Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2000, Side 47

Frjáls verslun - 01.11.2000, Side 47
Einar Gustavsson erframkvæmdastjóri Landkynningarskrifstofu Ferðamálaráðs Islands í New York. Hann var á dögunum útnefndur sem einn afmönnum ársins í bandarískum ferðaiðnaði. mæti þessarar einu útsendingar þá eru þau um 12 milljónir doll- ara, eða um 1 milljarður íslenskra króna. En svo öflug útsend- ing á vinsælum sjónvarpsþætti hefur margfeldisáhrif þvi eftir að þátturinn var sýndur hefur áhugi annarra fjölmiðla á íslandi stóraukist." - Áhugi bandarískra fjölmiðla á Islandi er því mikill? „Eg get nefnt sem dæmi“, segir Einar, „að þegar ég árið 1990 hóf störf í Bandaríkjunum birtust að meðaltali 5 til 8 blaðagreinar ár- lega um Island í bandarískum blöðum. Nú, árið 2000, birtast hins vegar um 100 sinnum á ári greinar, sjónvarps- og útvarps- þættir í bandarískum ijölmiðlum. Það má segja að tvisvar sinn- um í viku að meðaltali sé eitthvert efni um Island í bandarískum tjölmiðlum. Arið 1990 höfðu um 10 ferðaheildsalar íslandsferðir á boðstólum en nú, tíu árum seinna, eru þeir ekki færri en 300 talsins. Arið 1997 fengum við morgunþáttinn „Good Morning America“ til að vera með beina útsendingu frá íslandi, milljónir manna sáu þennan þátt og við skynjuðum strax þá hve gífurleg- ur máttur íjölmiðlanna, og þá sérlega sjónvarps, er. Þess vegna leggjum við höfuðáherslu á, eins og áður hefur komið fram, að fá rétt fjölmiðlafólk til að heimsækja Island." - Hvaða Bandaríkjamenn koma til Islands? „Það er mjög mikilvægt að hafa góða þekkingu á markaðnum," segir Einar. „Þess vegna eru góðar markaðsrannsóknir nauð- synlegar og vil ég enn og aftur endurtaka það sem ég hef áður sagt að hér er gífúrleg samkeppni. Það er mikilvægt að hafa það í huga að Bandaríkjamenn vinna mikið og hafa mun styttri frí en Evrópubúar. Baráttan á markaðnum snýst þvi ekki aðallega um að komast í vasa bandaríska ferðamannsins heldur um að kom- ast yfir tima hans. ísland er dýrt ferðamannaland. Það sem við erum að reyna að sannfæra bandaríska ferðamanninn um er að Island sé „cool“, eins og sagt er hér, áhugavert og skemmtilegt. Þetta hefur okkur tekist bærilega. Árið 1990 komu 22.500 bandarískir ferðamenn til íslands en í ár hafa tæplega 60.000 Bandaríkjamenn og Kanadamenn komið hingað. Mikilvægur þáttur í þessum árangri er tilraun okkar til að fá nýja tegund af ferðamönnum til að koma til Islands, ef svo má að orði komast. Hér á ég við fólk sem hefur góða menntun og tekjur. Sem dæmi get ég nefnt að 86% Bandaríkjamanna sem koma til íslands hafa háskólapróf og er það orðið mun hærra hlutfall en aðrir eru að ná á markaðnum. Árið 1995 var meðalaldur þeirra Bandaríkja- manna sem lögðu leið sína til íslands 58 ár en nú, árið 2000, er meðalaldurinn 44 ár. Okkur hefur tekist að ná til ungu kynslóð- arinnar, sem er kölluð „baby-boomers“, og ekki síst til fólks sem hér er kallað kynslóð X og er fólk á aldrinum 25 til 30 ára.“ 65% bandarískra ferðamanna koma utan háannatíma „Styrkur okkar hér,“ segir Einar, „er að það er stutt til íslands frá austur- strönd Bandaríkjanna. Það tekur svipað langan tíma að fljúga til íslands og margra staða innanlands álíka í Bandaríkjunum. Við höfum í markaðssetningu okkar hér aðallega einbeitt okkur að því að fá fólk til að fara til íslands utan hins hefðbundna ferða- mannatíma. Það má eiginlega segja að sumarið selji sig sjálft. Boðskapur okkar snýst þó um sumarið: Náttúra, ævintýri, menning. Fyrir vetrarvertíðina snúum við þessu við og notum setninguna öfugt, þ.e.a.s.: Menning, ævintýri, náttúra. Sem bet- ur fer hefur þessi áróður okkar gengið eftir því 65% bandarískra ferðamanna koma til Islands utan hins hefðbundna ferðamanna- tíma. Þá er það sérlega jákvætt að mjög margir bandarískir ferðamenn sem komið hafa til íslands koma þangað aftíir, eða um 25%. Við verðum að hafa í huga að við höfum gífurleg sókn- artækifæri á Bandaríkjamarkaði, þessum öflugasta og kröfú- harðasta markaði heimsins og hingað til hefur okkur gengið vel. Það kemur mörgum á óvart að af 270 milljónum Bandaríkja- manna hafa aðeins um 50 milljónir vegabréf. Þar af ferðast að- eins 25 milljónir til útlanda, flestir til nágrannalandanna en um 12 milljónir til Evrópu, og eins og ég sagði hér áðan um 60.000 til 47

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.