Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2000, Side 91

Frjáls verslun - 01.11.2000, Side 91
Einkenni svokallaðra „lifandi fyrirtækja" er áhersla á mannauð og þekkingarsköpun. Greinarhöfundur, Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, er þjálfari hjá Stjórnendaþjálfuninni, sem er hluti af IMG-hópnum. gamalt, hóf starfsemi sína með framleiðslu á byssupúðri en stundar í dag í allt aðra starfsemi. Samkvæmt Arie de Geus skera langlíf íyrirtæki,eins og Stora og DuPont, sig úr vegna þess að þau hafa tilfinningu og næmni gagnvart umhverfinu sem þau lifa í og búa yfir hæfileik- anum til að laga sig að breyttum aðstæðum. Þessi fyrirtæki eru lifandi - þau þróast stöðugt og aðlagast umhverfinu og oftar en ekki hafa þau færst langt frá upprunalegri starfsemi sinni. Tvenns konar fyrirtæki Helsta ástæða þess að mörg fyrir- tæki deyja ung er samkvæmt de Geus sú að stjórnendur þeirra eru of uppteknir við efnahagslegar hliðar mála. Litið er á fyrirtækin sem efnahagslegar einingar, eða nokkurs konar hagnaðarvél, þar sem megináherslan er á framleiðslu vöru og veitingu góðrar þjónustu. Þessi fyrirtæki skorti hæfileik- ann til að læra og eigi því erfitt með að aðlagast og þróast í takt við breytingar í umhverfinu. Einkenni svokallaðra „lifandi fyrirtækja“ á hinn bóginn er áherslan á mannauðinn og þekkingarsköpun. Þau sinna raun- verulega hlutverki sínu, þ.e. samfélagi starfsmanna, og eru stöðugt að bæta sig og laga sig að breytilegu umhverfi. Þau eru í takt við umhverfi sitt og þannig vaxa þau og dafna og verða eins öflug og þau ætla sér. Lifandi fyrirtæki má að vissu leyti líkja við lífverur. Markmið þeirra er að lifa af og vera varanleg og stöðug. Meðlimir samfélagsins, eða fyrirtækisins, hafa sterka sameiginlega skírskotun og þar ríkir mikil samheldni. Spurningin sem de Geus veltir upp og svarar í bókinni er sú hvort fyrirtæki þurfi endilega að lifa lengi. Hann svarar þessari spurningu játandi því samkvæmt honum er það í eðli fyrirtækja, líkt og lífvera, að halda sér gangandi. Ef litið sé á fyrirtæki sem lífræna heild þá búi það yfir samfélagi starfs- manna sem sé óijúfanlegur hluti heildarinnar. Þetta samfélag skapi fyrirtækinu sterkan vilja til að lifa áífam. Það að fyrir- tæki deyi hafi alvarleg og djúp áhrif á marga þætti: Vinnulíf einstaklinga, samfélagið og efnahaginn. Að lifa af sem fyrirtæki Það eru einkum þrjú atriði sem hafa áhrif á þróun fyrirtækja og möguleika þeirra til að lifa af og ná samkeppnisforskoti. í fyrsta lagi verður að skapa einstakling- um möguleika og skilyrði til nýsköpunar til þess að þeir þrói með sér nýja hæfni og hagnýti sér umhverfið á nýjan hátt. Við höfum tilhneigingu til að sjá aðeins það sem við höfum þegar upplifað. „Það sem mannshugurinn hefur ekki reynt áður, eða þreifað á, getur hann ekki séð,“ segir Arie de Geus og Langlíf fyrirtæki Langlíf fyrirtæki stunda íhaldssama fjármálastefnu. Þau taka frekar áhættu með eigið fjármagn heldur en með lánsfé. Þannig geta þau sjálf stjórnað vexti, framrás og þróun fyrirtækisins en ekki þriðji aðili. 91

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.