Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2000, Page 54

Frjáls verslun - 01.11.2000, Page 54
„Er ekki framtíbarsýnin sú að bæði karlar og konur verði jafnvirk í at- vinnulífinu, viðskiþtum og umrœðum þar að lútandi og þá í sameig- inlegum klúbbum eða á öðrum samkomum?" sþyr Guðný Harðar- dóttir, framkvæmdastjóri Strá Mri Worldwide ehf. „Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem eru með sterkt tengslanet eru 40% fljótari en aðrirað fá stöðuhækkun,"segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, verkefhisstjóri Auðar í krafti kvenna. g sló að gamni mínu inn leitarorðin „konur stjórnun" á Internetinu,' segir Guðný Harðardóttir þegar hún hefúr komið sér vel fyrir á fundarstað og opn- að fartölvuna sína. „Þótt ég vissi það fyrir að konur í efstu stöðum væru fáar, eins og raunar kom berlega í ljós í bók Fijálsrar verslunar, 300 stærstu, sem nýlega kom út, kom það mér verulega á óvart að aðeins kæmu upp 10 síður. „Eg held að konur séu nú fyrst að átta sig á þeim tækifærum sem atvinnulífið býður þeim upp á í dag,“ segir Guðný. „Þetta kemur hægt og bítandi því öldum saman hafa jú konur verið heima við en karlar unn- ið úti. Það er ekki fyrr en eftir heimssfyijöldina síðari sem kon- ur verða fyrst áberandi á vinnumarkaði. Þær hafa þó verið að sækja í sig veðrið, bæði hvað varðar menntun og starfsframa, sérstaklega síðustu tíu árin. Konur lenda hins vegar oft í því að þurfa að velja á milli þess að stofna fjölskyldu eða að ná árangri í metorðastiganum. Algengt er að vel menntaðar konur sækist eftir hlutastörfum með rekstri heimilis, en hlutastörfin duga sjaldnast til mikils frama inn- an fyrirtækja." Linda segir muninn á gild- ismati stórs hóps karla og kvenna koma sterkt ffarn í því að eftir nám fari konur í barn- eignir og detti þá út af vinnu- markaði um tíma. „Það er erf- iðara fyrir þær að komast í toppstöður þegar þær koma aftur inn á vinnumarkaðinn en karlana sem ekki hafa tekið sér frí.“ Fyrirtækjamenning - karla- menning? „Ég held að það séu margar ástæður fyrir því að fáar konur séu í stjórnunarstöðum. Ein ástæðan, sem stundum er einblínt á, er að menning fyrirtækja sé of tengd gildum karla og konur eigi erfitt með að þrifast og dafna í því umhverfi," segir Þorbjörg Helga. „Slikur fyrirtækjabragur er talinn sam- keppnisdrifinn, yfirborðskenndur í samskiptum og leggja höf- uðáherslu á laun og titla. Þetta virðist virka fráhrindandi á kon- ur og veitir þar af leiðandi lítið svigrúm fyrir starfsframa þeirra. Lausnin á þessu er ekki augljós en breytist líklega smám sam- an með hverri konu sem kemur inn í fyrirtækið. Menningin í ÞegarFfjáls verslun fjallabi um forstjóraskipti i 50 stór- fyrirtækjum á síðustu tveimur árum kom í Ijós að engin kona var á þeim lista sem viðtakandi forstjóri. Hvað veldurþessu? Ogþetta er ekki séríslensktfyrir- bæri. Erþetta lögmál? Því svara þær Guðný Harðar- dóttir, framkvæmdastjóri Strá Mrí Worldwide ehf, Þor- björgHelga Vigfúsdóttir, verkefnisstjóri Auðar í krafti kvenna, ogLinda Pétursdóttir, eigandi Baðhússins. Eftír Vigdísi Stefánsdóttur Myndin Geir Ólafsson 54

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.