Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2000, Side 68

Frjáls verslun - 01.11.2000, Side 68
ÁRAMÓTAVIÐTÖL Jónína Benediktsdóttir, forstjóri Planet Pulse: Heilsurækt unglinga og lífeyrisþega mun aukast aldrei verið meiri. 55 útskrifuðust nú fýrir jólin. Samkeppni er talsverð á markaðnum en svo virðist sem stöðvarnar hafi trygga viðskiptavini og lítið flakk er á milli þeirra. Við lítum björtum augum á Planet City sem opnar 6. janúar í Austur- stræti ásamt Fitness Café,“ segir Jónína Benediktsdóttir, forstjóri Planet Pulse. Fjöldi þeirra sem stunda líkamsrækt hefur aukist mjög. Nýting heilsu- ræktarstöðva eykst um 57% milli ára í Bandaríkjunum. Þetta stafar af því að kyrrsetulíf kemur í veg fyrir árangur í þekkingarsamfélagi því sem við nú búum við og að í harðnandi sam- keppni dugar ekki annað en að vera vel á sig kominn líkamlega. SPA iðn- aðurinn er einnig í hröðum vexti. I hraða nútímans er ekki síður mikil- vægt að huga að andlegum og sálar- legum hliðum lífsins og það gerir fólk eingöngu í rólegu, fallegu umhverfi þar sem áreiti er takmarkað. SPA skóli Planet Pulse vakti athygli víða um heim þar sem alltaf er skortur á „SPA-fræðingum“. Skólinn útskrifaði átta slíka og starfa nokkrir nú hjá keðjunni. Einkaþjálfaraskólinn FIA starfar nú þriðja árið í röð og svo virð- ist sem áhugi fólks á einkaþjálfun hafi - Hvernig metur þú horfurnar á árinu 2001? ,Áhugi og þörf fólks fyrir hreyfingu á eft- ir að aukast. Það sem ég tel að verði með- al nýjunga er meiri heilsurækt fyrir jaðar- hópana, sem eru börn og lífeyrisþegar. Fólk krefst þess að því sé sinnt á réttan hátt og mesta áherslan er lögð á hvatn- ingu og umbun fyrir ástundun og árang- ur. Hrein líkamsrækt höfðar eingöngu til 20% þeirra sem stunda hreyfingu, 20% hætta, hversu góð sem þjónustan er, en 60% hreyfa sig vegna þess að starfsfólk stöðvanna er vel að sér í öllu því sem að heilsu snýr. Heilsurækt snýst fyrst og fremst um að þjálfa kraftinn sem í hverri manneskju býr. Kraftinn til þess að takast á við lífið í allri sinni fegurð. Þessi kraftur nýtist síðan fólki til þess að öðlast enn meiri kraft sem leiðir af sér nýja sigra. Að finna sigurvegarann í sjálfum sér getur verið lykillinn að hvers konar sigri." BO 68

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.