Frjáls verslun - 01.11.2000, Side 44
Starfsmenn Verðbréfastofunnar, frá vinstri Björn Ólafsson, Eyjólfur Krist-
jánsson, Ágústa Símonardóttir og Sigurður Þór Sigurðsson verðbréfa-
miðlarar.
Verðbréfastofan hefur vaxið ört. Þegar starfsemin hófst árið 1996
voru starfsmennirnir aðeins þrír talsins. í dag eru þeir 13 og fram-
kvæmdastjórarnir tveir, auk Jafets er það Þorbjörn Sigurðsson. Hjá
fyrirtækinu starfa sex verðbréfamiðlarar. Hluthafar eru um 70 og á
enginn þeirra meira en 10 prósent í fyrirtækinu. Hlutafé er 110 millj-
ónir króna og eigið fé er um 260 milljónir. Verðbréfastofan er aðili að
Verðbréfaþingi íslands.
Dreift eignarhald
Verðbréfastofan er sjálfstætt fyrirtæki sem ekki tengist öðrum fjár-
málastofnunum. Fyrirtækið leggur áherslu á að veita óháða ráðgjöf og
miðlun verðbréfa og starfrækir því enga hlutabréfa- eða verðbréfa-
sjóði. Það hefur sjóði flestra íslenskra verðbréfafyrirtækja í umboðs-
sölu, bæði hlutabréfa- og skuldabréfasjóði, tekur að sér eignastýringu
á verðbréfasöfnum og veitir ráðgjöf vegna erlendra verðbréfavið-
skipta.
„Fyrirtækið rekur ekki sína eigin sjóði og er því ekki í samkeppni
við viðskiptavini sína. Dreift eignarhald tryggir óhæði okkar, við erum
ekki háðir einum stórum hluthafa, og við höfum fengið mörg verkefni
út á þetta. Menn eru viljugri en ella til að láta okkur hafa trúnaðarupp-
lýsingar vegna þess að þeir vita að við höfum ekki annarra hagsmuna
að gæta," segir Jafet.
Verðbréfastofan er flutt í stærra og betra húsnæði að Suðurlandsbraut 18 í Reykjavík:
Áhersla á sjálfstæði
og óháða ráðgjöf
Verðbréfastofan er ört vaxandi fyrirtæki sem rekur ekki eigin
hlutabréfa- og skuldabréfasjóði heldur leggur áherslu á sjálf-
stæði og óháða ráðgjöf. Verðbréfastofan er í samstarfi við
verðbréfafyrirtæki, bæði í Skandinavíu og Bandaríkjunum.
„Verðbréfamarkaðurinn hefur stækkað gífurlega mikið. Frá því við
byrjuðum fyrir fjórum árum hefur markaðurinn rúmlega þrefaldast og
viðskiptin eru gjörólík því sem þau voru þegar við lögðum af stað. Við
höfum átt því láni að fagna að vera farsæl í viðskiptum. Við höfum
boðið til kaups og sölu það sem markaður-
inn vill versla með. Oft er einblínt of mikið á
hlutabréfamarkaðinn en hér er einnig mjög
öflugur skuldabréfamarkaður," segir Jafet
Ólafsson, framkvæmdastjóri Verðbréfastof-
unnar hf.
Verðbréfastofan flutti nýlega í nýtt og
helmingi stærra húsnæði í haust og er nú til
húsa að Suðurlandsbraut 18 í Reykjavík, „í
miðju fjármálahverfinu, sem að okkar mati
markast af Ármúla og Suðurlandsbraut. Við
erum mitt á milli tveggja risa, Landsbréfa
og Kaupþings, og þar líður okkur mjög vel,"
segir Jafet.
Fjárfest í framsækni
Verðbréfastofan hefur sérhæft sig í að kaupa og selja hlutabréf á
Norðurlöndunum, sérstaklega í Svíþjóð. „Við höfum sérhæft okkur í
verðbréfaviðskiptum á Norðurlöndum og mælum með þeim markaði
fyrir fjárfesta vegna þess að efnahagslíf á Norðurlöndum er mjög
stöðugt. Aðstæður þar eru að sumu leyti likar okkar aðstæðum. Við
þekkjum mörg góð fyrirtæki á Norðurlöndum. Þjóðirnar hafa verið
framsæknar í tækni- og símageiranum,
einnig í heilsu- og lyfjageiranum. Fyrirtækin
eru framsækin á heimsvísu og þar nægir að
nefna tvö dæmi, Ericsson og Nokia. Þessi
fyrirtæki eru þekkt um allan heim og eru
bæði skráð í kauphöllum á Norðurlöndum og
í Bandaríkjunum," segir hann.
Undanfarin þrjú ár hefur Verðbréfastofan
verið í samstarfi við eitt af stærstu og virt-
ustu verðbréfafyrirtækjum Norðurlandanna,
Carnegie, sem hefur alls um 600 starfsmenn
í höfuðborgum hinna Norðurlandanna. Fyrir-
tækið rekur skrifstofu í London og New York
og banka í Lúxemborg. Carnegie rekur fjölda
HllrH'Mlilrfilli'líllllflHI
Verðbréfastofan ertil húsa að Suðurlandsbraut 18,
Reykjavík. Þar er aðgengi gott og næg bílastæði
fyrir utan húsið.
44