Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2000, Page 96

Frjáls verslun - 01.11.2000, Page 96
FÓLK Andrés Pétur Rúnarsson rekurfasteignasöluna Eign.is. Ahugamálin eru næg, líkamsrœkt, stjórnmál og útivist um landið. kom heim frá námi. „Ég fór í FB, lauk þaðan verslunarprófi og starfaði síðan hjá Tölvu- þjónustu Kópavogs hf. og Bæjarfógetanum í Kópavogi. Eftir það stofnaði ég mína fyrstu fasteignasölu, Kaup- miðlun hf., og starfrækti í tvö ár en seldi hana þegar ég ákvað að fara utan til náms. Ég fór þá til Edinborgar og hóf nám í viðskiptum en kom síðan heim og tók við starfi hjá EYC, samtökum ungra hægrimanna í Evrópu, ásamt þvi að reka kaffihús í mið- borginni. Hjá EYC var ég framkvæmdastjóri. Ég ferðað- ist töluvert í tengslum við starfið og hitti margt skemmtilegt fólk frá flestum Evrópuþjóðum, m.a. Thatcher og Heath, bæði fyrr- um forsætisráðherrar Bret- lands. Ég man hvað Thatcher var hrifinn af íslenska þjóð- búningnum sem ég var klæddur. Meginmarkmiðið þessara unnar Eign.is, þar sem hann sá mikla möguleika á Netinu varðandi fasteignasölu og áhuginn lá þar að mestu. „Að vísu er Fasteignablað Morgun- blaðsins svo sterkt að ekki er unnt að stunda sölu einungis á Netinu og þvi er nauðsynlegt að auglýsa þar. Það er synd að fasteignasalar, eða Félag fast- eignasala, gefi ekki út sitt eigið blað, td. hálfsmánaðarlega.“ Andrés segist ekki hafa mikinn tíma aflögu en, að vísu hafi það þó skánað eftir að hann flutti í húsið sitt eftir fimm mánaða kvöld- og helg- arvinnu við innréttingu þess. Andrés segist þó þrisvar til ijórum sinnum í viku stunda líkamsrækt, í Hreyfingu í Faxafeni. Hann er formaður Félags sjálfstæðismanna í Langholtshverfi og í stjórn fulltrúaráðs flokksins. Þá hef- ur hann gaman af því að vera með vinum sínum, „við borð- um gjarnan saman og förum stundum í ferðalög og lax- Andrés Pétur Rúnarsson, Eign.is Efdr Vigdísi Stefánsdóttur Andrés Pétur Rúnarsson rekur fasteignasöluna Eign.is sem staðsett er í „Bláu húsunum" við Suður- landsbraut. „Það er ljóst að Netið verður meira notað við fasteignasölu í framtíðinni en verið hefur,“ segir Andrés. „Nafninu Eign.is er ætlað að vekja athygli og sýna fram á tengslin við Netið. Auk þess er nafnið sterkt, stutt og auð- velt að muna það. Eign.is hef- ur nýlega opnað nýjan vef þar sem sjá má hundruð mynda og sjónvarpsauglýsingar frá fasteignasölunni, en við vor- um iyrstir til að birta leikna sjónvarpsauglýsingu sem hægt er að skoða á Eign.is. Á vef okkar má einnig sjá strax á mánudagsmorgni fasteigna- auglýsingar sem birtast í Morgunblaðinu á þriðjudegi." Þar er einnig boðið upp á net- áskrift, upplýsingar fyrir kaupendur og seljendur, fast- eignaleit og auk þess getur fólk skráð eignir sínar til sölu og fengið gróft verðmat. Þar er einnig að finna fleiri nýj- ungar sem Andrés segir nauðsynlegar til að halda áhuga kaupenda vakandi og veita góða þjónustu. Eign.is er ungt og framsæk- ið fyrirtæki en hjá því starfa nú fimm manns og að sögn Andr- ésar hefur það gengið mjög vel að undanförnu, enda tæpast komið sú eign á sölu sem ekki hafi selst fljótt Andrés er fæddur árið 1971 og alinn upp í Borgar- nesi til 10 ára aldurs en þá flutti hann tíl Reykjavíkur, í Heimana, og er auðvitað mik- ill Þróttari; spilaði með þeim á yngri árum, en hann fluttí aft- ur í sama hverfi eftír að hann samtaka var að kenna og hjálpa ungum hægrisamtök- um í Austur-Evrópu að fóta sig í nýfengnu sjálfstæði, m.a. að leiðbeina þeim um það hvernig reka eigi lýðræð- islega kosningabaráttu og fleira sem tilheyrir starfi stjórnmálahreyfinga. Annað verkefni EYC var að kynna viðhorf til stjórnmála í aðild- arlöndunum." Eftír að starfinu hjá EYC, sem Andrés stundaði í tvö ár, lauk fór hann fljótlega að vinna aftur við fasteignasölu, fyrst á fasteignamiðluninni Berg og síðar hjá Bifröst. „Ég hafði alltaf áhuga á að stofna aftur eigin fasteignasölu og ákvað því að hefja nám tíl að fá lög- gildingu sem fasteignasali." Hann tók löggildingarpróf í Háskóla íslands og við lok námsins tók hann að leggja drög að stofnun fasteignasöl- veiði. Annars er ég talsverður spennufíkill og hef gaman af því að fá útrás á „leiktækjun- um“ mínum,“ segir hann. Þau eru mótorkross hjól og vélsleði, sem geymd eru í sumarbústað ijölskyldunnar í Borgarfirði, en þangað segist hann oft fara, bæði sumar og vetur. „Þar er yndislegt að vera í kolniðamyrkri á vet- urna, liggja í pottinum og horfa á stjörnurnar og hafa gaman af. Svo ferðast ég tals- vert um landið og nýt nátt- úrufegurðarinnar sem svo víða finnst hér á landi, sem betur fer. Mest fer ég þó í Borgarijörðinn, enda ættaður þaðan. Þar er að finna þver- skurð af landinu, svo sem bergvatnsár, jökulár, veiði- vötn, hraun og hella. Svo er þar líka undirlendi og grösug- ir dalir og allt er héraðið girt fögrum ijallahring.“ S5 96

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.