Helgarpósturinn - 03.10.1994, Page 18

Helgarpósturinn - 03.10.1994, Page 18
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR MÁNODAGUR 3. OKTÓBER 1994 HVERS VEGNA NOTAR ÞÚ RAUTT EÐAL GINSENG? Gunnar Eyjólfsson, leikari og skátahöfðingi: Það eflir einbeitinguna. Sigurður Sveinsson handboltamaður: Það er nauðsynlegt fyrir svona gamla menn eins og mig til að geta haldið endalaust áfram í handboltanum. Ásta Erlingsdóttir, grasalæknir: Ég fmn að það gerir mér gott. Dýrleif Ármann, kjólameistari: Það gefur mér kraft og lífsgleði við saumaskapinn. Alda Norðíjörð, eróbikkkennari: Það stóreykur úthald, þrek og þol. Hildur Kristinsdóttir, klínikdama: Til að komast í andlegt jafnvægi og auka starfsþrek. Rautt Eðal Ginseng skerpir athygli og eykur þol. Alþýðubandalagsmenn leita að kandídat í formannsslaginn gegn Steingrími J. Sigfússyni „Margir hafa leitað til mín“ segir Margrét Frímannsdóttir, þingmaðurAlþýðubandalagsins á Suðurlandi. Margrét Frímannsdóttir, þingmaður Alþýðubandalagsins á Suðurlandi, segist hafa fengið fjöl- margar áskoranir um að bjóða sig fram til formannsembættis í flokknum. Samkvæmt innanhúss- reglum í Alþýðubandalaginu verð- ur Ólafur Ragnar Grímsson, nú- verandi formaður, að láta af for- mennsku á næsta flokksfundi, sem haldinn verður í nóvember á næsta ári. Steingrímur J. Sigfússon, núverandi varaformaður, hefur þegar tilkynnt að hann ætli sér að bjóða sig fram til formanns. Stein- grímur gældi reyndar lengi við það í fjölmiðlum fyrir síðasta flokks- fund, sem haldinn var fyrir tæpu ári, en guggnaði þá. Margrét segir að sér komi ákvörðun Steingríms nú ekki á óvart. „Steingrímur lýsti því yfir á síð- asta ári að hann ætlaði að gefa kost á sér í formanninn. Þá átti Ólafur Ragnar hins vegar eftir eitt ár og Steingrímur dró sig þá til baka. Ég bjóst ekki við öðru en að Stein- grímur myndi bjóða sig fram næst, enda hefur hann lengi stefnt að þessu." Aðspurð hvort það komi tii greina að flokksfundi Alþýðu- bandalagsins verði flýtt þannig að hægt verði að kjósa formann fyrir kosninga.r í vor segir Margrét það ólíklegt. „fig held að menn hljóti nú að hugsa fyrst og fremst um Al- þingiskosningarnar, hvort sem þeim verður flýtt eða ekki. Það skiptir ekki máli hvort nýr formað- ur er kosinn fyrir þessar kosningar. Einnig er það svo að kosningaút- koma flokksins hlýtur að hafa áhrif á hvaða menn koma til álita sem formenn flokksins. Útkoma ein- stakra þingmanna í sínum kjör- dæmum hlýtur að ráða einhverju þar um.“ MORGUNPÓSTURINN náði tali af þremur þingmönnum Alþýðu- bandalagsins. Tveir þeirra, þeir Svavar Gestsson og Hjörleifur HAUSTLEIKUR í tilefni af 1 árs aftnæli Aðalsólbaðsstofiinnar og nýju húsnæði í Þverholti 14, ætlum við að efiia til ferðahappdrættis. Það verða dregnir út tveir ferðavinningar að verðmæti kr. 25.000 í enda hvors mánaðar október og nóvember,. Einnig verða dregin út ljósakort. Það eina sem þú gerir er að kaupa 10 tíma ljósakort, 3ja mánaða og þá fer nafnið á Usta og síðan verða vinningshafar dregnir út á Bylgjunni. sólbaóstofan Þverholti 14 • 105 Reykjavík Sími 618788 Fax. 618780 Margrét Frímannsdóttir „Út- koma einstakra þingmanna í sín- um kjördæmum hlýtur að ráða einhverju um hver verður næsti formaður Alþýðubandalagsins." Guttormsson, lýstu yfir stuðningi við framboð Steingríms en Guðrún Helgadóttir sagði allt of snemmt að taka ákvörðun um hvern hún styddi. Hún sagðist vilja bíða og sjá hverjir yrðu í framboði. Sjálf úti- lokaði hún ekki að fara í framboð. Margrét segist hafa nægan tíma til að ákveða hvort hún lætur til skarar skríða eður ei. „Ég hef sagt þeim sem til mín hafa leitað að ég gefi mér tíma framyfir kosningar," segir hún. -GB Bjöm Grétar útilokar ekki þing- mennsku - segirað verkalýðs- hreyfingin þurfí að hafa meiri áhrif á Alþingi I samtali við MORGUNPÓSTINN segist Björn Grétar Sveinsson, for- maður Verka- mannasambands- ins, ekki hafa hug- leitt að bjóða sig fram til formanns. Hann segist vera ljómandi ánægður í starfi formanns Verkamannasambands fslands og geri ekki ráð fyrir að láta af því starfi á næst- unni. „Mér þykir vænt um að Guðrún Helgadóttir vill veg minn sem allra mestan, en þetta var sagt í hita leiksins, ég geri ekki mikið úr þvr,—segir Björn Grétar. „Þetta er bara sápukúla." Björn Grétar stóð að stofnun Fram- sýnar, sem hugsað er sem bakland fyrir verkalýðsarm Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Félagið var að hans sögn stofnað í þeim tilgangi að styrkja verka- lýðsarm flokksins, sem gæti veitt foryst- unni meira aðhald. Líklegt er að félagið vilji reyna að koma sínum manni inn á þing fyrir Alþýðubandalagið í Reykja- vík. Aðspurður hvort hann ætli að gefa kost á sér til þingmennsku segist Björn ekki útiloka það. „Það hefur ekkert verið rætt. Það eru mörg þingmannsefni sem koma til greina. Ég hef sagt að okkur í verkalýðs- hreyfmgunni beri skylda til þess að reyna að hafa meiri áhrif á þingi ef til okkar er leitað. Þá er ekkert endilega átt við mig. En mér finnst við eigum að reyna að hafa áhrif hvar sem við getum. Á þingi eru jú teknar þær ákvarðanir sem við verðum að lifa með. Ég mun skoða málið með sjálfum mér þegar nær dregur þingkosningum." „Það má alltaf gera betur,“ segir Björn aðspurður hvort flokksforystan í Alþýðubandalaginu sinni verkalýðs- málum ekki nógu vel. „Það má segja að við sem erum í verkalýðsbaráttunni, hvar í flokki sem er, verðum að beita okkur af alefli innan flokkanna." -GB

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.