Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2000, Side 36

Frjáls verslun - 01.11.2000, Side 36
NÆRMYND Hann tekur við á Eskifirði Hraðfrystihús Eskifjarðar, HE, er stórfyrirtæki á austfirska vísu, stærsta íyrirtækið í sínu byggð- arlagi og stórveldi á sviði sjávarút- vegs á Islandi. Velta fyrirtækisins er um þrír milljarðar á ári en reksturinn hefur gengið erfiðlega að undan- förnu, m.a. vegna hækkandi olíu- verðs og gengisbreytinga. Tap félags- ins fyrstu níu mánuði ársins nam um 215 milljónum króna. Hraðfrystihús Eskiijarðar gerir út sex fiskiskip, rek- ur mjöl- og lýsisvinnslu, rækjuvinnslu og frystihús. Um 250 manns störfuðu hjá fyrirtækinu í fyrra en íbúar á Eskifirði eru um 1.000 talsins. Það er því enginn barna- leikur að stýra jafn stóru fyrirtæki og rótgrónu í byggðarlagi þar sem fyrirtækjum og fólki fer stöðugt fækkandi, enda hefur fyrirtækið smám saman fengið ákveðna ábyrgð gagnvart íbú- um á staðnum. Virðingarverð ákvörðun Elfar Aðal- steinsson er kröftugur ungur maður, „heimsmaður" að margra mati, sem hefur byggt upp og rekið útflutnings- fyrirtækið Fiskimið í Reykjavík. Elfar hefur ekki verið áberandi í athafnalífi, ekki fyrr en á síðasta ári að nokkrir fjárfestar tóku sig til og fjárfestu í breska knattspyrnuliðinu Stoke undir forystu Guðjóns Þórðarsonar, fv. landsliðsþjálfara og núverandi knatt- spyrnustjóra Stoke, með aðstoð Kaup- þings. Elfar var í þessum hópi. Hann hefur nú sagt sig úr stjórn Stoke City FC, ráðið Jens Garðar Helgason sem framkvæmdastjóra Fiskimiða og hyggst draga sig út úr daglegum rekstri fyrirtækisins. Forstjórastarfið á Eskifirði bíður. Stjórn Hraðffystihúss Iiskifjarðar hf. bauð Elfari starfið. Hann tók sér umhugsunarfrest og svo ákváðu þau hjón, hann og Anna Elfar Aðalsteinsson, sonurAlla ríka á Eskifirði, tekur við forstjórastarfinu i Hraðfrystihúsi Eskifjarðar nú um ára- mótin, tæplega prítugur að aldri. Hann hefur stýrt fyrirtækinu Fiskimiðum undanfarin ár með góðum árangri. Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur _ : Nafn: Elfar Aðalsteinsson. Fæðingardagur: 1. júní 1971. Foreldrar: Björk Aðalsteinsdóttir og Rúnar Marvinsson, mat- reiðslumaður. Elfar er alinn upp og ættleiddur af afa sínum og ömmu, Aðalsteini Jónssyni og Guðlaugu Stefánsdóttur, og hann lítur á þau sem foreldra sína. Menntun: Stúdentspróf frá Verzlunarskóla íslands. Maki: Anna María Pitt sagnfræðinemi. Börn: Alexander Sær og Hrafnkell Uggi. Slarf: Tekur við forstjórastarfi hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar 1. janúar 2001. Áhugamál: Eldamennska, veiðar, knattspyrna, golf og ferðalög.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.