Frjáls verslun - 01.11.2000, Side 41
úr hefðbundinni uppstillingu og útliti
verða oft mjög skemmtileg en það er sjald-
an sem það gerist.
Togast á Við merkið Myndir eru vand-
meðfarnar, sérstaklega þegar um myndir
af starfsmönnum er að ræða. Stefán bend-
ir á að fagurfræðilega séð togist myndirn-
ar á við merki fyrirtækisins. „Nafii fyrir-
tækisins á fyrst og fremst að koma fram á
nafnspjaldinu. Ef það gerist á fallegan,
skemmtilegan og ffumlegan hátt þá þarf
ekkert meira. Stundum er lógóið ekki
skemmtilegt og þá má kannski reyna að
segja frá viðkomandi fyrirtæki með því að
hafa einhverja mynd, áferð eða mynstur á
nafnspjaldinu. Ef til er einhver mynd sem
er hluti af heildarímynd fyrirtækisins þá
vekur hún kannski sömu viðbrögð og ló- Margir safna nafnspjoldum í þar til gerðar möþpur. Þau geta komið sér vel síðar.
góið og hjálpar til við að vekja athygli á því
hvaða fyrirtæki er um að ræða og hvert starfssvið þess er. Að Stefán tók að sér að skoða hátt í 200 nafnspjöld frá ýmsum
hafa myndir af starfsfólki þjónar vissum tilgangi en er sjaldan fyrirtækjum, innan lands og utan, og tilnefna tíu bestu spjöldin
fallegt, gæði myndanna eru oftast það lítil," segir hann. með rökstuðningi. Afraksturinn sést hér á síðunum.
10 bestu nafnspjöldin að mati Stefáns
Natiispjam frá Oz „Falleg
hönnun, bæði varðandi letur, liti
og meðferð á myndum. Uppsetn-
ingin er frumleg, spennandi og
óhefðbundin og lýsandi fyrir fyr-
irtækið, sem er framsækið og
óhefðbundið en samt með ákveð-
inn „klassa“. Nafnspjaldið snýr
lóðrétt, ekki lárétt, og aðalatriðin
eru sterk. Liturinn er „metallic",
spjaldið er plastað og geymist þar
af leiðandi betur. Þetta nafnspjald
er í stíl við allt annað efni frá Oz.“
SIORlDUR nanna egilsdOttir
Adminnlratrv* AwsUnt
JÓN ÓLAFSSDN
Stjórnarfqrmaður
Beinn b(mi: 525 50 10
JON OLAPBSON@SICIFAN.IS
Nafnspjald frá Norðurljósum „Litirnir eru óvanalegir og gera
það að verkum að
nafnspjaldið sker
sig frá öðrum.
Hér er einnig not-
aður „metallic" lit-
ur og spjaldið er
plastað, þannig er
glæsileikanum
viðhaldið og það
endurspeglar það
sem fyrirtækið stendur fyrir. Þetta er stórt fyrirtæki með mörg
fyrirtæki undir sinni regnhlíf. I nafnspjaldinu felst ákveðin
festa og öryggi. Uppsetningin er hefðbundin en prentað er
beggja vegna spjaldsins."
Nafnspjald frá McCann í Noregi
„Sexhyrnt nafnspjald sem sker sig
greinilega úr - mjög óvenjulegt!
Iitirnir eru mjög sterkir, bleik-
ur á móti grænum sem maður
rekur strax augun i og upplýsing-
arnar eru svo á bakhliðinni. Nafn-
spjaldið þjónar tilgangi sínum því að
það sker sig frá öðrum. Auglýsinga-
stofur eiga að vera þekktar fyrir að vera
frumlegar og hugmyndaríkar. Þetta er ekki fallegasta nafn-
spjaldið en örugglega það frumlegasta og athyglisverðasta.“
Guðrún K. Guðmannsdóttir
Manager
nngötu 7 • *00 lijl|ötður
Nafnspjald frá Lífeyrissjóði Vestfirðinga „Hefðbundið en
snyrtilegt nafnspjald.
Merkið er einfalt, tært
og skemmtilegt
spjaldið sker sig strax
úr. Þó að uppsetningin
sé hefðbundin er hún
mjög snyrtileg og fal-
leg. Litla þykktin á
strikinu undir starfs-
heitinu lyftir nafnspjaldinu upp. Pappírinn er grófur, upphleypt-
ur og vistvænn sem passar vel við laufblaðið. Rauði liturinn á
vel við efnisvalið á pappírnum."
Mobilc; 89* 2'
LlFIÍYRISSJÓÐUR
VESTFIRÐINCA
Nafnspjald frá Space „Vekur mikla athygli og nær tilætluð-
um árangri, nefnilega að gefa til kynna að þetta fyrirtæki sé
spennandi og höfði til ungs fólks. Nafnið höfðar til marks-
41