Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 03.10.1994, Qupperneq 26

Helgarpósturinn - 03.10.1994, Qupperneq 26
26 MORGUNPÓSTURINN FÓLK MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 1994 r Yfirheyrsla Rannsóknarblaðamaðurinn gegn ráðherranum Rannsóknarblaðamaðurinn „En nú heyrast alltíðar Ráðherrann „En við erum skyldir eins og raunar vel- sögusagnir þess efnis, að þú hyglir vinum þínum og flestir íslendingar ef út í það er farið. Afi minn og faðir öðrum nákomnum, en neitir öðrum. Hverju viltu svara hans voru bræður. Það réði þó engu um að ég óskaði slíku?“ hans álitsgerðar..." „Einhvers staðar er einhver að leggja mig í eineltiu Á árunum 1979 til 1981 var Guðmundur Árni Stef- ánsson blaðamaður á Helgarpóstinum. Spurningarn- ar, sem hér fara á eftir, eru hans eigin frá þeim tíma og sýna að hann tók viðmælendur sína engum vettlinga- tökum, ekki síst þegar spilling var til umræðu. Það er athyglisvert að skoða ýmis ummæli hans og svör við ávirðingum sem bornar hafa verið á hann á undan- förnum vikum, í samhengi við spurningarnar sem hann lagði fyrir viðmælendur sína fyrir fimmtán ár- um. Svörin, sem fýlgja spurningunum, eru því jafn- framt hans eigin og gefin á ýmsum vettvangi á undan- förnum vikum, á þeim tíma sem gjörningahríðin hef- ur staðið á honum. Rannsóknarblaðamaðurinn: „Okkur var að detta í hug ... hvort þú væri tilleiðanlegur til að spjalla við okkur um... “ hp 27.2. 'st Ráðherrann: „Það er nýtt að þið reynið að hringja í mig.“ Pressan 15.9. '94 Rannsóknarblaðamaðurinn: „Þú vilt ekki svara spurn- ingum okkar um...“ hp27.2:81 Ráðherrann: „Nei, veistu það ..., ég segi ekki sannara orð; tímabundið held ég að ekki séu nokkur efni til þess að við eigum samtöl saman. Það virðist ekki skipta nokkru máli fyrir ykkur hvaða skýringar ég kem með.“ Prcssan 15.9.’94 Rannsóknarblaðamaðurinn: „Það er haft á orði að rnenn verði spilltir af þátttöku í stjórnmálum. Ertu spilltur stjómmálamaður?" hp 1.6. >9 Ráðherrann: „Það er alveg ljóst að einhvers staðar er einhver að leggja mig í einelti. Ég býð DV velkomið í hóp þeirra sem taka þátt í þessum galdrabrennum og ofsóknum. Þessir svokölluðu fjölmiðlar hafa varað sig á því að spyrja mig um eitt eða neitt í þessu sambandi eða greina frá því að langflest hefur þetta verið full- komlega rakalaust ogþvættingur." dv3.9.94 Rannsóknarblaðamaðurinn:„Þú telur þig sem sagt hvítþveginn af allri þeirri spillingu sem hér viðgengst?" HP 20.7. '79 Ráðherrann: „Einstaka maður hefur farið fram á af- sögn mína takist mér ekki að gera nánari grein fyrir málstað mínum gagnvart þeim ávirðingum sem á mig hafa verið bornar. Eg vænti þess að þessi ítarlega greinargerð taki af öll hugsanleg tvímæli um raun- veruleika mála. Greinargerð GÁS 26.9:94 Rannsóknarblaðamaðurinn: „Nú er það stundum sögð almenn regla hjá þingmönnum að eiga erfitt með að viðurkenna sín mistök. Hvernig horfir það við þér?“ hp 13.3:81 Ráðherrann: „Ég segi enn og aftur, að ég er ekki full- kominn, fremur en nokkur annar. í þessari greinar- gerð játa ég að ég hefði getað staðið betur að tilteknum málum; s.s. í málum tryggingayfirlæknis og hvað varð- ar upphæð greiðslu til upplýsingafulltrúa. Það viður- kenni ég. Um önnur mál kunna að vera skiptar skoð- anir. Og enn önnur njóta almennrar viðurkenningar Og stuðnings. Greinargerð GÁS 26.9:94 Rannsóknarblaðamaðurinn: „Nú er sagt að þú hafir safnað í kringum þig fámennum og traustum hópi já- bræðra sem þú hyglir í krafti valda þinna en þeir síðan myndi kosningamaskínu fyrir þig í prófkjörsslagsmál- um. Er þetta rétt?“ hp 23.1:81 Ráðherrann: „Ég held ... að óhætt sé að fullyrða að ... ég hafi ævinlega reynt af bestu getu að liðsinna fólki og það án þess að gera nokkurn mannamun, hvorki draga fólk í dilka eftir stjórnmálaskoðunum eða stöðu í lífinu að öðru leyti, heldur hafi ég reynt að þjóna öll- um jafnt. ... Þetta vil ég sérstaklega undirstrika í ljósi þeirrar ósönnu umræðu sem hafin er, að ég hafi í störfum mínum sem bæjarstjóri farið í manngreina- álit, horft til þröngs hóps sérstakra vina minna, flokks- félaga og ættmenna í störfum mínum sem bæjarstjóri. Ég vil fullyrða að hér er verulega réttu máli hallað og þvert á móti hafi öll störf mín helgast af öðrum grund- vallarsjónarmiðum.“ GmnargcrðGAs 26.9:94 Rannsóknarblaðamaðurinn: „En nú heyrast alltíðar sögusagnir þess efnis, að þú hyglir vinum þínum og öðrum nákomnum, en neitir öðrum. Hverju viltu svara slíku?“ hpís a’so Ráðherrann: „Vakin hefur verið athygli á þeirri stað- reynd að Hrafnkell Ásgeirsson lögmaður hefði unnið fyrir mig sem heilbrigðisráðherra lögfræðilega álits- gerð. Hefur það verið gagnrýnt í því ljósi að hann væri náskyldur mér. Það er ekki rétt. En við erum skyldir eins og raunar velflestir íslendingar ef út í það er farið. Afi mii^n og faðir hans voru bræður. Það réði þó engu um að ég óskaði hans álitsgerðar... Ég ráð'stafaði ekki íbúð í Asparfelli til tiltekinna hjóna á niðursettum kjörum og framhjá hinu venju- bundna ferli varðandi meðferð félagslegra leiguíbúða, eins og ítrekað hefur verið haldið fram. ... Sú tilviljun, að kona mannsins sem íbúðina leigði er dóttir bróður afa míns, hafði engin áhrif á afgreiðslu málsins." Greinargcrð GÁS 26.9.'94 Rannsóknarblaðamaðurinn: „Nú verða menn títt fyrir skeytum í stjórnmálunum. Verður þú sár og svekktur þegar þú finnur fyrir mótbyr, ef til vill kannski úr eigin herbúðum?“ hp 13.3:81 Ráðherrann: „Ég met mína stöðu ágætlega en vissu- lega mun svona grjótkast og skothríð fjölmiðla, sem byggir að verulegu leyti á mjög veikum grunni og stundum ósannindum, sitja eftir að einhverju leyti. Það tekur vikur og mánuði að leiðrétta að fullu allar rangfærslur en ég gefst ekki upp baráttulaust.“ GáS, DV8.j>.Vj ■ Samstarfsmenn Guðmundar Árna á Helgarpóstinum lýsa honum sem hörðum nagla sem hafi ekkert óttast og gengið hart fram í því að fletta ofan af spillingu og skandölum. Og haft gaman af því. Þá hafi viðmælendur hans kvartað yfir ósvífni og jafnvel dónaskap. Styrmir Guðlaugsson skoðaði blaðamanninn Guðmund Árna. Harði naalinn Þegar Helgarpósturínn hóf göngu sína árið 1979 kvað við nýjan tón í íslenskri blaðamennsku. Hinir ungu og kappsömu menn, sem skipuðu ritstjórnina, gáfu hvorki valdamönnum þjóðarinnar né for- stjórastéttinni grið til að segja það sem þeim þótti henta. Þeir kröfðust svara og sögðu hvers kyns spillingu stríð á hendur. Vísir að rannsókn- arblaðamennsku varð til á íslandi. Einn af þessum ungu mönnurn var Guðmundur Árni Stefánsson, núverandi félagsmálaráðherra, þá tæpra 24 vetra. „Við réðum Guðmund Árna áð- ur en við byrjuðum með blaðið tímabundið til að brúa bil þar til Halldór Halldórsson kæmi til starfa, en hann átti að vera odda- maður okkar í rannsóknarblaða- mennsku. Hann hafði verið eitt- hvað á Alþýðublaðinu og ég man að einhverjir kratar vöruðu okkur við honum. En okkur fannst fengur að Guðmundi Árna og hann reynd- ist þvílíkur starfskraftur að við fengum leyfi til að halda í hann eft- ir að Halldór kom.“ Þannig lýsir Árni Þórarinsson, fyrsti ritstjóri Helgarpóstsins, tildrögum þess að Guðmundur Árni Stefánsson gerð- ist rannsóknarblaðamaður og fletti ofan af hverju spillingarmálinu á fætur öðru. Árni segir að helsti kostur Guð- BBjörn Vignir SlGURPÁLSSON RITSTJÓRNAR- FULLTRÚi: „Guðmundur Arni var töffari. Hann gekk hreint til verks og spurði beittra spurn- inga en þó ekki leiðandi. Við iit- um á það sem hlutverk þessa blaðs að róta upp í spillingunni. Hann gekk hart fram íþví. Hann fór djúpt íhlutina og gat verið býsna grimmur. Það erþví óhætt að kalla hann rannsókn- arblaðamann. “ Guðmundur Árni Stefánsson félagsmálaráðherra hefur þurft að svara erfiðum spumingum aðgangsharðra blaðamanna á síðustu vikum. Fyrir fimmtán árum var það hann sem spurði og krafðist svara sem blaðamaður á Helgarpóstinum. mundar Árna hafi verið hversu óhræddur hann var og djarfur, honum hafi aldrei vaxið neitt í aug- um. Það má strax sjá þegar fyrsta tölublaði Helgarpóstsins er flett. Hann hóf rannsóknarblaða- mennskuferilinn með ítarlegri út- tekt á fíkniefnaheiminum. I sama blaði yfirheyrði hann einnig Björn Guðmundsson, formann Félags íslenskra atvinnuflugmanna, og kom strax að kjarna málsins í fýrstu spurningunni; „Hvað réttlætirhin háu launflug- manna?“ Þarna gaf Guðmudur Árni tón- inn fyrir það sem koma skyldi á næstu misserum. Hann gaf við- mælendum sínum engin grið og gekk af krafti til hvers verks. En þá sá hann væntanlega ekki fýrir sér að hann ætti eftir að þurfa að svara svipuðum spurningum aðgangs- harðra blaðamanna fimmtán árum síðar. Kollegar Guðmundar Árna á HP eru sammála um að legið hafi vel BÁRNI Þórarinsson RITSTJÓRi: „Guðmundur Árni var bestur í því snarpa við- talsformi sem við kölluðum yfirheyrslu og ég held ég megi segja að hann hafi lagt grunn að þeirri tegund blaða- mennsku. Hann sýndi þar óvenjumikla hörku og snerpu. Svo varhann líka í svokölluðum rannsóknarverkefnum, en mér fannst hann ekki njóta sín alveg eins vel þar. Stóri kosturinn við Guðmund Árna var hvað hann var óhræddur og djarfur, lét ekkert stoppa sig; honum óx ekkert í augum. Þar af leiðandi náði hann stoffi sem aðrir náðu ekki. En hann var stundum dálítið glannalegur og átti til að fara fram úr sjálfum sér. “ ftUK: #nw» «{ tnro>*P»éUr*6ii«ra IIIHILÍ: ftjHato II. t*t tt VutmaukMt 22 b i Veslaanucnia fjétiHUÖUÍWtCfl. Mjftt Ijtnaltttfr i( titi |h 4 fecr* Uttnt i tit fetra tra fjrr* tfmkmii ItflBMfKR: U{» lUeUNH: Mirt- l«tf. Ui H s<f«imit*r. toflamsU •{ afetfk m «ittfei»i ti Ufet. ÉG ER EKKI SPILLTUR < laci nn_hotgcsrpóskjrinrí. \ fyrir honum að fást við hörð frétta- mál. „Hann var mesti fréttahaukur- inn af okkur og hörðu fréttamálin lágu kannski betur fyrir honum en okkur hinum,“ segir Guðlaugur Bergmundsson. Guðjón Arn- grímsson vill skýra það út frá ka- rakternum, Guðmundur Árni hafi verið ófeiminn og óhræddur við að vaða í hlutina. Annar ritstjóranna, Björn Vignir Sigurpálsson, segir hann geta hafa verið grimman og það kom fyrir að viðmælendur hans kvörtuðu undan ósvífni og jafnvel dónaskap blaðamannsins unga. Hann afkastaði miklu, var hörkuduglegur en gat verið glanna- legur, að sögn Árna. Spilling, spilling... Rannsóknarblaða- mennskuferill Guðmundar Árna Stef- ánssonar snerist að verulegu leyti um að fletta ofan af hvers kyns spillingu. ; saSíKWSíS assssis&'Æ «í I fSSö. I r

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.