Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2000, Qupperneq 55

Frjáls verslun - 01.11.2000, Qupperneq 55
„Það segir sig sjálft að konur í toppstöðum eiga mjög erfitt með að fara í nokkurra mánaða barnsburðarleyfi," segir Linda Pétursdóttir, eig- andi Baðhússins. „En það sama gildir auðvitað um karla. “ STJDRNUN Hver sækir börnin? Konur eru nú í meirihluta þeirra sem stunda háskólanám en mun fleiri detta úr námi eða fórna starfsframa fyrir fjölskylduna en karlar. „Kannski má að hluta til kenna því um að erfitt og nær ómögulegt er að fá aðstoð við heimilisstörf, líkt og tíðkaðist hér áður fyrr,“ segir Guðný. „Það hefur að sjálfsögðu nokkuð að segja en auk þess er á það að horfa að konur sækja, eins og áður segir, fremur um hlutastörf en karlar og það er erfitt að finna konur sem tilbúnar eru til þess að vinna langan vinnudag eins og nauðsynlegt er þegar starfsframinn gengur fyrir.“ Til skýringar á þessu segist hún eitt sinn hafa þurft að auglýsa eftir viðskiptafræði- eða rekstrar- menntuðum rekstrarstjóra fyrirtækis þar sem vinnutíminn var frá 10-18. Um 70 umsóknir bárust, þó ekki ein einasta frá konu, en þar sem eigendur umrædds fyrirtækis kusu fremur konu vegna eðlis starfsins tók hún það til bragðs að hringja í þær konur sem voru á skrá í gagnabanka Strá Mri og uppfylltu skil- yrðin og benda þeim á auglýsta stöðu. Engin þeirra sýndi þó áhuga á að sækja um starfið og báru þær við ýmsum vandamál- um varðandi vinnutímann, t.d. að þær þyrftu að sækja barn á leikskóla kl. 17. Þegar þær voru spurðar hvort ekki væri hægt að finna á því lausn, svo sem hvort faðir væri ekki til staðar sem gæti sótt barnið líka, var svarið yfirleitt á þessa leið: ,Já, en hann er í svo mikilvægu starfi," og lýsir það ef til vill betur en nokkuð annað hversu lítdls konurnar mátu starfið sem þær áttu fyrirtækinu er auðvitað það sem starfsmenn þess mynda og breytist með nýju fólki. Eg er þó ekki viss um að endilega þurfi að kenna konum stjórnunarhætti karla til þess að þær nái betri árangri. Það er munur á aðferðum kynjanna og þegar við kenn- um konum stjórnunarhætti karla setjum við í annað sæti þau sérstöku einkenni sem móta konur sem stjórnendur. Vinna á annan hátt Guðný bendir á að ýmsar rannsóknir sýni að konur noti allt annan stjórnunarstíl en karlar og kannski sé allt of mikið gert af því að kenna konum að nota stíl þeirra. Stíl sem ekki hentar konum að neinu leyti. Konur í stjórnun nota mun lýðræðislegri aðferðir en karlar, líta á samstarfsmenn sína sem jafningja, eru skilningsríkari, með- vitaðar um starfshætti og taka virkan þátt í hvers konar sam- starfi á meðan karlar taka frekar einhliða ákvarðanir, standa fast á sínu, eru ráðandi og atorkusamari og harðari í fram- komu. „Kynin eru ólík og konur líta á stjórnun á allt annan hátt en karlar,“ segir Guðný. „Það er ekki um það að ræða að karlar séu eitthvert óskilgreint afl sem standi í vegi fyrir kon- um og vilji ekki leyfa þeim að ráða. Miklu fremur að þeim vaxi ábyrgðin í augum eða að þær taki fjölskylduna fram yfir. Þeg- ar konur tileinka sér stjórnunarstíl karla og notfæra sér ekki kvenlega eiginleika eru líkur til þess að þær verði harðar og óvægnar, en það hefur einmitt stundum verið sagt um konur í toppstöðum." kost á. Hins vegar var ósk þeirra flestra að starfa innan fagsins á hefðbundnum vinnutíma frá kl. 9-17. „Hvað sem líður jafn- réttistali og þeim sjálfsögðu réttindum að karlar og konur hafi jafnan rétt til fæðingarorlofs verður það að líkindum reglan að konur verði í meirihluta þeirra sem fara heim til að sinna börn- um og búi. Naflastrengurinn er einfaldlega svo stuttur," segir Guðný. Nær ómögulegt er að fá aðstoð inn á heimilin, vilji báðir for- eldrar vinna úti, og það þýðir að velja verður á milli. Fólk hefur farið þá leiðina að ráða erlent vinnuafl til sín, au-pair stúlkur, en það er þá á kostnað einkalífisins þar sem fæstir búa í mjög stór- um húsum. íslenskar konur vilja ekki vinna inni á heimilum landa sinna en kjósa fremur félagsskap annarra og fara út á vinnumarkaðinn. Þótt umönnun barna og heimilis lendi oftar í höndum kvenna en karla virðist sem menntunarstig fólks skipti máli þar einnig. Séu hjón með svipaða menntun eru meiri líkur á því að þau taki bæði þátt í heimilisstörfum heldur en ef mikill munur er á. Til gamans má geta þess að í Svíþjóð, þar sem fæðingar- orlof karla hefur náð nokkurri hefð, kom í ljós að þeir nýttu sér það margir - en tímabilið var ekki endilega í takt við fæðingu barnsins heldur reyndist elgsveiðitíminn vinsælastur. Sem kannski bendir til þess að leyfið hafi verið notað til einhvers annars en að mynda sterk tengsl við barnið... „Það segir sig sjálft að konur í toppstöðum eiga mjög erfitt 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.