Frjáls verslun - 01.11.2000, Blaðsíða 28
OLGEIR KRISTJÓNSSON IVIflÐUR flRSINS
verður af viðskiptum fyrr en komin eru á góð kynni og traust
ríkir milli lykilstjórnenda kaupanda og seljanda.“
Þið leggið núna megináherslu á Bretlandsmarkað en sl. fiögur ár
virtust þið vera að hasla ykkur völl í Hong Kong. Hvers vegna
þessi kúvending?
„I Hong Kong nota um 350 verslanir í keðjunni 7Eleven MMDS
vörustjórnunarkerfið frá okkur og þessum verslunum þjónum
við ennþá með svonefndri bakþjónustu. Við erum með mjög góð
samstarfsfyrirtæki þar. Það er því of mikið sagt að við höfum sagt
skilið við Hong Kong, þar eru enn tækifæri fyrir okkur. Hins veg-
ar var okkur ljóst að ef við ætluðum að ná meiri árangri í Asíu yrð-
um við að stofiia þar sérstakt fyrirtæki. Okkar niðurstaða var sú
að ef við ætluðum að stofna fyrirtæki erlendis væri einfaldara að
vera nær. Þess vegna tókum þá ákvörðun að reyna fyrir okkur á
Bretlandsmarkaði, hann er stutt frá okkur, kúltúrinn þar er likari
okkar, tungumálið er ekki þröskuldur og síðast en ekki síst er
markaðurinn stór. Bredand er væntanlega annar stærsti markað-
urinn í heimi á eftir Bandaríkjunum fyrir vörustjórnunarkcrfi."
Þið gerðuð afar athyglisverðan samning í nóvember sl. við ykkar
fyrsta viðskiptvin í Englandi, breska stórfyrirtældð WH Smith.
„Þetta er samningur við bókaverslanakeðjuna WH Smith, eða
öllu heldur dótturfélag hennar, sem nefnist WH Smith Travel
og sér um um verslunarrekstur í flughöfnum, lestum og
brautarstöðvum og selur þar bækur, tímarit og fleira. Vinna er
hafin við að aðlagast þeirra kröfum og tengjast þeirra gömlu
kerfum. Fyrsti fasinn af fjórum verður farinn í gang á apríl á
næsta ári. WH Smith veltir 200 milljörðum króna og Travel-
armurinn um 40 milljörðum. Ég vil árétta að þetta samstarf við
WH Smith er enn á byrjunarreit - en vonandi verður það okk-
ur farsælt. WH Smith Travel rekur yfir 200 verslanir."
Hvernig útfærðuð þið markaðssókn ykkar inn á Bretlands-
markað?
„Það var um tvennt að velja fyrir okkur við að komast inn á Bret-
landsmarkað. Annars vegar að kaupa hugbúnaðarfyrirtæki sem
væri í fullum rekstri og allir þekkja. Það er frekar dýrt dæmi.
Eða þá að mynda viðskiptasambönd við fyrirtæki sem eru í svip-
uðum viðskiptum og við hér. Við fórum þá leiðina núna. Þetta
fyrirtæki heitirTorex og er með 1.500 starfsmenn og sinnir hug-
búnaðarþjónustu fyrir t.d. verslanakeðjur. Markaðsverðmæti
þess er um 20 milljarðar. Við höfum efnt til samvinnu með þeim
og það var í gegnum þá og þeirra sambönd sem við náðum
samningum við WH Smith. Við kynntumst fyrirtækinu Torex
fyrir fjórum árum og síðan hefur það vaxið hratt. Ekki varð úr
samstarfi þá en við tókum upp þráðinn aftur.“
Þið eruð inni í 200 verslunum i þriðju stærstu stórmarkaðskeðju
Astraliu, Franklin’s, og nýlega gerðuð þið samning um tilrauna-
verkefrii fyrir 100 lyfytverslanir í Ástralíu.
„Þetta er tílraunaverkefni sem við vinnum í samstarfi við til-
tölulega lítið fyrirtæki í Ástralíu sem við kynntumst úti í Singa-
pore. Við eigum sameiginlegan viðskiptavin þar, ástralska fyr-
irtækið var með kassakerfið en við vorum með okkar miðlæga
búnað. Tengslin við heilsugeirann eru þau að þetta ástralska
fyrirtæki er í eigu annars alþjóðlegs fyrirtækis sem er mjög
stórt og lifir á því að selja heilsugeiranum upplýsingar. Þetta til-
raunaverkefni er nokkuð ofarlega á lista hjá okkur. Ef vel tekst
til gætu yfir eitt þúsund lyljabúðir í Ástralíu tengst búnaði okk-
ar. En fyrst í stað verða þær um eitt hundrað. Það athyglisverða
við þetta verkefni er að hugbúnaðurinn keyrir héðan frá íslandi
í lytjaverslunum í Ástralíu, hinum megin á hnettinum, í gegn-
um Vefinn. Þetta sýnir vel hvernig tæknin brúar fjarlægðir."
UM FRAMTÍÐ ÍSLENSKS ATVINNUUFS...
Hvernig metur þú framtíð íslensks atvinnulífs?
„Ég er bjartsýnn að eðlisfari og fullur góðra væntinga. En mér
finnst að staldra þurfi við og spyija um stefnumörkunina fyrir
Island hf. Hvernig ætíum við að vinna fyrir okkur? Ætlum við
að gera það með því að selja ódýra raforku til stóriðju, lifum við
á fiski til eilífðarnóns? Hvar liggja möguleikar okkar? Við eig-
um frekar lítið af hefðbundnum náttúruauðlindum og það er
ekki í tísku lengur að gefa land undir stóriðju. Aðrar þjóðir
munu gæta þess að við gerum það ekki. Það sem við höfum
jafnt á við aðra er þekking og hugvit - og á þeim sviðum þar
sem þekkingin er alþjóðlegust, til dæmis í upplýsingatækni. En
ekkert gerist af sjálfu sér. Við þurfúm að marka stefnuna fyrir
þjóðfélagið í heild sinni líkt og fyrirtæki móta stefnu sína. Ef
þjóðin telur að möguleikar hennar felist í þekkingu og hugviti
verður hún strax að hefjast handa við að leggja grunninn, setja
aukið fé í menntun ella getur það orðið of seint síðar þegar aðr-
ir hafa náð samkeppnisyfirburðum.“B!j
Burnham International er ungt og framsækið Burnham starfar í náinni samvinnu við erlend vlrobréfafvrirtæki
Burnham International er ungt og framsækið
íslenskt verðbréfafyrirtæki sem sér einstaklingum,
fyrirtækjum og stofnanafjárfestum fyrir faglegri
fjármálaþjónustu.
Það hefur á skömmum tíma skapað
sér sérstöðu í fjármálaheiminum.
Burnham starfar í náinni samvinnu við erlend vi
til að tryggja greiðan aðgang að arðbærum
fjárfestingartækifærum á öllum mörkuðum.
En starfið sem skiptir mestu máli er á ístandi.
Arðbært samstarf við trausta íslenska viöskiptavini.
Burnham International þakkar árangursrík
viðskipti á árinu sem er að líða.
‘e9
BURNHAM
BURNHAM INTERNATIONAL Á ÍSLANDI HF. VEGMÚLI 2, 108 REYKJAVÍK SÍMII 510 1600, FAX: 510 1610. NETFANG: BURNHAM@BURNHAM.IS, VEFFANG:
NTERNATIONAL
WWW.BURNHAM.IS
28