Helgarpósturinn - 03.10.1994, Side 20

Helgarpósturinn - 03.10.1994, Side 20
20 MORGUNPÓSTURINN SKOÐUN MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 1994 Útgefandi Ritstjórar Frétttastjóri Framkvæmdastjóri Markaðsstjóri Miðill hf. Páll Magnússon ábm Gunnar Smári Egilsson Sigurður Már Jónsson Kristinn Albertsson Þórarinn Stefánsson Setning og umbrot Filmuvinnsla og prentun Morgunpósturinn Prentsmiðjan Oddi hf. Verð í lausasölu kr. 195 á mánudögum og kr. 280 á fimmtudögum. Áskriftarverð er kr. 1.300 á mánuði fyrir tvö blöð í viku. Þeir sem greiða með greiðslukorti fá 10 prósenta afslátt. Kosningar í haust? I stormasaman áratug Trefur Jón Baldvin verið formaður Alþýðuflokksins, en aldrei lent inni í jafn margslungnu pólit- ísku völundarhúsi og nú. Ef hann ratar út með sjálfan sig og flokkinn lítt skaddaðan verður hann óumdeilanlega að teljast til stórmeistaranna í pólitískri refskák, ef ekki fær hann þau eftirmæli, með réttu eða röngu, að hafa endanlega gert út af við Alþýðuflokkinn. Sá varnarleikur Jóns Baldvins, að senda vandamálapakk- ann eins og hann leggur sig til Ríkisendurskoðanda, virðist við fyrstu sýn aulalegur. Þar fæst enginn úrskurður um það sem um er deilt. Jafnvel þótt svo færi að Ríkisendurskoðandi gæfi Guðmundi Árna stjórnsýslulegt hreinlætisvottorð stendur siðferðisþátturinn eftir, og honum verður ekki skot- ið til opinberra stofnana úti í bæ. Jón Baldvin kemst einfald- lega ekki hjá því að taka hreina afstöðu í þessu máli. Hann verður sem flokksformaður að kveða upp úr um það hvort breytni Guðmundar Árna hafí verið siðleg eða siðlaus. Gera verður ráð íyrir því, að Jóni Baldvini sé manna ljósast að undan þessu fær hann ekki vikist, en hann hafi ætlað að kaupa sér frest með því að vísa stjórnsýsluþættinum til Ríkis- endurskoðanda. Þetta kann að hafa verið illskásti kosturinn fyrir flokkinn og formanninn í afar erfiðri stöðu, en bakar hins vegar ríkisstjórninni ómæld vandræði. Forsætisráðherra hefur heldur ekki dregið dul á óánægju sína með að málinu skuli ekki lokið. Hann sér auðvitað fyrir þá gósentíð, sem er framundan hjá stjórnarandstöðunni. Fyrst verða langdregnar og hávaða- samar umræður á þingi um vantrauststillögu á ríkisstjórnina í heild og þar á eftir sams konar umræður um vantrauststill- ögu á Guðmund Árna einan og sér. Þetta endist stjórnarand- stöðunni langt fram eftir hausti og yrði hroðalegt upphaf á kosningaundirbúningi stjórnarflokkanna. Það kæmi ekki á óvart þótt forsætisráðherra væri þegar bú- inn að dusta rykið af þeirri hugmynd að rjúfa þing mjög fljótlega og efna til kosninga strax í nóvember. Morgunpósturinn fslenskur blaoamarkaður er um flest fátækari núna en hann hefur verið um langt skeið. Eiginleg flokksmálgögn hafa dagað uppi, vonum seinna, og eru fáum harmdauði. Þrátt fyrir allt má þó til sanns vegar færa, að þessi blöð hafi tryggt ákveðna fjölbreytni, og því miður hafa tilraunir til að fylla þeirra skarð með nútímalegri blaðaútgáfu ýmist orðið skammlífar eða mistekist með öllu. Um ástæður þess geta menn leitað fanga í fjárhagslegum vanefnum eða rangri rit- stjórnarstefnu, nema hvort tveggja kæmi til. Eftir standa „risarnir“ tveir, Morgunblaðið og DV, ágæt blöð en átakalítil, og móð af „sólbreyskju góðra daga“. Það er inn í þetta andrúm, sem MORGUNPÓSTURINN kem- ur. Honum fylgir engin stærri yfirlýsing úr hlaði, en að von- andi hefur hann erindi sem erfiði. Páll Magnússon Vesturgötu 2, 101 Reykjavlk, slmi 2 22 11, Beinir símar eftir lokun skiptiborös: Ritstjórn 24666, tæknideild 24777, auglýsingadeild 24888 og dreifing 24999 Simbréf ritstjórnar 22243 - Símbréf auglýsingadeildar 22241 - Símbréf afgreiöslu 22311 Umrnæli vikurjnar Þá er meira að segja sú veisla farin „Við höld- um líka að það sé liðin tíð að hcegt sé að kaupa kjósend- ur með mikl- um útgjöldum réttfyrir kjördag. “ Friðrik Sophusson fjármálaráðherra. Verra gat það verið „Þeir eiga svolítið erfitt með að bera nafn mittfram hérna, þannig að þeir kalla mig bara víkinginn.“ Þórður Guðjónsson atvinnuvíkingur. Alttaf jjafn auðskiljanlegurí „Kjark þarf til að viðurkenna að allir er- um við kettir og mýs í senn ogfrumstœtt afl þarf til að hengja bjöll- una á hvort tveggja áður en osturinn hefur verið étinn og engin ný sending vœntanleg, hvorkifrá okkur sjálfum né Alþjóðabankanum. “ Guðbergur Bergsson refsivöndur. Það er alttaf fútt á vara- mannabekknum „Ég hef verið hafður algerlega til hliðar og við það get ég ekki scett mig. “ Ingi Bjöm Albertsson stjórnmálaskörungur. Siðvœðing stjórnmálanna „Við sem störfum á vettvangi stjómmálanna hljótum aðfagna því að umrceðafarifram um siðgœði í íslenskum stjómmálum, því hún erjafn- framt umrœða um siðgœði í íslenskuþjóðlífi Embættisfærsla einstakra ráð- herra hefur verið til mikillar um- ræðu að undanförnu. Störf ráðherra eru mjög mikilvæg og það er nauð- synlegt að þeim sé veitt fyllsta að- hald af effirlitsstofnunum, fjölmiðl- um og almenningi. Það er hins veg- ar nauðsynlegt, ef slíkt aðhald á að ná tilgangi sínum, að það sé mál- efnalegt. I þessu sambandi skiptir Ríkis- endurskoðun mjög miklu máli. Rík- isendurskoðun er stofnun Alþingis til þess að fylgjast með fram- kvæmdavaldinu og skýrslur hennar veita mikilvægar upplýsingar um hvernig staðið er að málum. Alþingi getur jafnframt falið stofnuninni að fara ofan í einstök mál og skila urn það skýrslu. Alþýðuflokkurinn og siðgæðið Alþýðuflokkurinn hefur oft verið áberandi í umræðunni um siðgæði í stjórnmálum. Fyrst eftir að ég kom á Alþingi stóðu þingmenn Alþýðu- flokksins, með dyggilegum stuðn- ingi dagblaðsins Vísis, að heiftarlegri árás á Ólaf Jóhannesson, þáver- andi formann Framsóknarflokksins. Þessar árásir voru byggðar á dylgj- um og sögusögnum. Mér er það minnisstætt að rauði þráðurinn í málflutningi þingmanns Alþýðu- flokksins í þessu máli var að ef hann hefði haft meiri tíma þá hefði hann getað rannsakað hitt og þetta og komist að þessari og þessari niður- stöðu. Hann gaf sér aldrei þann tíma en aðeins niðurstöðuna. Þessi árás er sú ódrengilegasta sem ég hef séð í íslenskri pólítík — hún var rekin undir merkjum siðvæðingar — en í mínum huga skorti fyrst og fremst á siðgæði þeirra sem að henni stóðu. Fagna ber umræðu um siðgæði Við sem störfum á vettvangi stjórnmálanna hljótum að fagna því að umræða fari ffam um siðgæði í íslenskum stjórnmálum, því hún er jafnframt umræða um siðgæði í ís- lensku þjóðlífi. Umfang skattsvika og margvísleg fjármálamisferli eru góð dæmi um að það sé hollt að umræðan fari fram. Stjórnmálamenn eru og verða Þungavigtin Halldór ÁSGRÍMSSON Formaður framsókrtar- flokksins meira í sviðsljósi en annað fólk. Það er eðlilegt að það séu gerðar miklar kröfur til þeirra og þeir verða að gera sér grein fyrir hvað er helst að varast í þeim störfum sem þeir ffamkvæma. Almennar siðareglur stjórnmálamanna Ég tel nánast óframkvæmanlegt að setja fram almennar siðareglur fyrir stjórnmálamenn sérstaklega. Það er þó þekkt að ýmsar starfsstétt- ir eiga sér samskipta- og siðareglur sem eru mikilvægur mælikvarði fýr- ir viðkomandi stétt. Þetta á ekki síst við stéttir eins og lögfræðinga, end- urskoðendur og lækna, sem al- menningur verður að geta treyst og reitt sig á það álit sem þeir láta í ljós. Þrátt fyrir þessar reglur standa við- komandi stéttir í stöðugri baráttu við að halda trausti samfélagsins og margir tapa tiltrú af ýmsum ástæð- um. Þótt engar sérstakar siðareglur hafi verið skrifaðar fyrir íslenska stjórnmálamenn fer ekki hjá því að þeir verða að taka mið af þeim siða- reglum sem gilda um starfsstéttir og annarri almennri siðfræði. Það er jafnframt erfiðara að setja á blað ná- kvæmar reglur vegna þess að stjórn- málamenn eru almennt að berjast fýrir framgangi margvíslegra mála og geta því ekki verið hlutlausir. Hins vegar geta þeir ekki af siðferði- legum ástæðum notað hvaða að- ferðir sem er til að koma þeim í framkvæmd. Flokkar sem setja manninn í önd- vegi telja að öfgastefnur eins og kommúnismi og fasismi séu sið- ferðilega rangar af þeirri ástæðu að viðkomandi stjórnmálaskoðanir gera ráð fyrir því að einstaklingur- inn skipti litlu sem engu máli og til- gangurinn helgi meðalið. Flokkar sem setja einstaklinginn í öndvegi þurfa samt að varast margt og verða að gera ríkar kröfur til þeirra sem standa í forystu og má þar einkum nefna hagsmunatengsl og hags- nrunaárekstra. Hagsmunatengsl Stjórnmálaflokkarnir eru í stöð- ugri baráttu við að fjármagna starf- semi sína. Þeir þurfa að koma upp- lýsingum á framfæri, hafa samskipti við flokksmenn, hagsmunasamtök, áhugafélög og ýmsar stofnanir á sviði menningarmála, félagsmála og annarra þjóðmála. Þeir þurfa jafn- framt að reka kosningabaráttu og sinna ýmsum öðrunt skyldum. Til að framkvæma þetta fá þeir lítils háttar stuðning frá hinu opin- bera en jafhframt frá flokksmönn- um, almenningi og fyrirtækjum. Þótt flokkarnir séu á ýmsan hátt háðir slíkum velvilja þarf það ekki að leiða til að þeir séu háðir honum í stefnumörkun sinni og stjórnarat- höfnum. Það fer þó ekki hjá því að mikill fjárhagslegur stuðningur til einstakra flokka hlýtur að skapa grunsemdir um slík tengsl. Því er nauðsynlegt að setja almennar regl- ur um þessi mál. Það er jafnframt ljóst að ef ráð- herra greiðir skyldmenni hærri laun en gengur og gerist, þá líta menn svo á að þar sé um hagsmunatengsl að ræða. Ef góður vinur ráðherra fær meiri styrki og stuðning en almennt gengur og gerist þá vakna grun- semdir um hagsmunatengsl. Við- komandi ráðherra verður þá að geta skýrt hvernig á því stendur og ef hann getur það ekki, þá verður hann ásakaður um dómgreindarleysi, hvort sem honum líkar betur eða verr. Traust aimennings Það er mikilvægt stjórnmála- mönnum og þjóðfélaginu að þeir hafi traust almennings. Ráðherrar hafa að undanförnu verið ásakaðir um dómgreindarskort og reynslu- leysi. Við það hefur ríkisstjórnin misst traust og ver sig fýrst og fremst með því, að þetta hafi gerst áður. Það er í sjálfu sér rétt og við getum vænst þess að það muni jafnframt koma fýrir í ffamtíðinni. Það verður hver ríkisstjórn að taka á því sem upp kemur á hverjum tíma og standa ábyrg gerða sinna. Það er gott og vel að hafa áhuga á að betrumbæta aðra, en alltaf hefur verið meiri mannsbragur á því, að taka fýrst til í eigin húsi. ■ I i 1« 'f 1« 1« 1f Þungavigtarmenn eru meðal annars: Árni Sigfússon, Geir Haarde, Halldór Ásgrímsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson, Óskar Magnússon, Páll Kr. Pálsson, Svavar Gestsson, ögmundur Jónasson, össur Skarphéðinsson.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.