Helgarpósturinn - 03.10.1994, Qupperneq 11
MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 1994
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR
11
Tillögu um afsögn Guðmundar Árna vísað frá
Stóðaf sér
Á flokkstjórnarfundi Alþýðu-
flokksins á Hótel Loftleiðum í gær
var tillögu, um að Guðmundur
Árni Stefánsson segði af varafor-
mennsku og ráðherradóm, vísað
frá með miklum mun. Tillagan var
borin upp af stjórnarmönnum í Fé-
lagi frjálslyndra jafnaðarmanna,
auk fjögurra stjórnarmanna í Al-
þýðuflokksfélagi Reykjavíkur og
formanni Félags ungra jafnaðar-
manna í Reykjavík. Formaður
flokksins, Jón Baldvin Hanni-
balsson, lagði hins vegar til að til-
lögunni yrði vísað frá þar sem þing-
flokkurinn hefði gefið út yfirlýs-
ingu og því væri tillagan ótímabær.
Leynileg kosning var um frávísun-
artillöguna og var hún samþykkt
með 67 atkvæðum gegn 13. Tveir
seðlar voru auðir eða ógildir.
„Það er verið að fresta því að taka
afstöðu í málinu. Við teljum að öll
efnisatriði sem skipta máli séu fram
komin og vildum því taka afstöðu
strax. Hins vegar var það niður-
staða flokkstjórnar að fá frekari
upplýsingar frá óháðum aðila, Rík-
isendurskoðun. Það er þeirra réttur
og við höfum ekkert við það að at-
huga þó við séum ósammála,“ segir
Margrét S. Björnsdóttir, formað-
ur FFJ, en hún mælti fyrir tillög-
unni á fundinum. Hún sagði að nú
myndu þau bíða eftir niðurstöðum
Ríkisendurskoðunar og ekki hefði
verið rætt hvert framhaldið yrði.
Þessi niðurstaða kom okkur ekki á
óvart. Við vissum það fyrirfram að
flokkstjórnin myndi samþykkja til-
lögu þingflokksins. Við vorum
henni bara ósammála og vildum
vera sjálfum okkur samkvæm.“
Jón Baldvin tilkynnti í upphafi
fundar að hann myndi bera fram
frávísunartillögu ef tillagan um af-
sögn yrði borin upp. Margrét segir
það ekki skipta máli því að í kosn-
ingu um frávísunina hafi menn í
raun verið að greiða atkvæði um
efnisatriði málsins. Guðmundur
Árni sagði eftir fundinn að þetta
væri sigur fyrir sig og komið hefði í
ljós að andstöðuhópurinn væri fá-
mennur en hávær.
1 tillögunni segir: Flokkstjórnar-
una
fundur Alþýðuflokksins skorar á
Guðmund Árna Stefánsson að segja
af sér embætti varaformanns
flokksins svo og ráðherrastöðu
sinni.
Með slíkri ákvörðun setti Guð-
mundur Árni hagsmuni flokksins í
öndvegi. Það er mat flokkstjórnar
að Guðmundur Árni styrki stöðu
sína í íslenskum stjórnmálum til
lengri tíma með því að axla ábyrgð
á þeirri atburðarás sem valdið hefur
trúnaðarbresti innan Alþýðu-
flokksins.
Undir þessa tillögu skrifa Margr-
ét S. Björnsdóttir, Ágúst Einars-
son, Hildur kjartansdóttir, Vil-
hjálmur Þorsteinsson og Örn
Karlsson sem öll sitja í stjórn Fé-
lags frjálslyndra jafnaðarmanna,
Gunnar Ingi Gunnarsson, Hulda
Kristinsdóttir, Jónas Þór Jónas-
son og Rúnar Geirmundsson í
stjórn Alþýðuflokksfélags Reykja-
víkur og Bolli Valgarðsson, for-
maður Félags ungra jafnaðar-
manna í Reykjavík. Fyrir utan þá
sem skrifuðu undir tillöguna hafa
því aðeins þrír greitt atkvæði gegn
frávísun formannsins. -pj
l\. flokksstjórnarfundi Alþýðuflokks-
ins í gær var ýmislegt sagt sem flokka
má undir öfugmæli og annað látið
ósagt sem skar í eyru. Til að skilja full-
komlega hvað fram fór þurftu fundar-
menn því að lesa milli linanna og beita
skynfærunum til hins ítrasta. Þá flugu
margar skemmtilegar sögur á göngun-
um yfir kaffibolla.
að fyrsta sem vakti athygli blaða-
manna, þegar þeir skimuðu yfir salinn,
var sú staðreynd að þeir fáu stólar, sem
ekki voru setnir, voru í námunda við
liðsmenn Félags frjálslyndra jafnaðar-
manna. Krati, sem rætt var við, sagði
skýringuna augljósa - þeir sem ekki
vildu láta kenna sig við þá, sem báru
upp tillöguna um að Guðmundi Árna
Stefánssyni bæri að segja af sér, héldu
sig í hæfilegri fjariægð frá þeim frjáls-
lyndu...
Gu
Guðmundur Arni Stefánsson
Greiðir atkvæði með frávísun á
tillögu um að honum beri að
segja af sér. í humátt á eftir hon-
um er bróðir hans, Gunnlaugur
Stefánsson, sem barist hefur eins
og herforingj við hlið Guðmundar.
r uðmundur Árni lét fréttamenn
heyra það í upphafi framsöguræðu
sinnar, án þess þó að segja nokkurt
styggðaryrði um þá. Ráðherrann sagði
það til marks um að kratar hefðu ekk-
ert að fela að fundurinn væri opinn
fjölmiðlum. Hann sætti sig hins vegar
greinilega illa við að fréttamennirnir
skyldu raða sér á fremsta bekk. Hann
sagði eitthvað á þá leið - og horfði hátt
yfir fréttamennina eins og hann sæi þá
ekki - að honum þætti athyglisvert í
ljósi undangenginnar atburðarásar að
fjölmiðiamennirnir sætu fremst en
kærum flokksfélögum væri raðað þar
fyrir aftan. Varla þarf að skýra þessi
ummæli...
Ctudmundur Árni mismælti sig á
neyðarlegan hátt án þess að taka eftir
þvi sjálfur þegar hann var að ræða um
greinargerð sína og þá ákvörðun þing-
flokksins að fá Ríkisendurskoðun til
þess að gera úttekt á embættisfærslum
hans og Jóns Baidvins. Hann sagði að
þeir menn, sem kölluðu slikt kattar-
þvott, ættu að sýna sama hugrekkið.
Síðan kom þetta, nokkurn veginn orð-
rétt: „Ég treysti því að þeir stjórnmála-
menn sem halda slíku fram gangist
undir svipaðan kattarþvott og ég.“ Af
þessum ummælum að dæma þá þykir
ráðherranum sjálfum varla rnikið til
þess koma sem hann hefur gert til að
hreinsa sjálfan sig af ávirðingunum...
rfnast nánari skýringa
CFJ fram skýrslu þarsem sjö embættisfærslur GuðmundarÁma eru harkalega gagnrýndar.
lögfræðings segir að eftir standi:
„Að Guðmundur Árni réð til starfa
án samráðs við embættismenn
ráðuneytisins mann nákominn sér,
en Hrafnkell er náfrændi Guð-
mundar Árna (af öðrum og þriðja).
Hrafnkell er gjaldþrota. Áð það
verður að teljast vafasamt, svo ekki
sé sterkar að orði kveðið, að opin-
berir hagsmunir einir hafi ráðið
vali Hrafnkels til að vinna þá
skýrslu sem hér um ræðir. Benda
má á að Hrafnkell hefur ekki þá
sérþekkingu á sviði bótaréttar al-
mannatrygginga sem t.d. er að
ftnna hjá lögfræðingum Trygging-
arstofnunar. Að upphæðin sem
greidd var fyrir skýrsluna er há og
því aðeins réttlætanleg að skýrslan
sé bæði ítarleg og umfangsmikil.
Tregi Guðmundar Árna við að
upplýsa umfang hennar bendir
ekki til að svo sé.“
Mál Steens
Johansens
Um kynningarfulltrúann Steen
Johansen segir: „Guðmundur
Árni hefur viðurkennt að laun Ste-
ens hafi verið „of há“. Hér var al-
mannafé sóað að því er virðist full-
komlega að ástæðulausu og af víta-
verðu ábyrgðarleysi. Ekkert bendir
til annars en að ráða hefði mátt Ste-
en, eða annan kynningarfulltrúa
sem Guðmundur Árni treysti, á
venjulegum kjörum slíkra starfs-
manna. Guðmundur Árni sýndi í
þessu máli skilningsleysi á hugsan-
legum afleiðingum þess að ráða
einstaka starfsmenn hins opinbera
utan kjarasamninga með þessum
hætti. Hvers vegna eiga suntir að
sætta sig við ákvæði kjarasamninga
en aðrir ekki? Á að taka upp það
kerfi almennt hjá ríkinu að gera
kjarasamning við hvern og einn
starfsmann? Er Alþýðuflokkurinn
trúverðugur gagnvart öðrum opin-
berum starfsmönnum, sem verða
að sætta sig við önnur og mildu lak-
ari kjör? Boðskapur Alþýðuflokks-
ins urn ráðdeild og ítrustu hag-
kvæmni í ríkisrekstri, sem m.a. hef-
ur birst í sársaukafullum niður-
skurði í heilbrigðismálum, verður
lítt trúverðugur í augum kjósenda
þegar bruðlað er með fé í æðstu yf-
irstjórn þeirra mála undir stjórn
ráðherra Alþýðuflokks.“
Mál Jóns H. Karlsson-
ar
Um aðstoðarmanninn Jón H.
Karlsson segir að eftir standi: „Að
Guðmundur Árni hefur sagt að
„eftir á að hyggja“ hafx skipun Jóns
sem formanns stjórnarnefndar Rík-
isspítala „verið umdeilanleg“. Að
seta Jóns H. Karlssonar í 12 stjórn-
um, ráðum og nefndum og tekjur
af henni voru langt utan þeirra
venja sem viðteknar hafa verið
varðandi aðstoðarmenn ráðherra.
Að svo lítur út sem meira rnáli hafi
skipt að drýgja tekjur Jóns H.
Karlssonar en að velja hæfasta
manninn til að gegna hverju starfi,
m.a. með tilliti til þess tíma sem
þarf til að sinna hverju þeirra svo
vel sé.“
Ráðstöfun
íbúðar í eigu
Hafnarfjarðarbæjar
Um íbúð í eigu Hafnarfjarðar
sem leigð var frænku Guðmundar
Árna segir að eftir standi: „Greinar-
gerð Guðntundar Árna svarar því
engu hvort hann eða embættis-
menn eftir hans fyrirmælum hafi
ráðstafað umræddri íbúð til frænk-
unnar. Greinargerð Guðmundar
Árna svarar því engu hvort íbúðin
hafi verið tekin úr sölu eftir að
frænkan flutti inn. Svo virðist sem
Guðmundur Árni hafi í þessu máli
sem öðrum sýnt það dómgreindar-
leysi að hygla sér nærstöddu fóki,
framhjá þeim vinnugangi og
vinnureglum sem aðrir þurftu að
sæta. Hvaða skilaðboð sendir þetta
þeim borgurum sem fylltu sam-
viskusamlega út eyðublöð, upp-
fýlltu skilyrði hins félagslega kerfis
og biðu í biðröðum eftir úthlutun
íbúða?“
Fjármál og
stjórnun Listahátíðar
í Hafnarfirði
Urn íjárntál og stjórnun Listahá-
tíðar í Hafnarfirði segir: „Skipulag
og íjármál Listahátíðar í Hafnar-
firði voru í fullkomnum ólestri. Á
því ber Guðmundur Árni Stefáns-
son fulla ábyrgð, þótt hann og
stjórn hlutafélagsins kjósi að skella
skuldinni á Arnór Benónýsson sent
var sérstaklega ráðinn af Guð-
mundi Árna sem vektaki til að
sinna verk- og fjármálastjórn. Eng-
in skýring hefur verið gefin á því
einkennilega fyrirkomulagi að reka
hátíðina sem hlutafélag með stjórn
sem hafði enga fjárhagslega ábyrgð,
þvert á almennar viðskiptavenjur
og lög um hlutafélög, Hver átti
hlutaféð? Hvernig áatti að fara með
hagnað eða tap félagsins? Hver var
þóknun stjórnarmanna? Hvernig
var kostnaðarskipting milli hlutafé-
lagsins og bæjarsjóðs? Hver er staða
kröfuhafa í hlutafélagið? Hvernig
var hagað endurskoðun reikninga
og skattskilum þess? Stóðst þessi
rekstur, og ýmsir málamynda-
gjörningar honum tengdir, lög um
hlutafélög og bókhald?“
Biðlaun
Um biðlaun segir að „eftir stapp
og eftirgangsmuni" hafi Guð-
mundur fallist á að hætta töku
biðlauna en aldrei hafi komið fram
hvort hann endurgreiddi það sem
hann hafði þegar fengið. I saman-
tektinni segir: „Á þetta atriði er ekki
ninnst í greinargerð Guðmundar
Árna. Hann var þó minntur á það á
fundi sem stjórn FFJ átti með hon-
um og formanni Alþýðuflokksins
til að fara yfir áhyggjuefni stjórnar
FFJ í þessu máli.“-pj
Ágúst Einarsson og Vilhjálmur
Þorsteinsson Skoruðu á Guð-
mund Áma að segja af sér vara-
formennsku og ráðherradómi.
Tillögu þess efnis var vísað frá
með 67 atkvæðum gegn 13.