Helgarpósturinn - 03.10.1994, Síða 2

Helgarpósturinn - 03.10.1994, Síða 2
2 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 1994 Breiðadalsheiði pöddufullur Aðfaranótt laugardagsins varð bílvelta á Breiðadalsheiði. Öku- maður bílsins slapp lítt meiddur en farartæki hans er talið ónýtt. Öku- maðurinn var að eigin sögn að koma úr gleðskap sem fram fór að Holti í Önundarfirði og sagði við lögreglumenn sem komu á vett- vang að hann hefði verið pöddu- fullur. Lögreglan á ísafirði sagðist ekki hafa haft neina ástæðu til að rengja það. ■ Dalvík Þrírtékka- falsarar gripnir Þrír ávísanafalsarar voru gripnir glóðvolgir á Dalvík um helgina. Lögreglunni á Dalvík hafði borist spurnir af ferð misindismannanna en þeir hafa undanfarna daga verið á ferð um landið, svikið og prettað og skilið eftir sig slóð falsaðra ávís- ana. Falsararnir voru færðir til Ak- ureyrar og þar látnir gista fanga- geymslur. Þess ber að geta að um- ræddir menn eru ekki norðan- menn. Einn er Isfirðingur en hinir úr Hafnarfirði. ■ Akureyri Hlupuaf wmKBSSm Rannsóknarlögregla ríkisins hefur alfarið tekið yfir rannsóknina á hvarfi Valgeirs Víðissonar en stjórnendur hennar eru sannfærðir um að hann hafi verið myrtur Lögreglan hefur að undanförnu leítað liks Valgeirs Vlðíssonar á Esjubergssvæðínu f nágrennf malar- náms Steypustöðvarinnar í Kollafirði. Eindregnar vísbendingar hafa borist um að þar sé Ifkið að finna. Leitinni er einkum beint að Gljúfurdal sem örin vísar á. V ' ■ ; . r: w... .4. X', 'V: Erilsamt var hjá lögreglunni á Akureyri um helgina enda mikið fyllerí í bænum, sérstaklega á föstu- dagskvöld. Þá voru meðal annars Qórir fluttir á slysadeild, tveir eftir átök og tveir eftir að hafa orðið fótaskortur sökum ölvunar. Síðla aðfaranótt laugardags varð það óhapp að bíl var ekið á vegg við Kaupvangsstræti. Fjórir ungir pilt- ar, farþegar í bílnum, hlupu á brott en lögreglan náði þeim skammt frá slysstað og færði þá í fangelsi grun- aða um ölvun. ■ Vestmannaeyjar Stálu bát og sigldu um hofnina Helgin var með rólegra móti í Vestmannaeyjum að sögn lögreglu staðarins. Það bar helst til tíðinda að aðfaranótt sunnudags var brotin rúða í Vélskólanum. Um morgun- inn tóku síðan nokkrir góðglaðir Eyjapeyjar slöngubát ófrjálsri hendi og sigldu um höfnina. Ekki olli það upptæki þó miklum vandræðum því piltarnir skiluðu sér sjálfir í land. ■ Þrír liggja undir grun Famarhafa veríð nokkrarferðirmeð sporhunda til að ieita líks Valgeirs Víðissonará Esjubergssvæðinu í Kollafirði. Miðlar hafa einnig verið fengnir á staðinn. Þrír menn eru gmnaðir um að hafa myrt hann en athyglin beinist þó eink- um að einum þeirra. Rannsóknarlögregla ríkisins hef- ur í nokkurn tíma unnið út frá þeirri kenningu að Valgeir Víðisson, sem hvarf sporlaust frá heimili sínu 19. júní síðastliðinn, hafi verið myrtur. Aðrar hugsanlegar skýring- ar hafa nánast verið útilokaðar. Vísbendingar hafa borist um að lík hans kunni að vera að finna í ná- munda við malarnám Steypustöðv- arinnar hf. í Kollafirði, nánar tiltek- ið í Gljúfurdal á svokölluðu Esju- bergssvæði. Þrír menn liggja undir grun lögreglunnar um að hafa vera valdir að dauða Valgeirs en þó beinist rannsóknin einkum að ein- um þeirra. MORGUNPÓSTURINN fékk þessar upplýsingar staðfestar hjá heimildarmanni innan lögregl- unnar. RLR tók alfarið yfir rannsókn málsins 19. september, þremur mánuðum eftir hvarfið, að sögn Valgeir hvarf sporlaust frá heimili sínu 19. júní síðastlið- inn. Lög- reglan telur nánast fullvíst að hann hafi verið myrtur og liggja þrír menn undir grun um að hafa verið valdir að dauða hans. Jónasar Jóns Hallssonar, varðstjóra hjá Lögreglunni í Reykjavík. Opin- berlega er þó ástæðan ekki sú að morðrannsókn sé hafin. Talsmenn lögreglunnar fullyrða að enn sé litið svo á að um mannshvarf sé að ræða en ekki morðmál. Það mun fyrst og fremst verið gert til að tryggja vinnufrið við rannsóknina. Jónas segir að ríkissaksóknari hafi sett þá vinnureglu í mannhvarfsmálum fyrir tveimur árum að RLR taki við rannsókn af lögregluyfirvöldum á hverjum stað þremur mánuðum eftir að síðast spurðist til viðkom- andi. Þeir, sem hafa forræði rannsókn- arinnar hjá RLR í sínum höndum, verjast allra frétta af gangi mála. „Ég hef ekkert um málið að segja,“ sagði Jón H. Snorrason, sem stjórn- ar rannsókninni ásamt Sigurbirni Víði Eggertssyni, þegar borið var undir hann hvort lögreglan leitaði líks Valgeirs á Esjubergssvæðinu. Þrír heimildarmenn blaðsins, sem þekkja tii rannsóknarinnar, auk heimildarnianns innan lögregl- unnar fullyrða hins vegar að gengið sé út frá þeirri kenningu að Valgeir hafi verið myrtur og farnar hafi verið ferðir með sporhunda á svæðið. Lögreglan hafi fengið ein- dregnar vísbendingar um að líkið sé að finna þar sem enn hafi ekki tekist að hrekja. Leitin hefur þó engan árangur borið enn sem kom- ið er. Mennirnir þrír, sem grunaðir eru um verknaðinn, hafa verið undir smásjánni í nokkurn tíma. Eins og staða rannsóknarinnar er í dag er ekki litið svo á að sá eða þeir sem voru að verki hafi ætlað sér að myrða Valgeir heldur hafi átt að lumbra á honum, en með þeim af- leiðingum að hann hafi látist. Ættingjar Valgeirs hafa leitað til nokkurra miðla í þeirri von að þeir gætu veitt einhverjar upplýsingar um hvarf hans. Einn þeirra sagði í samtali við MORGUNPÓSTINN að annar miðill hafi farið á Esjubergs- svæðið í fylgd lögreglunnar en vissi ekki hvort það hefði einhvern ár- angur borið. Heimildarmaðurinn innan lögreglunnar sagði að einn miðill hafi bent á svæðið en fleiri eindregnar vísbendingar hafi einn- ig borist. Mun hann einnig hafa lýst barsmíðum sem leitt hafi til dauða Valgeirs. Jón H. Snorrason vísaði því hins vegar á bug að lögreglan hafi leitað aðstoðar miðla við rannsóknina. „Rannsóknarlögregla ríkisins hefur aldrei, hvorki fyrr né síðar, leitað til miðla,“ sagði Jón. „Það hefur aldrei gerst og hefur enga þýðingu fyrir rannsókn mála. Svo mikið get ég sagt þér.“ I þessu svari felst þó ekki neitun á því að miðill hafi farið í Kollafjörðinn í fylgd lögrglumanna þótt frumkvæðið að því hafi komið frá fjölskyldu Valgeirs. -sg/pj Uppsagnarjeppinn hans Ásmundar. „Verðmætamat þeirra Víkur- fréttamanna á jeppanum er út í bláinn en það er aukaatriði. Þetta sýnir að menn, sem hafa verið í starfi eins og ég var áður í, geta átt í erfið- leikum með að koma sér fyrir á nýjum vinnustað um leið og það getur skapað erfiðleika fyrir þeirra vinnuveitendur.“ Jeppinn hans Ásmundar Samsvarar árslaunum Skömmu fyrir mánaðamótin síð- ustu kom Ásmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs íslandsbanka og fyrrverandi forseti Alþýðusambands Islands, ásamt starfsmannastjóra bankans í útibú- ið í Keflavík. Tilefni heimsóknar- innar var sú ákvörðun að segja upp níu manns við bankann sem mann- að höfðu fimm stöðugildi. Að sögn Jóns Ólafs Jónssonar, trúnaðar- manns starfsmanna, hafði þetta vofað yfir um skeið. Margt við uppsögnina hefur vak- ið reiði rneðal Suðurnesjamanna og heyrast nú óstaðfestar fréttir um að mörg fyrirtæki og einstaklingar séu að draga sig úr viðskiptum við bankann. Til dæniis gerði Suður- nesjablaðið Víkurfréttir það að um- talsefni að jeppabifreið sú sem Ás- mundur mætti á hafi að verðgildi jafngilt árslaunum allra þeirra starfsmanna sem sagt var upp. Um þetta sagði Ásmundur að það væri alltaf erfitt hlutskipti -óháð bakgrunni nranna - að segja upp fólki. Um jeppabifreiðina sagði hann: „Verðmætamat þeirra Vík- urfréttamanna á jeppanum er út í bláinn en það er aukaatriði. Þetta sýnir að menn, sem hafa verið í starfi eins og ég var áður í, geta átt í erfiðleikum nieð að koma sér fyrir á nýjum vinnustað um leið og það getur skapað vandkvæði fyrir þeirra vinnuveitendur. Það virðist ósköp einfaldlega vera skoðun ýmissa að menn sem hafa verið í starfi eins og ég var áður í eigi ekki að vera í starfi eins og ég er í í dag.“ Einnig sagðist Ásmundur telja að þeirrasem ems mannúðlega hefði verið staðið að uppsögnunum og unnt væri. Öllum sem sagt hefði verið upp hefði verið boðið nýtt starf í útibú- um bankans á höfuðborgarsvæðinu og gat hann þess að einn starfsmað- ur hefði þegar tekið því. Einnig hefði mönnum verið gefinn hálfs- mánaðar umhugunarfrestur til að ákveða tilflutning. „Ég tel mikinn grundvallarmun vera á því hvort fólki er bara sagt upp eða því boðin vinna annars staðar. Þetta mál á sér langan aðdraganda. Það hefur verið verið óumdeilt í útibúinu að þar þurfi að fækka fólki og það hefur legið fyrir lengi að það nryndi ger- ast.“ Starfsmenn hafa bent á að ekkert tillit var tekið til starfsaldurs þeirra við uppsagnirnar og liöfðu meðal hann rak annars þrír þeirra starfað í yfir 20 ár hjá íslandsbanka og forrverum hans. Elsti starfsmaðurinn sem fékk uppsagnarbréf var 68 ára gömul kona sern hafði unnið í yfir 25 ár hjá bankanum. Að sögn Jóns hafði hún samþykkt í fyrra að fara í 50% starf sem gerir það að verkum að hennar bíður aðeins 50% af atvinnuleysis- bótum. En einnig hafa yfirlýsingar úti- bússtjórans, Eiríks Alexanders- sonar, um að enginn hafi hætt í bankanum eftir sameiningu, vakið undrun starfsmanna. Þetta hefur Eiríkur látið hafa eftir sér í Morgun- blaðinu og DVen að sögn Jóns Ól- afs hafa á milli átta og tíu starfs- menn hætt síðan bankarnir sam- einuðust. -SMJ

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.