Helgarpósturinn - 03.10.1994, Page 12
12
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR
MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 1994
Hillaty
lætur
ekki
hugfallast
Þrátt fyrir að allt gangi á afturfót-
unum með heilbrigðisfrumvarpið
sem Hillary Clinton hefur barist
hart fyrir, þrátt fyrir að forsetafrúin
sé sögð í hópi verst klæddu kvenna
í Ameríku, þrátt fyrir að margir
Bandaríkjamenn telji að hún sé
hinn raunverulegi húsbóndi í Hvíta
húsinu - þrátt fyrir þetta ætlar Hill-
ary Clinton ekki að gefast upp. Hún
ætlar ekki að draga sig í hlé og setj-
ast inn í betri stofur forsetabústað-
arins.
Þegar Hillary baðaði sig í sviðs-
ljósi fjölmiðla áamt Nainu, konu
Boris Jeltsíns, í síðustu viku not-
aði hún tækifærið til að bera til
baka frásagnir fjölmiðla um að hún
ætli að halda sig meira til hlés á
næstunni. Þvert á móti mun Hill-
ary ætla að halda áfram að berjast
fyrir hugmyndum sínum um
heilsugæslu og eins ætlar hún að
Hillary og Bill
aðstoða bróður sinn, Hugh Rod-
ham, sem er í framboði í kosning-
um um sæti í öldungadeild Banda-
ríkjaþings. ■
Betrítíð
f Albaníu
Eftir aldalangar nremmingar, k>
aldalangar nremmingar,
sem þó urðu kannski einna verstar
síðustu hálfu öldina, eiga Albanir
líklega skilið að lifa betri og glaðari
tíma. Og nú hafa þeir runnið upp,
því í Albaníu er þessa stundina
mestur hagvöxtur í öllum ríkjum
Mið- og Austur-Evrópu. Ekki spill-
ir heldur að verðbólga fer mjög
hjaðnandi.
Albaníu var sérstaklega hrósað á
fundi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins
sem nú stendur yfir í Madrid. Þar
kom fram að hagvöxturinn yrði
átta prósent á þessu ári, en verð-
bólga færi lækkandi og stefndi nú
niður fyrir tíu prósentin. Hún var
226 prósent fyrir tveimur árum.
Þrátt fyrir þetta verður þess lík-
lega langt að bíða að Albanir geti
baðað sig í peningum.
Hjá þeim byrjaði hagvöxturinn
hérumbil í algjöru núlli en þegar
valdatíma kommúnista lauk var
nánast allt lamað og ónýtt í land-
Vopnin tala á Haítí A Haítí er enn langt I frá að stillt hafi verið til friðar.
Bandaríkjaher hefur lítt haft sig í frammi og stuðningsmenn her-
foringjastjórnarinnar fráfarandi eru enn gráir fyrir járnum. Það gerir illt
verra að óaldarflokkar ýmsir ganga lausir með illa fengin vopn, en
bandarískir hermenn veigra sér við afskipti, þar sem pólitísk skilaboð
úr Hvíta húsinu hafa ekki verið skýr.
Indland
Plágan í rénun?
Indverjar reyna að bera sig vel
þótt vofa plágunnar fari þar um
héruð. í gær var ákveðið að skólar í
Delhi yrðu opnir á nýjan leik, enda
telja indversk heilbrigðisyfirvöld að
þau hafi náð að hefta útbreiðslu
plágunnar. Þrátt fyrir það hefur
sjúkdómstilfellum farið fjölgandi.
Alþjóða heilbrigðisstofnunin telur
að það muni koma í Ijós á næstu
tveimur dögum hvort plágan haldi
áfram að breiðast út.
í gær var tala þeirra sem grunur
hefur leikið á að séu sýktir komin í
tæplega 3500. Heilbrigðisyfirvöld á
Indlandi hafa þó sagt að af þeim
hópi séu aðeins um 204 raunveru-
lega sýktir. Hinir þjáist ekki af al-
varlegri sjúkdómum en kvefi eða
inflúensu.
Þrátt fyrir þetta fara þjóðir heims
að öllu með gát. Pakistanar hafa
meinað útlendingum að koma inn í
landið frá Indlandi og Bangla Desh
hefur meinað Qórum indverskum
skipum að koma þar í höfn. Sex ríki
við Persaflóa hafa rofið allar flug-
samgöngur við Indland og ýmis
Evrópuríki krefjast þess að farþegar
sem koma frá Indlandi gangist
undir læknisskoðun. Indversk yfir-
völd halda því fram að þetta séu
mun harkalegri viðbrögð en efni
standi til.
Spillingarmál í Frakklandi
Forsetaframþjóðend-
ur fara í skotgrafímar
Stjómmál í Frakklandi taka nú æ
meiri lit af því að forsetakosningar
nálgast. Á sama tíma geisar heiftar-
leg umræða um spillingu stjórn-
málamanna sem mun áreiðanlega
hafa rnikil áhrif á kosningarnar.
Sósíalistaflokkurinn, flokkur Mitt-
errands forseta, er í molum eftir
innbyrðis átök og hneykslismál sem
hvað eftir annað hafa skekið flokk-
inn.
En það eru fleiri sem hafa
óhreint mjöl í pokahorninu. Á
sama tíma og Laurent Fabius,
fyrrverandi forsætisráðherra sósíal-
ista, er til rannsóknar vegna þáttar
síns í blóðgjafahneykslinu marg-
umtalaða varð Edouard Balladur,
forsætisráðherra, að fyrirskipa op-
inbera rannsókn á þremur sam-
herjum sínum í ríkisstjórn. Það eru
valdamiklir menn, Frangois Léot-
ard, varnarmálaráðherra, Gérard
Longuet, iðnaðarráðherra og Alan
Madelin, sem er ráðherra efna-
hagsþróunar. Það þykir skaða Ball-
adur nokkuð að hann hefur hikað í
þessu máli, enda eru ráðherrarnir
þrír meðal helstu bandamanna
hans. Allir liggja þeir undir grun
um misferli sem tengist fjárfram-
lögum í kosningasjóði, en einnig er
talið að Longuet hafi eignast glæsi-
hús við Rívieruna með vafasömum
hætti.
Það skiptir þó kannski ekki
mestu máli. Hitt er mikilvægara
hvernig þetta getur gagnast and-
stæðingum Balladurs sem hefur
verið vinsælasti stjórnmálamaður
Frakklands allan tíma sinn sem for-
sætisráðherra. Sá stjórnmálamaður
sem mest gagn hefur af því að
koma höggi á Balladur er Jacques
Chirac, borgarstjóri í París og leið-
togi flokks gaullista, RPR. Sá flokk-
ur og flokkur Balladurs, UDF,
starfa reyndar saman í ríkisstjórn
en þegar út í forsetaslaginn er kom-
ið stoðar slík vinátta lítt.
Chirac hefur löngum dreymt um
að verða forseti og reynt fyrir sér í
forsetakosningum, en án árangurs.
Eftir því sem óvinsældir Mitterr-
ands hafa aukist síðari árin virtist
hagur Chiracs vænka. En þá kom
Balladur til sögunnar og virðist nú
öllu sigurstranglegri kandídat en
Chirac. Honum er því alls ekki á
móti skapi að vinir Balladurs verði
uppvísir að spillingu og margir álíta
reyndar að upplýsingar um
hneykslismál séu komin beint úr
herbúðum Chiracs.
En á meðan er ljóst að það eru
engir kandídatar sem gætu veitt
Balladur eða Chirac keppni í for-
setakosningum. Eins og staðan er
geta sósíalistar ekki vonast til að fá
nema rúm tíu prósent. Nema. Ef.
Sá eini sem gæti breytt þessu er
Jacques Delors, framkvæmda-
stjóri Evrópubandalagsins. Hann
Slóvakía
Boxari vinnur
kosningasigur
Þjóðernissinninn Vladimir
Meciar vann stórsigur í þingkosn-
ingum í Slóvakíu í gær. Meciar var
forsætisráðherra Slóvakíu þangað
til í mars síðastliðnum þegar hann
missti sæti sitt eftir að hafa ekki get-
að varist vantrausti stjórnarand-
stöðu. Flokkur Meciars fékk næst-
um 35 af hundraði atkvæða, en það
er talsvert meira en skoðanakann-
anir höfðu spáð honum. Þetta eru
fyrstu kosningar í Slóvakíu síðan
landið sagði skilið við Tékkland í
fyrra.
Meciar er nú í lykilaðstöðu til að
mynda samsteypustjórn er þjóð-
ernissinnaður fram úr hófi, hann er
fyrrum hnefaleikamaður, og þykir
reiðubúinn til að leggja ýmislegt á
sig til að auka lýðhylli sína.
Til að mynda vann hann nú at-
kvæði fjölmargra iðnverkamanna
með því að leggjast gegn hugmynd-
um um einkavæðingu. Forseti Sló-
vakíu, Michal Kovac, lýsti því yfir
fyrir kosningarnar að sigur Meciars
myndi skaða traust Slóvakíu er-
lendis.
Nú neyðist hann líklega til að fela
Meciar stjórnarmyndun sem þá
mun líklega leita til flokka og
flokksbrota á hægri væng stjórn-
málanna. ■
hefur lengi verið orðaður við for-
setaframboð, en ekki sagt af eða á.
Það er þó Ijóst að.Delors vill ekki
óhreinka sig í átökum á hinum
margklofna vinstri væng, heldur
vill hann koma eins og „deus ex
machina“ af himni Evrópubanda-
lagsins.
Ef Delors fer ekki fram er víst að
vinstri menn eiga enga möguleika.
Baráttan um fylgið þeim megin
yrði milli smáflokka græningja,
kommúnista, Sósíalistaflokksins og
klofningsframboða frá honum. Þá
er ekki óhugsandi að baráttan um
forsetaembættið standi milli
tveggja hægrimanna, Balladurs og
Chiracs sem eiga von á að fá fylgi á
bilinu 20-30 af hundraði í fyrri um-
ferð forsetakosninganna. Slíkt fylgi
fær enginn vinstrimaður nema
Delors. Það yrðu þá þeir sem berð-
ust í seinni umferð kosninganna.
Þetta þykir stjórnmálaskýrendum
nokkuð athyglisverð framtíðarsýn,
enda er hefð fyrir því að hægrimað-
ur og vinstrimaður berjist um að
komast í Elysée-höllina.
I þessu tilviki myndi Chirac
væntanlega færa sig lengra ■ til
hægri. Hann myndi reyna að fá
fylgi frá hægri öfgamönnum Jean
Marie Le Pen og líka frá andstæð-
ingum Evrópubandalagsins. Ball-
adur neyddist þá væntanlega til að
reyna að laða fylgi frá vinstri væng
stjórnmálanna, þótt ljóst sé að
hann myndi aldrei fá beinan opin-
beran stuðning Sósíalistaflokksins.
En allt þetta veltur semsé á Del-
ors sem ekkert lætur uppi, heldur
hefur sem fyrr álíka opinskátt við-
mót og kínverskur mandaríni. ■
Whoopi
giftist
venjulegum
manni
Leikkonan Whoopi Goldberg
gekk í það heilaga á laugardaginn
var með Lyle Trachtenberg,
sem er ekki leikari heldur verka-
lýðsforingi. Hún er 44 ára en
brúðguminn sex árum yngri, 38
ára. Haft er eftir Whoopi að hún
hafi aldrei áður verið í þingum
við svo venjulegan mann.
Meðal gesta í brúðkaupi gam-
anleikkonunnar voru Arnold
Schwarzenegger, Steven Spi-
elberg og Matthew Modine.
Fyrrum ástmanni Whoppiar,
leikaranum Ted Danson, virðist
hins vegar ekki hafa verið boðið.
Ýmislegt var til skemmtunar, en
eftirminnilegast þótti þegar ótal
hvítum blöðrum var sleppt. Það
var þó ekki til skemmtunar eða
yndisauka, heldur til að byrgja
sýn fréttamönnum sem flugu yfir
staðnum í þyrlum. ■
fl
•i
•>
•>
.
%
«4
•>
!
•i
•i