Frjáls verslun - 01.11.2000, Qupperneq 40
MARKAÐSMÁL NflFNSPJÖLD
Gangandi
auglýsing!
Skrautlegt og skemmtilegt eða
einfalt og virðulegt? Hvernig
kemur fyrirtækið fram gagnvart
viðskiptavinum og hvaða mynd vill
það gefa af sér? Nafnspjöld starfs-
manna skipta miklu máli þegar ímynd
fyrírtækisins er annars vegar. Ef nafn-
spjaldið er ljótt og ósmekklegt og án
þess að vera í nokkru samræmi við
ímynd fyrirtækisins þá er kannski
betur heima setið en af stað farið þvi
að þannig nafnspjald dregur ímynd-
ina niður að sögn Stefáns Einarsson-
ar, hönnunarstjóra hjá Hvíta húsinu,
sem hefur komið að hönnun ótal nafnspjalda í tím-
ans rás. Það skiptir miklu máli að hafa nafnspjald
sem endurspeglar ímynd fyrirtækisins.
Nafnspjöld eru mikilvæg. Með peim
er hægt ab byggja upp viðskiptatengsl
og viðhalda peim. En útlit nafnspjald-
anna skiptir máli. A sama hátt og fal-
legt nafnspjald vekur athygli getur
ósmekklegt og illa hannað nafnspjald
unnið gegn ímynd fyrirtækisins.
Effir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Mvndir: Geir Ólafsson
starfsmann," segir Stefán.
IVIeð bunka í veskinu „Nafiispjöld eru per
sónulegi hlutinn af ímynd fyrirtækisins og
þau mynda persónuleg tengsl starfsmanna
við viðskiptavini. Nafiispjöld virka sem
nokkurs konar gangandi auglýsing fyrir
fyrírtækið því að flestir ganga um með
heilu bunkana í veskinu og grípa til þeirra
þegar þörf krefur. Nafiispjöldin eru mikið
notuð, sérstaklega í ákveðnum geirum.
Þau eru mikið notuð í viðskiptalífinu, hjá
auglýsingafólki, kvikmyndagerðarmönnum
og fjölmiðlamönnum, sömuleiðis af tannlækn-
um og læknum sem nota þau til að skrá niður
tíma viðskiptavina. Iðnaðarmenn nota nafn-
spjöld mikið sem auglýsingu enda eru þau oft
eina auglýsingin sem þeir hafa,“ segir Stefán.
Óskráðar reglur Ýmsar óskráðar reglur gilda
um útlit og hönnun nafnspjalda og röð upplýsing-
anna er mjög ákveðin. A nafnspjöldum skal í fyrsta
lagi vera nafn og merki viðkomandi fyrirtækis og
birtast þar langstærst og mest áberandi. I öðru lagi
verður nafn viðkomandi starfsmanns og starfsheiti
hans að birtast og í þriðja lagi koma upplýsingar um
það hvernig auðveldast er að ná í starfsmanninn og
fyrirtæki hans, upplýsingar á borð við heimilisfang
og símanúmer, faxnúmer, netfang og
veffang. Persónulegt GSM símanúm-
er er í mörgum tilfellum að finna á
nafnspjöldum og sumir starfsmenn
vilja hafa heimilisfangið sitt og aðrar
persónulegar upplýsingar þar einnig.
„Ef þessar upplýsingar þjóna ein-
hverjum tilgangi þá finnst mér allt í
lagi að hafa þær en yfirleitt þjóna þær
engum tilgangi. Þetta fer líka eftir því
hvort starfsmaðurinn vill láta ná í sig
heima eða ekki. Ef GSM símanúmer
er gefið þýðir það náttúrulega að það
sé nánast alltaf hægt að ná í þennan
fl að ríma saman Hvað útlit nafhspjalda varðar þá skiptir
það ekki litlu máli, þvert á móti er það algjört grundvallar-
atriði til að ná tilætluðum árangri en í langflestum til-
fellum eru nafnspjöldin stöðluð í útliti. Flest nafn-
spjöld eru svipuð að stærð enda er það auðvitað
hentugt til að þau passi í seðlaveski og plast-
umslög í nafnspjaldabókum sem margir safna í.
Nafnspjöld verða að vera falleg og vekja athygli.
Pappírinn skiptir máli því að með honum er hægt
að gefa ýmislegt til kynna um fyrirtækið, t.d. má
túlka snjóhvítan, fallegan pappír sem hreinleika og
heiðarleika hjá fyrirtækinu og upphleyptur gulleitur
pappír getur þýtt virðuleika, traust og hefð. Leturval-
ið hefur einnig heilmikið að segja, sömuleiðis lógó,
form og litir.
,AHt þetta ætti að ríma saman og tengjast ímynd
fyrirtækisins þannig að úr verði spennandi heild.
Það hjálpar vissulega ef lögun nafnspjaldsins sker
sig úr. Meiri líkur eru á að forvitnilegt og vel
hannað nafnspjald hafi betri áhrif en það sem er
klaufalega hannað. Þau sem reyna að brjótast út
Stefán Einarsson, hönnunarstjóri hjá Hvíta hús-
inu. „Nafnspjöld eru persónulegi hlutinn afímynd
fyrirtækisins og þau mynda persónuleg tengsl
starfsmanna við viðskiptavini. Nafnspjöld virka
sem nokkurs konar gangandi auglýsing fyrir
fyrirtœkið, “ segir hann.
40