Helgarpósturinn - 03.10.1994, Side 16
16
MORGUNPÓSTURINN VIÐSKIPTI
iWlUDÍÍíSÖR 3. OKTÓBER 1994
Grafgötur
Kurr í hluthöfum vegna tapreksturs Flugleiða
Mér er spurn
Óskar Finnsson, eigandi veitingastaðarins
Argentínu spyr.
„Hér í bænum eru líklega 95-100 salir sem fé-
lagasamtök eiga. í þessum sölum eru haldnar
árshátíðir og ýmsar uppákomur þar sem fólk
greiðir fyrir mat og drykk. Það má gefa sér að
hver salur taki um áttatíu manns, þannig að í
þessum sölum eru samankomnir um 800 manns
um hverja helgi og ef hver eyðir 4 þúsund krón-
ím rúlla þarna í gegn um 30 milljónir á venjulegu föstudags- eða laugar-
lagskvöldi. Og af þessum peningum eru engin gjöld og skattar greidd.
S>essir „svörtu“ salir eru að drepa veitingahúsin og ég vil spyrja skatt-
rannsóknarstjóra af hverju það er ekki tekið á þessu máli af hörku.“
„I spurningunni felst að fyrir-
spyrjandi telur að það sé ekki tekið
á málunum. Ég vil fullvissa hann
um að þeim skattsvikum, sem eiga
sér stað á þessum vettvangi, er
sinnt af hálfu embættisins eins og
öðrum skattsvikum, að svo miklu
leyti sem það hefur mannafla til.
Við höfum átt samstarf og sam-
vinnu við Samband veitinga- og
gistihúsa og átt ágætis viðræður og
samstarf við framkvæmdastjóra
þess félags. Hann hefur komið á
framfæri við stofnunina upplýs-
ingum um starfsemi sem þar er
stunduð og á þessu ári hafa all-
Skuldastaða
1981-1995
60% af VLF-
20,;
81 ’83 '85 ’87 ’89 ’91 ’93 ’95 g
margir aðilar sem þannig er ástatt
um sætt rannsókn hjá embættinu
og endurákvörðun í kjölfar þess
væntanlega og síðan refsimeðferð,
ýmist hjá Rannsóknarlögreglu rík-
isins eða yfírskattanefnd.
Þetta er einmitt dæmi um svarta
starfsemi sem er raunverulega
mjög erfitt að taka á. Innkaup hrá-
efnis eru oftast nær gerð í almenn-
um verslunum og maturinn jafn-
vel framleiddur annars staðar, og
svo eru salir leigðir til að framreiða
ofan í fólk.
Því get ég alveg tekið undir það
með Óskari að þetta er ástand sem
ekki er hægt að sætta sig við og
stofnunin tekur á því að svo miklu
leyti sem hún hefur kraft til. En
meginvandamálið er að sjálfsögðu
ásókn viðskiptamanna í viðskipti
af þessu tagi.“ Skúli Eggert Þórðar-
son ríkisskattstjóri.B
Skúli Eggert Þórðarson ríkis-
skattstjóri. „Meginvandamálið
er að sjálfsögðu ásókn viðskipta-
manna í viðskipti af þessu tagi.“
’81 ’83 ’85 ’87 ’89 ’91 ’93 ’95£
Greiðslubyrði
1981-1995
% af útflutningstekjum
í greinargerð með fjárlagafrum-
varpinu er birt þjóðhagsspá um
ástand og horfur í efnahagsmál-
um á næsta ári.
Viðskipta-
jöfnuður
1981-1995
10„
81 ’83 '85 ’87 ’89 ’91 ’93 ’95 £
Samkvæmt spánni mun skulda-
staða þjóðarbúsins gagnvart út-
löndum lækka á næsta ári.
Spáin er enn bjartsýnni varðandi
greiðslubyrði af erlendum lánum.
Hún gerir ráð fyrir mikilli lækkun.
Samkvæmt spánni mun batinn á
viðskiptajöfnuðinum stöðvast.
Ekki verður sagt að hinn almenni
hluthafi í Flugleiðum sé skýjum of-
ar vegna afkomu flugfélagsins und-
anfarin ár. Tap varð á rekstrinum
árið 1992 upp á tæpar 134 milljónir
og sömuleiðis 1993 upp á rúmar 187
milljónir. Forráðamenn félagsins
hafa borið höfuðið hátt þrátt fyrir
þetta og gefið vonir um betri tíð og
blóm í haga.
Á fyrri helmingi þessa árs varð
732 milljóna króna tap á rekstri fé-
lagsins, sem er 160 milljónum
meira en fyrir sama tímabil í fýrra.
Á síðustu fimm árum hefur eigin-
fjárhlutfall félagsins hrapað úr 42%
í 13%. Forráðamenn fyrirtækisins
hafa getað vísað til þess kreppu-.
ástands sem ríkt hefur hérlendis
sem og á meginlandi Evrópu og í
Bandaríkjunum undanfarin ár til
að skýra tap á rekstrinum. Hins
vegar eru teikn á lofti um að rekstr-
arskilyrði hafi farið batnandi und-
anfarið, enda hefur farþegafjöldi
aukist, sætanýting batnað og tekjur
aukist. T.d. voru Flugleiðir með
bestu sætanýtinguna af öllum flug-
félögum á Evrópuleiðum í júlí sl.
eða 82% og þá þriðju bestu á Norð-
ur-Atiantshafsfluginu eða 89%.
Fjöldi farþega jókst hjá félaginu í
júlí um 15% miðað við árið í fyrra
og um 17% í ágúst. Reyndin virðist
vera sú að hagnaður af rekstrinum
sé yfirleitt meiri á seinnihluta ársins
en þeim fyrri. Á þetta var m.a. bent
í fyrra en þrátt fyrir það varð heild-
arniðurstaðan neikvæð þegar upp
var staðið.
Sú spurning gerist því æ áleitnari
hversu lengi hinir fjölmörgu hlut-
hafar í Flugleiðum halda þolin-
mæði sinni gagnvart þeim sem
stjórna fyrirtækinu. Þrátt fyrir að
ýmis fyrirtæki eins og t.d. líknarfé-
lög setji önnur markmið framar
hagnaði þá getur það ekki átt við
um flugfélag sem á í sívaxandi sam-
keppni, eða þjónar það nokkrum
tilgangi að reka flugfélag sem ekki
skilar arði?
Dagfinnur Stefánsson, fyrr-
verandi flugstjóri og stjórnarmeð-
limur í Loftleiðum, er einn smærri
hluthafa í Flugleiðum. Hann segist
hafa áhyggjur af rekstrinum en hef-
ur þó ekki misst trú á að fyrirtækið
geti borið sig. „Forráðamenn Flug-
leiða hafa ábyggilega reynt að gera
sitt besta. Mér finnst það þó áber-
andi með reksturinn að að honum
koma margir ungir menn sem ekki
hafa mikla reynslu í flugrekstri.
Flestir þeirra hafa einhverjar
menntagráður í hagfræði eða ein-
hverju slíku. Það gengur bara ekki
Dagfinnur Stefánsson: Mér finnst það þó áberandi með reksturinn að
að honum koma margir ungir menn sem ekki hafa mikla reynslu í flug-
rekstri.
Bengt Scheving Thorsteinsson: Það liggur í augum uppi að það er
ekki beinlínis gáfulegt að fjárfesta í fyrirtæki sem ekki skilar arði.
almenna hluthafa. „Þegar einn aðili
eins og Eimskip á stærstan hluta
eða eitthvað um 35% þá þarf hann
ekki að hlusta á nokkurn mann.
Það hefur lengi verið svo að hinn
almenni hluthafi veit voða lítið um
fyrirtækið. Það veldur því að
smærri hluthafar þora ekki að taka
til máls um skýrslur stjórnar og
reikninga á aðalfundunr því enginn
telur sig vita neitt og enginn vill
upplýsa fáfræði sína.“
Bengt líkir aðalfundum Flugleiða
við halelújasamkundur eða flug-
eldasýningar. Þeir séu nánast
formsatriði því ákvarðanir sem
lagðar séu fyrir fundina hafi löngu
áður verið teknar á skrifborðshorn-
inu hjá forstjóranum. Hann bætir
því þó við að breyting hafi orðið til
batnaðar undanfarin ár hvað upp-
lýsingastreymi til almennra hlut-
hafa varðar.
Líkt og Dagfinnur heldur Bengt
því fram að margir þeirra sem sitja í
stjórn Flugleiða hafi litla þekkingu
á flugrekstri. „Eimskip er fyrst og
fremst flutningafyrirtæki á sjó en
ekki í lofti. Hvað eiga þeir að vita
um farþegaflug? Það er spurning
hvort þessir menn hjá Eimskip séu
þeir heppilegustu til að standa í
rekstri flugfélags. Til eru menn sem
þekkja þennan rekstur út og inn og
sýnt hafa árangur. Sem dæmi má
taka Birki Baldvinsson, sem
stundað hefur flugrekstur í Lúxem-
borg, hann hefur sýnt að hægt er að
græða á tá og fingri á flugrekstri.
Flugleiðum væri fengur að honum
og hann virðist hafa áhuga á rekstri
félagsins, enda er hann orðinn einn
stærsti hluthafinn (Birkir er fjórði
stærsti hluthafinn, á 2,24%).“
Með hliðsjón af bágri afkomu af
rekstri Flugleiða telur Bengt að
réttlæta megi þá spurningu hvort
það þjóni einhverjum tilgangi að
reka fyrirtækið áfram. „Það liggur í
augum uppi að það er ekki beinlín-
is gáfulegt að fjárfesta í fyrirtæki
sem ekki skilar arði. Það virðist
stundum vera svo að fyrirtækinu sé
haldið gangandi fyrirtækisins vegna
en ekki vegna hluthafanna. Þeirrar
tilhneigingar gætir hjá mörgum
hlutafélögum að þeir stjórnunarað-
ilar sem ná yfirhöndinni eiga til að
missa sjónar á því til hvers og fyrir
hvern fyrirtækið var í upphafi
stofnað."
Bengt bendir á að Atlanta græði á
tá og fingri á sama tíma og Flug-
leiðir tapi. Honum finnst Flugleiðir
sinna leigufluginu of lítið, það sé
miður, því Atlanta hafi sýnt að slíkt
skili arði.
Innanlandsflugið
blóraböggull
Flestir þeirra hluthafa sem
MORGUNPÓSTURINN ræddi við eru
Afkoma
á fyrri helmingi síðustu fimm ára.
:100 milljónir á verölagi hymáfi* “
100:
300
-400;
-500
-600
700 tSÍ
upp, því menn verða að hafa
reynslu í flugrekstri til að kunna á
þetta. Það væri fyrirtækinu til góðs
ef leitað væri eftir ráðgjöf eldri
starfsmanna fyrirtækisins sem
þekkja flugrekstur út og inn.
Þetta var allt annað hjá Loftleið-
um þegar ég var í stjórn þar, þar
voru margir flugmenn í stjórn.
Stjórnarfundir voru mildu oftar en
nú er. Menn komu ekki bara saman
einu sinni í mánuði, snæddu há-
degisverð og hlustuðu á skýrslu for-
stjóra. Það var oft fundað annan
hvern dag eða um leið og einhver
mál komu upp og þau voru þá
rædd og leyst.
Þeir menn sem núna stjórna ráða
öllu. Hinir fljóta bara með. Mér
finnst ekki vera nógu gott samband
milli stjórnar og starfsmanna eða
framkvæmdastjóranna og starfs-
manna.“
Bengt Scheving Thorsteins-
son, annar hluthafi í Flugleiðum,
hefur ásamt Dagfinni barist fyrir
því að teknar verði upp marg-
feldiskosningar í stjórn Flugleiða.
Hann segir að í lögum um hlutafé-
lög sé kveðið á um margfeldiskosn-
ingar til að vernda þá sem í minni-
hluta eru. Ekki sé hægt að beita
þessari reglu varðandi kosningu í
stjórn Flugleiða þar sem einungis sé
kosinn helmingur stjórnar í senn,
fjórir til fimm menn í stað níu.
Væru allir níu kosnir í einu gæti
minnihlutinn sett nífalt atkvæða-
magn á einn mann og þar með
komið sínum manni að. Bengt seg-
ist lengi hafa hamrað á þessu án ár-
angurs.
Líkt og Dagfinnur segir Bengt að
stjórn Flugleiða hlusti lítið á hinn
Kom hluthöfum á óvart að
fýrírtækinu var skipt upp
Kvartað yfir þekkingarieysi stjómarmanna á flugrekstri og sambandsleysi þeirra við hinn almenna hluthafa.
Aðalfundi líkt við halelújasamkundur.