Frjáls verslun - 01.11.2000, Qupperneq 37
María Pitt, að láta slag standa. Þau flytja austur
með fjölskylduna efdr áramótín. „Virðingarvert,"
segja margir um þessa ákvörðun þeirra hjóna.
í Sjöunda himni Það hefur eðlilega sína kosti
og galla að flytja austur. Fyrir Elfar er örugglega
um spennandi verkefni að ræða, enda hefur
lengi legið í loftinu að faðir hans og afi, sem orð-
inn er 78 ára gamall, væri að setjast í helgan
stein. Fjölskylda Elfars, Aðalsteinn, Guðlaug og
aðrir ættíngjar, eru auðvitað í sjöunda himni yfir
því að fá þau austur. Fyrir fjölskylduna er það ný
og spennandi lífsreynsla að búa úti á landi og
gott að fá tækifæri til að kynnast íjölskyldu
Elfars betur. Elfar og Anna María munu halda
heimili á Eskifirði og flytja þangað en ætla ekki
að selja húsið sitt í Reykjavik.
A Eskifirði eru blendnar tilfinningar meðal
bæjarbúa en almennur velvilji ríkir í garð Elfars
og fjölskyldu hans í bænum. Margir telja
ánægjulegt að stóríjölskyldunni takist að halda
yfirstjórn fyrirtækisins innan fjölskyldunnar.
Uppruní Elfar Aðalsteinsson er fæddur 1. júní
1971. Hann ólst upp á Eskifirði en flutti 16 ára
gamall til Reykjavíkur og settist á bekk í Verzl-
unarskóla íslands. Hann hefur ekki búið á Eski-
firði eftír að hann fór að heiman, kom þangað að
vísu til að byija með á sumrin en síðustu árin
hefur hann einungis komið í heimsóknir og á
stjórnarfundi í HE.
Aðalsteinn Jónsson og Guðlaug Stefánsdóttir ólu Elfar upp og ættleiddu hann. Nú tek-
ur Elfar við Hraðfrystihúsi Eskifjarðar af uppeldisfoður stnum og afa, aðeins 29 ára
gamall. Mynd: Geir Ólafsson
Foreldrar Móðir hans er Björk Aðalsteinsdótt-
ir, fædd 26. maí 1952, gift Þorsteini Kristjáns-
syni, skipstjóra á Hólmaborginni, sem gerð er út
frá Eskifirði. Faðir hans er Rúnar Marvinsson,
eigandi veitíngastaðarins Við Tjörnina. Foreldr-
ar Bjarkar, Alli ríki, Aðalsteinn Jónsson á Eski-
firði, og Guðlaug Stefánsdóttir, ólu Elfar upp og lítur Elfar á þau
sem foreldra sína en þau voru um fimmtugt þegar þau tóku við
honum. Hann var ættleiddur 14-15 ára gamall. Ættleiðing var
eðlileg þróun uppeldisins. Hann hefur þó alltaf haft mjög gott
samband við móður sína og fjölskyldu hennar fyrir austan og
sambandið við föðurfólkið hans hefur aukist verulega eftir að
hann settist að í Reykjavík.
Systkini Systkinahópurinn er stór. Elfar er 15 árum yngri en
yngsta barn Aðalsteins og Guðlaugar en lítur samt á börnin
þeirra þijú sem systkini sín. Fyrir utan Björk eru það Kristinn,
umboðsmaður Skeljungs á Austurlandi, og Eiríka Elfa, sem
lést árið 1999. Elfar lítur jafnframt á börn Bjarkar og Þorsteins
sem systkini sín en þau eru þijú, tveir bræður og ein systir. Þau
eru Daði Þorsteinsson fasteignasali, Erna Þorsteinsdóttir nemi
og Aðalsteinn Jónsson Þorsteinsson nemi. í föðurætt á Elfar
tvo bræður og tvær systur, Sumarliða, Gunnar Pál og Jennýju
Rúnarsbörn og Kristínu Þorgeirsdóttur.
Fjölskylda Elfar er kvæntur Önnu Maríu Pitt, sem er fædd
20. desember 1972, dóttir Davíðs Pitt, stórkaupmanns, og
Svölu Lárusdóttur. Anna María og Elfar eiga soninn Hralhkel
Ugga, tæpra tveggja ára. Fyrir átti Elfar Alexander Sæ, sem er
tæplega fimm ára. Anna María bjó í Frakklandi í fimm ár og
stundaði nám í hótel- og veitingarekstri.
Elfar og Anna María höfðu vitað hvort af öðru í mörg ár
þegar þau tóku saman árið 1997. Þau giftu sig sumarið 1998.
Menntun Var eitt ár skiptinemi í Bandaríkjunum og lauk
stúdentsprófi ffá Hagfræðideild Verzlunarskóla íslands.
Persóna Gott barn, einlægur í sér, hæfileikaríkur, bráð-
greindur og fljótur að læra og tileinka sér efni en nennti ekki
að liggja of mikið yfir bókunum. Enginn prakkari en heldur
enginn engill í æsku. Verndaður og að sumu leyti „ofdekraður“
sem yngsta barnið hjá Aðalsteini og Guðlaugu en er sagður
hafa þolað það. I dag er Elfari lýst sem opnum manni, sjálfstæð-
um og bjartsýnuin ævintýramanni sem gangi vel í þvi sem
hann tekur sér fyrir hendur. Heimsborgari. Hreinn og beinn
og fylginn sér. Hann er sagður tilbúinn til að skoða nýja mögu-
leika og ný tækiíæri. Félagslyndur, öfgalaus og slær ekki um
sig en er óþolinmóður og jafhvel hvatvís, ofskipulagður og þver
eftir að ákvörðun er tekin. Hann er góður og umhyggjusamur
faðir sem sinnir strákunum sínum vel. Nær góðu sambandi við
37