Frjáls verslun - 01.11.2000, Page 50
Bogi Þór Siguroddsson, forstjóri Húsasmidjunnar, bendir m.a. á
óvenju glæsilegan vef um sumarhús í Toscana, wuiw.chianti-
farm.com. Mynd: Geir Ólajsson
Bogi Þór Siguroddsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, hefur
mest dálæti á frétta- og viðskiptatengdum vefjum.
Hann notar mest mbl.is, sem honum finnst aðgengi-
legur og þægilegur varðandi almennar fréttir, og skoðar
einnig talsvert visi.is. „Viðskiptavefurinn þar er sá besti af
þeim íslensku," segir hann.
WWW.Strik.iS Mjög skemmtilegt er að fylgjast með strik.is
- honum fylgir sami ferski andblærinn og maður finnur fyrir
á Skjá Einum.
WWW.landSbref.iS Af íslenskum fjármálavefjuni nota ég
landsbref.is mest, en isbank.is nota ég mest sem netbanka.
WWW.leit.iS Aðrir íslenskir vefir sem ég nota talsvert
eru leit.is, ef ég finn ekki hluti á simaskra.is, sem er að
verða frábær.
WWW.cnn.com Af erlendum vefjurn nota ég mest cnn.com
og cnnfh.com. A þessum vefjum er óendanlegur brunnur
upplýsinga með góðri framsetningu sem sífellt er verið
þróa.
WWW.smartmoney.comSmartmoney.com er góður en
einnig skoða ég stundum vef „American Marketing Associ-
ation“ til að fylgjast með því nýjasta sem er að gerast í mark-
aðsfræðunum; ama.org.
WWW.amazon.comAmazon.com er sá erlendi bókavefur
sem ég hef notað og finnst mjög skemmtilegur.
WWW.COStumenatiOnal.com Frumlegur og skemmtilegur
vefur sem ég hef rekist á er costumenational.com um
„trend“ og tískusveiflur.
WWW.Chianti-farm.COm Einstaklingur í Toscana gerði
óvenjulega glæsilegan vef til að kynna sumarhúsið sitt í
Toscana, sem tengdaijölskylda mín leigði til vikudvalar í
haust, en hann er chianli-farm.com. SQ
FYRIRTÆKIN Á NETINU
Kv. og mbk.
w
Avarps- og kveðjuorð taka breytingum með Netinu eins og
svo margt annað í þjóðfélaginu. Bréfaskriftirnar, sem í
gamla daga voru efnismiklar, persónulegar og sæmilega
tíðar, stundum jafnvel á hátíðlegu máli, tíðkast varla í dag. Eng-
inn skrifar lengur löng og falleg sendibréf með fréttum af sjálf-
um sér eða úr daglegu lífi. í dag ganga skeytin á milli ættingja
og vina og þau fara á augabragði til viðtakandans um Netið.
Skilaboðin eru hnitmiðuð og ópersónuleg og ávarps- og
kveðjuorðin taka mið af því.
Heiðraði viðskiptavinur Textarnir í skeytunum byrja yfirleitt
á staðlaðan og ópersónulegan hátt. Algengustu ávarpsorðin
eru „heill og sæll“, „sæll og blessaður“, „sæl“ eða „komdu sæl“,
jafnvel í bréfum fyrirtækja til viðskiptavina. „Kæri“ eða „bless-
aður“ eru kumpánleg orð sem gefa til kynna nokkurn kunn-
ingsskap enda ekki óalgengt orðalag milli vinkvenna. Stöku
sinnum má sjá upphafsorð á borð við „góðan daginn" og í bréf-
um til viðskiptavina sést stundum „heiðraði viðskiptavinur".
Það er þó sennilega með því allra hátíðlegasta sem berst um
Netið.
Avörpin léttast og verða kæruleysislegri og kunnuglegri eftir
því sem bréfaskiptunum ljölgar. Smám saman fara að sjást
ávörp á borð við „sæll aftur", „sæl vertu“ eða „halló“ og „hæ,
hæ“ er eitthvað sem helst sést í skeytasendingum milli vina og
kunningja. Þegar enskusletturnar birtast og málfarið verður
kæruleysislegra er greinilegt að kunningsskapur, jafnvel vin-
átta, er á milli manna.
Þakklæti og góðar Óshir All nokkur fjölbreytileiki er í niður-
lagsorðunum á Netinu, kveðjunum fylgir gjarnan þakklæti og
góðar óskir, sérstaklega þegar bréfritari þekkir móttakandann
vel. í lok bréfs má einstaka sinnum sjá hátíðleika á borð við
„með vinsemd og virðingu" en algengast er að sjá „kveðja",
„með bestu kveðju", „bestu kveðjur“, „kær kveðja“, „kveðja og
þakklæti", „með fyrirfram þakklæti" og „þakka samstarfið -
bestu kveðjur". Þegar vinátta er á milli manna má sjá kæruleys-
islegri kveðjur á borð við „heyri frá þér“, „heyrumst", „bið að
heilsa og vona að þú eigir góðan dag“. Kunningjarnir senda
„baráttukveðjur", „bæ í bili“ og gefa þar með til kynna að þeir
verði fljótlega í sambandi aftur.
Styttingar á borð við „kk.“, „kv.“ eða „kv/“ og „mbk“ verða
stöðugt algengari, sérstaklega hjá þeim sem eru
vanir miklum skeytasendingum á Netinu. Þeir nota
styttingarnar með glans og láta nafnið sitt eða upp-
hafsstafinafylgjameð. Gaman væriaðvitahvaðís-
lenskumennirnir segja um þetta... 35 Æ
Guðrún Helga Sígurðardóttir.
ghs@talnakonnun.is
50