Frjáls verslun - 01.11.2000, Qupperneq 64
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar:
Stærsta fyrirtækið í
stoðtækjaiðnaðinum
■ ■
Ossur hf. er hluti af hinum gríðarlega stóra heilbrigðismarkaði
í heiminum. Það sem auðkennir þennan markað er ákveðinn
stöðugleiki, sem einkennist af jöfnum og stöðugum vexti ár frá
ári. Stoðtækjamarkaðurinn er hluti af þessum markaði og lýtur
sömu lögmálum og hann. Þess vegna voru engar kollsteypur á
árinu 2000. Breytingarnar koma aðallega frá tækninýjungum
sem breyta umönnun sjúklinga og auka möguleika þeirra á að
ná heilsu og betra lífi.
Við hjá Össuri hf. komum fram með allmargar vörur á árinu,
sem hlutu góðar viðtökur. Sú stærsta var ný hulsutegund iýrir
sjúklinga með húðvandamál sem sett var á markað í Bandaríkj-
unum. En þó að tiltölulega rólegt hafi verið á þessum markaði er
ekki hægt að segja hið sama um samkeppnisumhverfið. Þar urðu
miklar sviptingar sem flestar má reyndar rekja til okkar. Stærsta
breytingin var kaup okkar á Flexfoot í apríl og svo seinna kaup
okkar á Century núna í desember. Kaupin á þessum fyrirtækjum
voru án efa stærstu fréttirnar í stoðtækjaiðnaðinum á þessu ári,“
segir Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar.
- Hvernig metur þú horfurnar á árinu 2001?
„Eins og lýrr sagði einkennir ákveðinn stöðugleiki heilbrigðis-
vörumarkaðinn. Margir fjárfestar kjósa að flytja Ijárfestingar sín-
ar í fýrirtæki á heilbrigðisvörumarkaði þegar verr árar á hlutaijár-
mörkuðum. Þetta er þegar að gerast í nokkrum mæli, eins og
gott gengi lyfjafyrirtækjanna undanfarið ber vitni um. Þess vegna
virðist mér umhverfi Össurar hf. á komandi ári vera jákvætt
Ef litið er til innri mála Össurar hf. er ljóst að árið 2001 verð-
ur ekki rólegt frekar en undanfarin ár. Mörg og stór verkefhi
þarfnast úrlausnar og ber þar hæst að nú verða öll þau fimm
fyrirtæki sem mynda samstæðu Össurar hf. að vinna saman
sem eitt. Þessari vinnu verður fram haldið á árinu, hún er kom-
in vel á veg og henni mun ljúka á miðju ári. Sú staðreynd að við
höfum búið til eitt sterkasta fyrirtækið í stoðtækjaiðnaðinum á
svo skömmum tíma, og höldum góðum hagnaði á meðan, veit
á gott næsta ár að mínu mati.“ BQ
Bogi Pálsson, forstjóri P. Samúelssonar hf:
Aukin notkun Netsins
í bílaviðskiptum
w
Arið 2000 hefúr verið mjög í anda þess sem ráð var fyrir gert og
er það til marks um það hve miklu þróaðra íslenskt efnahags-
lff er orðið en bílamarkaðurinn hefúr ávaflt verið mjög viðkvæmur
fýrir efiiahagssveiflum. Sveiflurnar hafa minnkað og stöðugleik-
inn komið í staðinn, stöðugleiki í verði, stærð markaðarins og jafn-
vel aukinn stöðugleiki í sölusveiflum milli mánaða og árstíða.
Það sem einkum einkenndi bílamarkaðinn hér á landi árið 2000
er aukin notkun Netsins á meðal einstaklinga sem farnir eru að
nýta sér þennan nýja miðil til undirbúnings að bílkaupum. Væntan-
legir viðskiptavinir koma betur upplýstir í sýningarsali, með fleiri
spurningar og nota tfrnann betur en þeir gerðu áður til að velta fyr-
ir sér hentugum og skynsamlegum valkosti. Þetta hefur leitt til
þess að vinna sölumanna á bak við hverja sölu hefúr vaxið mjög,“
segir Bogi Pálsson, forstjóri R Samúelssonar hf.
„Annað, sem einkennt hefur árið, er ójafúvægi í verði nýrra
og notaðra bíla. Verð nýrra bíla hefur nánast ekkert hækkað
vegna sterkrar stöðu íslensku krónunnar. Með hækkandi kaup-
mætti hefur hlutfall seldra nýrra bíla verið vaxandi samanborið
við selda notaða bíla. Aldursafföll notaðra bíla hér á landi eru
langt undir þvi sem gerist að meðaltali í öðrum Evrópulöndum
og finnum við fyrir síaukinni kröfu kaupenda um að þessi afföll
aukist, enda sést of hátt markaðsverð notaðra bíla best í mikilli
birgðasöfnun þeirra meðal allra bílaumboða.
Það sem einkum hefur einkennt hinn alþjóðlega bílamark-
að og hefúr að sjálfsögðu sín áhrif hér á landi eru sameiningar
bílaframleiðenda, rekstrarerfiðleikar sumra þeirra og jafnvel
gjaldþrot. Þetta hefur fyrst og fremst haft óbein áhrif á markað-
inn hér á landi, enda eðlilegt að upplýstir kaupendur velti því
fýrir sér hvar peningum þeirra sé best varið.“
- Hvernig metur þú horfurnar á árinu 2001?
„Eg tel að árið 2001 verði fyrst og fremst fínstilling á þeim
markaðsaðstæðum sem við búum nú við. Það kann að verða lít-
ilsháttar samdráttur á markaðnum sem stjórnast af því hvernig
efnahagslífið kemur til með að þróast.“ BQ
64