Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2000, Page 46

Frjáls verslun - 01.11.2000, Page 46
FERÐAÞJÓNUSTA Selur Island vestanhafs að hefiir vakið töluverða at- hygli í íslenskum ferðaiðnaði hve mjög bandarískum ferða- mönnum hefur flölgað hér á landi. Helstu ástæðurnar fyrir þessari já- kvæðu þróun er langtíma uppsveifla í bandarísku efnahagslífi, öflugt markaðsstarf Flugleiða og ekki síst þróttmikið og markvisst landkynn- ingarátak skrifstofu Ferðamálaráðs í New York, en framkvæmdastjóri hennar er Einar Gustavs- son. Gefum Einari orðið. Hvergi í heiminum meiri samkeppni „Snar þáttur í því hve vel okkur gengur hér í Bandaríkjunum," segir Einar, „er hve vel við þekkjum þennan markað. Við erum búin að fljúga hingað í hart- nær 50 ár. Hins vegar verða Islendingar að gæta að því að hvergi er samkeppnin harðari og miskunnarlausari en hér i Bandaríkjunum. Algjör forsenda fyrir því að okkur takist vel upp á þessum gríðarlega stóra markaði er að rekstur Flugleiða sé tryggur. Flugleiðir íljúga hingað 1.750 flug á ári. Mestur hluti farþeganna eru útlendingar, Bandaríkjamenn á leið til Evrópu og Evrópubúar á leið til Bandaríkjanna. Eins og ég sagði hér áðan er samkeppnin gífurleg og fer harðnandi. Það er þess vegna mikilvægt að við höldum vöku okkar og hlúum vel að þessum markaði því engir erlendir ferðamenn eyða eins miklu fé á meðan þeir dvelja á Islandi og þeir bandarísku." Ætlaði að verða útgerðarmaður Einar Gustavsson er fæddur á Siglufirði árið 1943 og ólst þar upp. Hann lauk prófi frá Verslun- arskóla Islands og fór svo til framhaldsnáms í viðskipta- og verslunarfræðum í Englandi. En hver var ástæðan fyrir því að hann gerði ferðaþjónustuna að ævistarfi sínu? „Faðir minn rak verslun, útgerð og síldarsöltun á Siglufirði. Það stóð til að eftir að ég kæmi heim frá námi færi ég að vinna með föður mínum og tæki svo við rekstri fyrirtækisins. Eg hafði hins vegar mik- inn áhuga á því að fá tækifæri til að starfa erlendis í 1-2 ár áður en ég flytti aftur heim til Sigló. Eina íslenska fyrirtækið sem þá var með einhverja starfsemi að ráði er- lendis var Loftleiðir. Atvikin höguðu því þannig að ég fékk vinnu hjá því fyr- irtæki, flutti til Bandaríkjanna árið 1966 og hef búið þar nánast óslitið síð- an, að undanskildum árunum 1988 til 1990 þegar ég starfaði sem forstöðu- maður markaðs- og söludeildar Flug- leiða á íslandi." - Þú hefur þá væntanleg'i unnið margvísleg störf hjá Flugleiðum í öll þessi ár? ,Já, það er óhætt að segja það. Þetta voru miklir umbrotatímar í bandarísku samfélagi og það var ávallt mikill kraftur í starf- seminni í Bandaríkjunum. Það kemur mér stöðugt á óvart hve margir Bandaríkjamenn hafa flogið með Flugleiðum og eru hér nú milljónir manna sem þekkja tíl félagsins. Það var mjög sam- stílltur hópur sem vann hér saman og oft var vinnudagurinn langur en þetta var jafnframt mjög góður skóli þar sem sam- keppnin var nánast heilsuspillandi. Eg starfaði bæði með Sig- urði Helgasyni eldri og Sigurði yngri, núverandi forstjóra Flug- leiða. Jú, þetta voru svo sannarlega skemmtíleg og eftirminni- leg ár en það var kominn tími tíl að breytíi tíl,“ segir Einar. Þess má geta að á árunum 1978 tíl 1988 var Einar Gustavs- son sölu- og markaðsstjóri Flugleiða í Bandaríkjunum. Eigin- kona Einars er Gríma Gísladóttír og eiga þau þrjár dætur. Fjölmiðlar í lykilhlutverki kynníngarstartsins 1990 var Einar ráðinn framkvæmdastjóri landkynningarskrifstofu Ferðamála- ráðs Islands í Bandaríkjunum og Kanada. Hvaða aðferðum hef- ur Einar beitt í starfi sínu á Bandaríkjamarkaði? „Mjög mikilvægur þáttur í starfseminni hér er að fá banda- rískt ljölmiðlafólk tíl að fara tíl Islands. Greinar í blöðum og tímaritum og útvarps- og sjónvarpsþættír eru áhrifamesta og ódýrasta kynningin sem hægt er að fá. Eg get nefnt sem dæmi að í maí síðastliðnum var morgunþátturinn vinsæli „Today Show“ á NBC stöðinni sendur frá Islandi. Um 25 milljónir manna sáu þessa útsendingu. Ef við könnum birtíngarverð- Einar Gustavsson erframkvœmdastjóri Landkynningarskrijstofu Feróamálaráds Islands í New York. Hann var á dögunum útnejndursem einn afmönnum ársins í bandariskum ferðaiónadi. Mvndir: Geir Ólafsson Morgunþátturinn vinsæli „Today Show“ á NBC stöðinni var sendur út frá íslandi síðastliðið vor. Um 25 milljónir manna sáu þessa útsendingu. Ef við könnum birtingarverðmæti þessarar einu útsendingar þá eru þau um 12 milljónir dollara, eða um 1 milljarður íslenskra króna. 46

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.