Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2000, Page 20

Frjáls verslun - 01.11.2000, Page 20
OLGEIR KRISTJÓNSSON MflÐUR ARSINS þó fengið að heyra að ég fyllist auðveldlega ákafa og tilfinninga- þunga þegar mál eru mér mikilvæg og brýn, að ég hljómi þá eins og prédikari. Eflaust er dálítil hugsjón í mér. En stjórnun er heldur ekki mekanísk, hún snýst um fólk, fólk með hug- myndir. Stjórnendur eru aldrei einir. Stundum verður að skír- skota meira til tilfinninga en röksemda á vinnufundum til að ná upp stemmningu og virkja alla. Hlutverk stjórnenda er að fá starfsmenn til að sjá ljósið með sér.“ an hafi maður val. Ég held hins vegar að stjórnendur hafi það val fremur sjaldan. Ég hef raunar alltaf átt erfitt með að dæma fólk í ráðningarviðtölum. Fyrstu áhrifin ráða auðvitað mestu en það getur brugðið til beggja vona, margir vaxa Ld. við frekari kynni. Þegar mér hefur tekist best upp í vali á stjórnendum er það yfir- leitt fólk sem ég hef þekkt og unnið með, innanhúsfólk. Kannski sýnir þetta einhveija eðlislæga varkárni hjá mér og að ég vilji hafa vaðið fyrir neðan mig.“ Núna er mikið rætt um árangurstengd laun stjórnenda og verið er að taka þau upp í vaxandi mæli. Hvert er viðhorf þitt Ertu mjög sýnilegur stjómandi? Gengur þú Ld. um og heilsar upp á starfsmenn? „Það geri ég ekki skipulega eða eftir einhverri áætlun. Fyrirtækið er orðið allt of stórt til þess en auk þess er það einhvern veginn ekki rninn stíll. Ég vil frekar að áhrif mín séu óbein en bein. Ég held að ég stjórni best með því að treysta fólki og reyna að þvæl- ast ekki fyrir því. Ég vona að ég sé sýnilegur í gegnum stefnu fyr- irtækisins og markmið en ósýnilegur við lausn daglegra verkefria. Ég er hér alltaf og ég ræði auðvitað við fólk á göngunum og í mat- salnum, en þá helst ekki um vinnuna heldur frekar sem maður við mann. Hér hafa allir starfsmenn greiðan aðgang að ntér og geta leitað til mín hvenær sem er. Þá kalla ég starfsmenn saman einu sinni á ári og funda með þeim útí í bæ þar sem ég segi frá því hvað sé að gerast og hvers vegna það hafi gerst“ Eftir hvaða eiginleikum sækist þú helst í fari stjómenda þinna? „Ég sækist fyrst og fremst eftír góðum manneskjum sem eiga gott með að umgangast annað fólk, fólki sem er heiðarlegt og duglegt Menntun er mikilvæg en ég leita ekki síður eftír því hvort fólk hafi breiða menntun, sé upplýst, og getí sýnt ffarn á að það sé með opið hugarfar. Víðsýni er meira virði en löng og þröng menntun. Það er mjög hættulegt ef menn eru með fyrir- fram ákveðin trúarbrögð í tæknilegum efnum. Þetta er óskastað- Ertu meiri sóknarmaður í þér en varnarmaður? ,Ætli sóknarleikurinn sé ekki meira fyrir mig. Ég tefldi dálítíð mér til gamans á árum áður og var þá æði kappsfullur sóknar- skákmaður sem fórnaði í bak og fyrir, en yfirleitt gengu flétturn- ar ekki upp. Ég hef mjög gaman af skák og ennþá stend ég mig að þvi að lesa um skák í blöðum og skoða stöðumyndir. En í stjórnun er ég ekki með stórar leikfléttur þó að hugsanlega megi líkja vel útfærðri stefnumörkun við leikfléttu á skákborði. í þeirri fléttu hefúr maður að vísu þann möguleika að taka upp leiki. Það er hægt að laga fléttuna í viðskiptalifinu meðan á henni stendur, breyta leikjaröðinni svolitíð þannig að hún gangi upp. Það gat maður ekki i skákinni.“ Gætir þú hugsað þér að vera í öðru starfi? „Það held ég ekki. Að vísu leynist í mér svolítíl rómantísk æð. Ég á mjög auðvelt með að sökkva mér niður í skáldskap og grúsk af ýmsu tagi, ég hef gaman af bókmenntum, sagnfiræði og að láta hugann reika um hin heimspekilegu svið. En ég held að ég þurfi á „aksjóninni“ í viðskiptalífinu að halda, ég er of mikill spennufík- ill í mér.“ Hvernig endiunýjar þú orkuna eftir eril og amstur dagsins? „Yfirleitt slaka ég best á við að líta í góða bók og hlusta á klassíska tónlist, þótt þetta hljómi að vísu eins og staðlað svar í fegurðarsamkeppni. Áður skokkaði ég talsvert, en þegar ég fann að hlaupin voru orðin að knýjandi þörf og tímafrek ffarn úr hófi þá hætti ég þeim. Það á betur við mig að fara í stuttar gönguferðir. Við hjónin erum líka svo heppin að eiga sumarbústað og sækjum mikið í hann um helgar. Þar erum við í góðu yfirlæti, göngum um og skoðum fuglana. Þar slökum við vel á.“ Hvað finnst þér um þá kenningu að stjórnendur þurfi að a.m.k. þriggja vikna samfellt frí til að geta náð sér niður og slakað á? „Það er sjálfsagt mjög einstaklingsbundið. Ég hef ekki tek- ið samfellt tveggja vikna frí til margra ára og sakna þess ekki. Mér finnst ég ekki þurfa að kúpla mig í burtu frá vinnunni í langan tíma - hún er ekki svo vond - ella hefði ég þann háttinn á. Sem betur fer er ég mjög fljótur að ná mér niður, þarf ekki nema einn dag uppi í bústað tíl þess.“ UM ÁRANGURSTENGD LAUN. Olgeir, ásamt þremur af stjórnarmönnum EJS, þeim Erni Andréssyni, fyrrverandi sölustjóra, Helga Þór Guðmundssyni, stjórnarformanni EJS, og Bjarna B. Asgeirssyni. Helgi Þór er með lengsta starfsaldur allra inn- an EJS, hefur starfað hjá fyrirtœkinu frá árinu 1960, eða í fjörutíu ár. til þeirra? „Við höfúm ekki tileinkað okkur bónusa hér í þessu fyrir- tæki heldur frekar reynt að greiða mannsæmandi laun og höfða til áhuga fólks á að ná árangri í starfi. Kannski erum 20

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.