Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2000, Page 77

Frjáls verslun - 01.11.2000, Page 77
Jón Scheving Tliorsteinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Baugi, hefur verið í sex vikna fœðingarorlofi, á eigin kostnað að tveimurþriðju, vegna fœðingar sonar stns, Ara, sem nú er orðinn tæþlega ellefu mánaða. Vinnuveitandi Jóns hefurgreitt honum þriðjungs laun og vinnur hann að heiman í gegnum tölvu og síma þegar sonurinn sefur eða dundar sér. Dóttirin Vera, 4 ára, var á leikskólanum þegar myndin var tekin. FV-mynd: Geir Ólafsson - En hvernig tekst þér að sinna barninu, heimilinu og vinnunni og öllu jafn vel þegar þú ert með svo mörg járn í eldinum? „Þetta er eitthvað sem þjálíast hjá fólki,“ svarar Jón og kveðst orðinn vel þjálfaður í því að takast á við mörg verkefni í einu. „Eg er með Jjölda lítilla verkefna í vinnunni og hef alla tíð ver- ið. Rekstur heimilis er ekkert ósvipaður því. En ég reyni að hafa lokað fyrir símann og tölvuna á morgnana og vinna frekar þegar drengurinn sefur eða dundar sér.“ Bjartsýnn í jafnréttismálum Sviptingar hafa verið í jafnréttis- málunum á síðustu misserum og ekki er hægt að taka viðtal við Jón Scheving Thorsteinsson án þess að ræða við hann um stöðuna í jafnréttismálum þjóðarinnar en hann sat um nokk- urra ára skeið í Karlanefnd Jafnréttisráðs. Búið er að leggja Jafnréttisráð niður og hefúr ný stofnun tekið til starfa með að- setur á Akureyri. I Jafnréttisráði sátu fulltrúar ýmissa hags- munasamtaka, sérstaklega á vinnumarkaði, og tókust þar á en í Karlanefndinni voru ekki fulltrúar neinna samtaka, aðeins áhugamenn um jafnréttismál. Karlanefndin átti því mun hæg- ara um vik í sínu starfi og gat brugðist við eftir þörfum meðan starf Jafnréttísráðs var þyngra í vöfum. Karlanefndin segir hann að hafi því að vissu leytí verið „órólega deildin" í Jafnrétt- isráði. Karlanefndin var lögð niður um leið og Jafnréttísráð. Jón er jákvæður og bjartsýnn í jafnréttismálum. Hann telur að nýir vindar blási um Samtök atvinnulífsins með þeim Ara Edwald, framkvæmdastjóra SA, og Olafi Stephensen kynning- arstjóra en Olafúr sat einmitt með Jóni í Karlanefnd um skeið. Jón bendir á að hjá Baugi séu fleiri konur í stjórnunarstöðum en nokkru öðru íslensku fyrirtæki og telur að þannig sé fyrir- tækið að ryðja brautina. Jón vill líka koma á framfæri ánægju sinni með nýju lögin og hrósa ríkisstjórninni fýrir það „póli- tíska stórvirki". I lögunum sé í meginatriðum gengið eins langt og Karlanefndin hafi óskað eftír og það sé frábært. „Með þess- um lögum erum við íslendingar komnir í fremstu röð í fæðing- arorlofsmálum. Eg vona að þessi nýju lög hvetji karla til að taka sér fæðingarorlof, ekki síst karla í stjórnunarstörfum því að þeir þurfa ekkert síður en aðrir karlar að mynda góð tengsl við börn sín og stýra þeim vel til manns,“ segir hann. Sítengdur við vinnuna „Þegar dóttir okkar fæddist tók ég sex vikna orlof og þegar strákurinn flýtti sér í heiminn fór ég í sex vikna leyfi. Ég er í launalausu leyfi að tveimur þriðju en fæ þriðjungs launagreiðslu frá vinnuveitanda. í staðinn er ég sítengdur við vinnuna í gegnum tölvu og síma og vinn þegar sonur minn sefur og dundar sér. Það eru auðvitað ekki allir í þessari aðstöðu en ég hef viljað nota tækifærið og fylgjast með börnunum." 77

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.