Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2000, Qupperneq 59

Frjáls verslun - 01.11.2000, Qupperneq 59
FJflRMflL stefna hefur fyrst og fremst áhrif á verð- bólgu til lengdar. Hversu stór gætu þessi skammtímaáhrif verið? Er hugsanlegt að meginhluti núverandi viðskiptahalla skýrist af aðhaldssamri peninga- stefnu? Aætlanir hagfræðisviðs Seðlabankans benda til að á undanförnum misserum gæti raun- gengi hafa hækkað um 2-3,5% vegna aukins aðhalds í peningamálum. Er þá miðað við tímabilið frá 1996 til fyrrihluta árs 2000, en þá náði gengið hámarki. Lægri talan byggist á sambandi raunvaxtamunar gagnvart útlöndum og raungengis. Hærri talan er fengin með því að „kenna Seðla- bankanum um“ alla hækkun nafngengis á tímabilinu og reikna hvaða raungengishækkun hún olli. Áhrifin á viðskiptajöfnuð af þessari tímabundnu hækkun raungengis eru nokkuð óviss en áætlanir benda til að þau liggi á bilinu 0,5-2 prósentustig af landsframleiðslu eftir 1-2 ár. Þau minnka síðan þegar frá líður. Til samanburðar má geta þess að á þessu tímabili hækkaði raungengið um 10,5% og viðskiptahalli jókst um 7,5 prósentu- stig. Það er því alveg ljóst að peningastefnan á ekki sök á nema litlum hlut í þessari þróun, enda ýmsar aðrar skýringar nær- tækari. Framtíð krónunnar Að undanförnu hafa heyrst staðhæfingar um að krónan sé ónothæf og jafnvel ónýt. Til vitnis um þetta er bent á háa vexti, mikinn vaxtamun og sveiflur í gengi krónunn- ar. Þessar fullyrðingar standast ekki. Háir vextir og mikill vaxtamunur getur verið fúllkomlega eðlilegur í ljósi mikillar innlendrar eftirspurnar og of mikillar verðbólgu. Vaxtastigið er ekki umfram það sem gerst hefur með gjaldmiðla sem hingað til hafa ekki verið taldir ónýtir. Gengissveiflur hafa að öðru óbreyttu óhagræði í för með sér. En breytingar á gengi krón- unnar að undanförnu stafa að hluta af breytingum í undirliggj- andi efnahagsskilyrðum og eru ekki umfram þær sveiflur sem þekkjast á ýmsum öðrum gjaldmiðlum. Við greiðum eitthvert gjald fyrir að hafa krónuna. Það gjald felst m.a. í vaxtamun vegna gengisáhættu. En þetta gjald verð- ur að vega á móti kostunum við að hafa krónuna. Þeir felast m.a. í þvi að geta fylgt peningastefnu sem er í samræmi við hagsveifl- una. Vegna aukins umfangs óheftra ljárm agn sh rey fi nga verður æ erfiðara fýrir lítil lönd að fylgja sjálfstæðri fastgengissteínu en halda jafnframt í gjaldmiðil sinn. Tilkoma evrunnar kann einnig að breyta þeim kostum sem við stöndum frammi fyrir. Það er þvi hugsanlegt að þegar iram liða stundir sveiflist vogarskál- arnar krónunni í óhag og það verði talið hagkvæmt að leggja hana af. En það er mikilvægt að hafa í huga að breytingar á stöðu krónunnar eru engin „patent“-lausn á núverandi efnahagsvanda. Breytingar af því tagi taka verulegan tíma og ekki eru allir kostir enn í boði. En hvaða kostir koma til greina í gengismálum? Við gætum haldið í núverandi kerfi sem hefur, þrátt fyrir allt, reynst þokka- lega. Okosturinn við það felst hins vegar í vandanum við föst mörk á gengi þegar undirliggjandi efnahagsskilyrði breytast og umfang fjármagn sh reyfi nga eykst. Með sömu rökum er hægt að hafna einhliða tengingu við evruna án þess að leggja krónuna af og tvíhliða tenging virðist ekki í boði. Það mælir einnig á móti tengingu krónunnar við evruna nú að aðeins um þriðjungur utanríkisviðskiptanna er við evrusvæðið. Það er einnig hægt að hugsa sér „harðari" fastgengisstefnu gagnvart evrunni, t.d. í formi myntráðs eða með því að taka evruna upp einhliða í innlendum viðskiptum. Það er hins vegar umhugsun- arefni að ekkert sjálfstætt ríki með efnahagsmál sín í lagi hef- ur farið þessa leið þar sem hagnaður af notkun myntarinnar fellur öðru landi í skaut og enginn íhlutunarréttur er um þá peningastefnu sem fylgt er. Þegar grannt er skoðað er full að- ild að Myntbandalagi Evrópu besti fastgengiskosturinn af þeim sem fela í sér afnám möguleikans á gengisbreytingum og sá eini sem sæmir okkur sem sjálfstæðri þjóð. Hann er hins veg- ar ekki í boði án aðildar að ESB. Beint yfirlýst verðbólgumarkmið og flotgengi er álitlegur kostur. Það mælir með þessari leið að sveigjanlegt gengi er meira í samræmi við uppbyggingu hagkerfisins en fastgengi, reynsla annarra þjóða er góð og við höfum byijað að feta þessa braut með víkkun vikmarka gengisstefnunnar, auknum sveigj- anleika gengisins og meiri áherslu á verðlagshorfur við vaxta- ákvarðanir. Verðbólgumarkmið þarf ekki að koma í veg fyrir það að Island geti tekið þátt í Myntbandalagi Evrópu síðar ef landið verður aðili að ESB. 33 Gengi krónunnar hefur hríðfallið gagnvart dollar Framtíð krónunnar Að undanförnu hafa heyrst staðhæfingar um að krónan sé ónothæf og jafnvel ónýt. Til vitnis um þetta er bent á háa vexti, mikinn vaxtamun og sveiflur í gengi krónunnar. Þessar fullyrðingar standast ekki. 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.