8
/ y r i r n á m o g s t a r f H D L L R Á Ð Sjálfsefling er símenntun Ráðgjafarfyrirtækið Hollráð býður upp á fjölbreytt námskeið þar sem blandað er saman fræðslu, þjálfun og ráðgjöf fyrir einstak- linga og starfsmenn fyrirtækja. Vinnuveitendur leita nú í aukn- um mæli eftir símenntunarmöguleikum fyrir starfsmenn sína, enda gera þeir sér æ betur grein fyrir þeim auði sem felst í hæfi- leikaríku og ánægðu starfsfólki. Fjölbreyttar þarfir og fræðslu- efni kalla á víðtæka sérfræðiþekkingu og njótum við í því sam- bandi krafta um 40 sérfræðinga á mismunandi fagsviðum en þar má nefna lækna, sálfræðinga, leikara, næringarfræðinga, presta, félagsráðgjafa, og náms- og starfsráðgjafa. Hollar veitingar hjá Hollráðum. „Viðfangsefnið er líðan fólks á vinnustöðum og þá beinum við ekki ein- vörðungu kastljósinu að stjórnendum heldur leggjum við ríka áherslu á að sinna þörfum hins almenna starfsmanns. Það að hafa verið náms- og starfsráðgjafi og starfað á stærsta vinnustað landsins, Háskóla íslands, í 18 ár hefur fært mér reynslu og haldgóðar hugmynd- ir um hvað þurfi að vera til staðar á vinnustað til að starfsfólk fái notið sín. Ráðgjöf og fræðsla á vegum Hollráða tekur ávallt mið af tengslum á milli líðan einstaklings og framlagi hans til vinnu- staðarins. Við byggjum á heildarhugsun þar sem tvinnast saman ástand sálar og líkama eða andleg og líkamleg velferð og gerum ráð fyrir því að vinnuaðstaða, verk- efnakröfur og boðskiptakerfi segi til um hvort þekking og hæfileikar starfsmanns fái notið sín honum og fyrirtækinu til handa," segir Ásta Kr. Ragnarsdóttir, framkvæmda- stjóri ráðgjafarfyrirtækisins Hollráða. Mannlegi þátturinn „Heildarhugsunin nær einnig til þeirrar stað- reyndar að einstaklingur sem fær notið sín í einkalífi sé líklegri til að skila góðu dags- verki," heldur Ásta áfram. „Á tímum hreyfan- leika á vinnumarkaði, þegar „hausaveiðar" eru stundaðar fyrir opnum tjöldum, er þetta málefni orðið mörgum fyrirtækjum hugleikið. Stjórn- endur hafa skýrt mér frá því að þeir skoði í síauknum m'æli gildi reynslu starfsmanna og þekkingu þeirra á innviðum og markmiðum fyrirtækisins. Það er tímafrekt og dýrt að þjálfa fólk til sérhæfðra og flókinna verkefna og þvf leitast fyrirtæki og stofnanir við að sinna þörfum starfsmanna á breiðari grundvelli en áður tíðkaðist." Öryj^ og heilindi Uppskriftin er einföld: Ef starfsmaður finnur að fyrirtækið er tilbúið til að taka hinn mannlega þátt með í reikninginn, hvort heldur hann tengist að- stæðum á vinnustað eða í einkalífi, skilar það sér í heilindum starfsmanns- ins gagnvart vinnuveitanda og hann ílengist frekar í starfi. En snertifletirn- ir eru fleiri: „Örar breytingar eiga sér stað í samfélaginu í dag og fyrirtæki gera auknar kröfur um heilindi starfsmanna. Starfsfólk fyrirtækja þarf að styrkja sig, mennta og endurmennta og laga sig að nýrri hugsun og tækni. Óöruggur starfsmaður ræktar ekki með sér heilindi. Hann veltir þá einatt fyrir sér og efast um heilindi vinnustaðarins gagnvart sér og oft stuðlar óöryggið að mistúlkun skilaboða í neikvæða veru. Viðgerðarþjónustan er næstum alltaf dýrari og tekur hærri tolla þegar upp er staðið. Fyrirtæki sem taka það mannlega með í reikninginn missa sem sagt síður starfsfólk sitt til annarra. Það dugar skammt að slá um sig með yfir- lýsingum um að starfsfólkið sé helsta auðlind fyrirtækjanna því skilning- ur vinnuveitenda á þessari mikilvægu staðreynd og tengslum hennar við afkomu fyrirtækja, þarf að birtast með áþreifanlegum hætti," segir Ásta. Fjölskylduvæn stefiia Samspil einkalífs og vinnustaðar er starfsfólki Hollráða hugleikið. „Það er fagnaðarefni að sjá hversu mörg fyrir- tæki eru orðin meðvituð um þetta og leggja sig fram um að sýna það í verki. Þeir þættir sem geta örvað eða dreg- ið úr starfsþrótti leynast víða og heimilið, annar höfuð- vettvangur vinnandi fólks, skiptir hér miklu. Áhyggjur heima fyrir draga kraft úr fólki, hvort sem þær snúast um börnin, fjárhaginn, heilsuna eða önnur mál." Ásta bend- ir á að þótt vinnustaðurinn geti af augljósum ástæðum i ekki leyst allan vanda, þá séu ýmsar leiðir færar: „Hollráð buðu í fyrrasumar upp á námskeið fyrir börn, sem fyrirtæki foreldranna greiddu að öllu leyti j eða að hluta til, á sömu forsendum og um starfs- mannanámskeið væri að ræða. Hugmyndin kviknaði út frá þeirri staðreynd að sumarleyfi barna og for- eldra eru mislöng sem veldur mörgum fjölskyldum áhyggjum og amstri og kemur niður á vinnuframlagi ( starfsmannsins." \ 0 Ungir Islendingar „Þessi námskeið eru hluti af heild sem við köllum ' Ungir íslendingar og snúast um velferð ungs fólks. námskeið á vormisserí: ( - Samskipti / - Líðan í starfi - Lífsstíll - minni streita - Einelti á vinnustað - Að miðla í töluðu máli - Beiting skopskyns í málflutningi - Starfslok - Sjálfsþekking - sjálfshvatning - starfsleit - Áhugagreining vegna náms og starfsvals (símenntun grunnmenntun) - Hjónaráðgjöf - Framkoma - líkamsheiting - útlit - Greiningarvinna og ráðgjöf vegna starfsanda/samskipta á vinnustað - Skemmtisköpun - Nýsköpun/módelsm.ð (LEGO) fyrir alla aldurshópa. - Námskeið fyrir skólafólk (Prófkvíði, námstækni) - Ungir íslendingar (ýmis bamanámskeið) í tengslum við f jölskylduvæna stefnu fyrirtækja 8 AUGLYSIMfiAKrHNIN6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.