Frjáls verslun - 01.11.2000, Síða 74
VERSLUN
höfum samanburðinn þar. Á næstunni verður gerð breyting á
versluninni Cöru en við munum loka henni og opna í staðinn
Boss konur, þar sem konur geta fengið á sig úrval Boss fatn-
aðar, líkt og karlarnir nú.“
segir Siguijón. „Sniðin eru „hreinni" nú en þau hafa verið og
vestisföt eru alveg horfin. Við reynum að fylgjast vel með því
sem er að gerast erlendis, bæði í verslunum, tískuhúsum og á
götunni í stórborgunum, en þar er uppspretta allra nýjunga.“
FÖt lyrir næstum alla Verslanir þeirra Háess-manna ná yfir
nær allan skalann í herrafatnaði. Þó ekki unglingafatnað og
segja þeir Hákon og Siguijón að ekki standi til að bæta slíkri
verslun við. I Blues og Hanz er lína fyrir þá sem yngri eru en
Herragarðurinn og Boss búðin selja sígildari línu. Blues býður
upp á fatnað fyrir bæði herra og dömur en það mun breytast
því Blues er ætlað að selja emgöngu kvenfatnað í framtíðinni.
Stórir menn fá þjónustu í Herragarðinum á Laugavegi og þar
er rekin sérpöntunarþjónusta ásamt hefðbundinni verslun. í
Kringlunni eru Blues, Boss búðin, Herragarðurinn,
Hanz, Skóverslun Steinars Waage og Cara en á Lauga-
veginum er Herragarðurinn. í Domus Medica er
Steinar Waage einnig og í Veltusundi Topp-
skórinn. Þar að auki markaðsbúðirnar Topp-
skórinn og Herralagerinn á Suðurlandsbraut,
þar sem ódýrari vörur er að finna. Fastír
starfsmenn fyrirtækisins eru 55 en nokkuð
er einnig af lausráðnu fólki.
Tískan í dag „í haust kom inn nýr litur,
ólífugrænn, og hafa hinir hefðbundnu
gráu og svörtu litir hopað í framhaldi af
því. Þeir eru þó enn tíl staðar og
verða áfram en litír í aukahlut-
um munu setja skemmti-
legan svip á vortískuna,"
Netið? Enn er ekki hægt að kaupa vörur frá verslunum
Háess í gegnum Netið en eftir áramótín verður hafist handa
við að kanna möguleika á því að setja upp Netverslun. Tiltölu-
lega auðvelt er að bjóða þannig hefðbundna hlutí eins og boli,
sokka, peysur, nærföt og skyrtur en ef til vill erfiðara hvað
varðar jakkaföt og buxur. „Það er auðvitað freistandi að skoða
þetta en alltaf er spurning um kostnað og árangur," segir Há-
kon. „Verslanirnar ganga vel eins og er og við sjáum engin
merki þess að það breytist þar sem við bjóðum upp á
sérhæfðar vörulínur og góða þjónustu en á sam-
keppnismarkaði er mikilvægast að gera vel það sem
maður gerir en reyna ekki að gleypa allt
mögulegt. Við höfum einkaumboð fyrir þau
merki sem við þjónum og teljum okkur
geta staðið af okkur samkeppni, þótt hún
harðni enn. Með tilkomu Smárans í Kópa-
vogi má búast við að samkeppni aukist
mest í lágverðsvörum en
minna í gæðafatnaði
og merkjavöru.“B!j
Tískan í dag. Að sögn þeirra
Sigurjóns og Hákonar eru
sniðin „hreinni" nú en veriðhef-
ur og meira verður um liti í fylgi-
hlutum með vorinu. Ólífugrœnn er
vinsœll sem aðallitur þótt hefð-
bundnir svartir, gráir og bláir litir
haldi velli.
Síten^in^
háhraóa lnternet
mr
siminn.is Nánari upplýsingar i Þjónustuveri Simans, 800 4000 eða á Netinu. S í M 1 N N
74