Frjáls verslun - 01.11.2000, Blaðsíða 81
Yngvi Örn Kristinsson, bankastjóri Bunad-
arbanki International S.A., leggur mikið
upp úrtilbreytingu í lífinu. „Maður getur
ekki gert það sama allt lífið. Það er nauð-
synlegt að breyta til því að það lengir lífið
og gerir það nieira spennandi. Ég hef það
mottó að læra eða leggja stund á eitthvað
nýtt á hverju einasta ári."
ur alþjóðasinni
þeirri niðurstöðu að kaup á banka væri lakari kostur en að stofiia
banka. Stofnun banka erlendis felur í sér að fá starfsleyfi, leggja
honum til eigið fé, finna húsnæði og koma upp annarri nauðsyn-
legri aðstoð eins og símum, tölvum og starfsfólki, sem er eitt það
mikilvægasta fyrir nýjan banka,“ svarar Yngvi Örn. „Bankaþjón-
usta er fyrst og fremst sala á hugvití."
Nýi bankinn verður tíl húsa miðsvæðis í Lúxemborg og þar
verður búið að opna dyrnar fýrir viðskiptavinum um miðjan jan-
úar. Búist er við að starfsmennirnir verði 15 talsins í upphafi og
samkvæmt lauslegum áætlunum verða þeir orðnir 25 eftír tvö ár.
Eigið fé bankans verður 18 milljónir evra tíl að byija með en að
sjálfsögðu verður því íjármagni komið f ávöxtun og tekið lán til
að nýta það svigrúm sem reglur um lágmark eigin l]ár selja.
Bankastjórar Bunadarbanld Internatíonal eru tveir, eins og
svokölluð „fjögurra augna reglan" í Lúxemborg kveður á um.
Yngvi Örn mun starfa við hlið Alf Muhlig, sem einnig er gamal-
reyndur úr bankaheiminum og hefur búið lengi í Lúxemborg.
Muhlig mun sjá um útlánastarfsemi og rekstur bankans en á
verksviði Yngva Arnar verða verðbréfaviðskiptí, sérbankaþjón-
usta og fjárstýring. „Þessi regla um tvo bankastjóra tengist því að
annar þeirra sé alltaf tíltækur til samskipta við fjármálayfirvöld
og opinbera eftírlitsaðila,“ segir Yngvi Örn.
Norðurlönd og Eystrasaltsríkin Meginstarfsemi nýja bankans
verður á sviði lánastarfsemi og verðbréfaviðskipta. Lánastarf-
semin er lyrst og fremst hugsuð fyrir lánastofnanir, sveitarfélög
og stærri fýrirtæki og svo kalla verðbréfaviðskiptí oft á lánsfjár-
mögnun af ýmsu tagi. „Við þurfum að koma okkur upp við-
sldptatengslum hjá öðrum lánastofnunum og þar nýtum við þau
sambönd sem Búnaðarbankinn hefur erlendis við öflun lánsfjár.
Við nýtum okkur einnig að einhverju leytí þá þekkingu sem
Búnaðarbankinn hefur á lánamöguleikum hér heima en bindum
ekki útlánastarfsemina við ísland. Hugmyndin er að leita eftir
Oármagni og lánum á Norðurlöndunum og hugsanlega líka í
Eystrasaltsríkjunum," segir hann.
I verðbréfaviðskiptunum mun bankinn einnig Iryggja á við-
skiptasamböndum starfsmanna sinna og þeim viðskiptasambönd-
um sem Búnaðarbanld Islands hefur og mun móðurbankinn heima
á Islandi „beina til okkar viðskiptavinum sem hentar betur að eiga í
viðskiptum við bankann í Lúxemborg en bankann hér heima."
81