Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 03.10.1994, Qupperneq 27

Helgarpósturinn - 03.10.1994, Qupperneq 27
MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 1994 MORGUNPÓSTURINN FÓLK 27 Guðjón PBU Arngrímsson jr aMH blaðamaður: 8| '• „Hann var vaskur maður sem afkastaði vel. Hann \M0- gekk beint til verks, óð ímenn og spurði. Ég man að það var talsvert kvartað yfir honum; hann væri ósvífinn og harður, dónalegur jafnvel. “ Spillingin á kpnnu Guðmundar Arna Það var hlutverk Guðmundar Árna að fjalla um spillingu og skan- dala sem upp komu, og grafa þá að öðrum kosti upp. Honum varð vel ágengt við þá iðju. Það er kaldhæðnislegt en þegar afrek hans á ritvellinum eru skoðuð kemur orðið spilling ótrúlega oft fyrir. „Ég er ekki spilltur," var til dæmis fyrirsögnin á yfirheyrslu yfir Magnúsi H. Magnússyni, fyrrver- andi ráðherra Alþýðuflokksins. Og viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson bar yfírskriffina „Ætli ég sé ekki til- tölulega óspilltur“. Og hann þefaði spillinguna uppi víða. Næst tók Guðmundur Árni nýskipaðan yfir- borgarfógeta og framsóknarmann, Jón Skaftason, á beinið í yfir- heyrslu. Þar kemur fram merkileg skilgreining blaðamannsins sjálfs á Guðlaugur Bergmundsson blaðamaður: „Guðmundur Árni var harður nagli. Það er óhætt að segja að hann hafi verið harður í horn að taka. Hann varmikið íþess- um skandalmálum sem voru áberandi á síðum blaðsins. Og hann hafði gaman afþví." pólitískri spillingu. Hann spyr: „Hvað segirþú um pólitískar emb- œttisveitingar almennt? „Hvað áttu við þegar þú talar utn pólitískar embœttisveitingar?“ Þegar t.d. ráðherra velur flokks- bróður sinn til ákveðinna starfa og tekur hann framyfir aðra sem hafa lengri starfsreynslu í viðkomandi starfi?“ Með þessu vísaði Guðmundur Árni til ráðningar Jóns. Enn bar spillingu á góma í yfir- heyrslu yfir Vilmundi Gylfasyni, sjálfum krossfaranum gegn spill- ingu. Guðmundur Árni sá ástæðu til að spyrja hann: „Þú telur þig setn sagt hvítþveginn af allri þeirri spillingu sem hér við- gengst? (Oggefur sér þar tneð greitii- lega spillingu stjórnmálamanna.) Næstur á beinið var Kjartan Jó- hannsson. Fyrsta spurningin er hvöss: „Nú hafa ýtnsar þíttar embœttis- ákvarðanir verið umdeildar í meira lagi. ... Ertu í eðli þínu einráður og ferð þínar eigin leiðir? Og síðar: „Áð- ur en þú breyttir reglum Fiskveiða- sjóðs, þá voru heimiluð fiskiskipa- kaup til þíns kjördœmis - Reykja- ness. Var þar um fyrirgreiðslupólitík að rceða? Varstu að tryggja þig í sessi í þínu kjördxtni?" Þorgrímur Gestsson blaðamaður: „Ég man að hann var alltaf mjög röskur og ákveð- inn. Þá var hann áhugasamur og afkastamikill. Hann var hvass stundum og óvæginn í orðum.“ Spillingarþefinn lagði víða. Ein úttektin snerist um framkvæmda- stjórastörf Jóns Sólness, fyrrver- andi þingmanns, við byggingu Kröfluvirkjunar. Staldraði Guð- mundur Árni sérstaklega við laun Jóns og spurði í fyrirsögn: „Ákvað Jón Sólnes framkvæmdastjóralaun sín sjálfur?" Eltist hann síðan við embættismenn og ráðherra til að fá á hreint hver samdi við Jón. Hann komst að því að það var iðnaðar- ráðherra sjálfur. Rannsóknarblaðamaðurinn komst oftar í feitt og spurði meðal annars í fýrirsögn: „Flugmálastjóri - ríki í ríkinu?“ Þar fletti hann ofan af háum yfir- vinnugreiðslum til Agnars Kofoed-Hansen. Ættartengsl í íslenskum stjórnmálum og embættis- mannakerfi skoðaði Guð- mundur Árni svo sérstak- lega undir fyrirsögninni: ,yÆttartré valda og metorða í stjórnkerftnu“. Þar sá hann meðal annars ástæðu til að spyrja nienn hvort þeir hefðu notið ættar sinnar. Svo spyr hann Hjörleif Guttormsson: „Nú starfaðir þú sjálfur sem yfirmaður tvíburabróður þíns, er þú varst ráðherra iðnaðarmála. Var iðnaðarráðuneytið að verða ættarveldi?“ Fátækt og flottræfilsháttur Þótt hér hafl einkum ver- ið staldrað við afhjúpun Guðmundar Árna á hvers kyns spillingu var fleira sem til hans friðar heyrði. Rann- sóknarblaðamaðurinn fjall- aði óhikað um það sem miður fór í velferðarþjóðfé- laginu og oftar en ekki mátti greina tón beittrar þjóðfélagsgagnrýni. Hann fjallaði um fátækt í Reykjavík og lauk greininni með þessum orðum: „Það er því Ijóst ... að fátœkt finnst í Reykjavík, enda þótt velferðarþjóðfélagið hafi til- hneigingu til að sveipa hana hulu. ... Það liggur fyrir að þjóðfélagið gerir ekki tnikið til að upprœta fátcekt eins og hún liggurfyrir íReykjavík." Þessu næst fjallaði félags- málaráðherrann verðandi um lífsmáta verkalýðsfor- ingjanna - væntanlega til að sýna fram á andstæðurnar í íslensku þjóðfélagi. Sum þeirra mála sem Guðmundur Árni vakti at- hygli á vöktu deilur. Mikið uppnám varð þegar hann fjallaði um illa meðferð á öldruðum á elliheimilinu Grund. Fyrirsögnin var „Gaukshreiður ellinnar?" Birt voru dagbókarbrot starfsstúlku á elliheimilinu, sem hafði ekki fagra sögu að segja. Jafnframt var rætt við sálfræðing um málið. Fannst mörgum sem verið væri að ráðast á Gísla á Grund og hugtakinu sorp- blaðamennska óspart veif- að. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru, því afköst Guðmundar Árna þau ár sem hann var rannsóknar- blaðamaður voru óvenju- mikil. Hann hætti störfum haustið 1981 staðráðinn í því að ná langt í pólitík. Árni Þórarinsson sá eftir honum af ritstjórninni. „Við vorum að ræða saman á barnum á Hótel Borg, kvöldið sem fyrsta tölu- blaðið kom út, um pólitík og nauðsyn þess að fjöl- miðlar veittu stjórnmála- mönnum aðhald þegar hann sagði: „Ég ætla að segja þér það, að ég ætla að hella mér á bólakaf í þetta.“ Hvað? spurði ég. „Pólitík." Það fannst mér hörmulegt að heyra. Við töluðum um þetta nokkrum sinnum síð- ar og ég reyndi að halda honum í blaðamennskunni en það var ljóst að hann ætlaði sér í pólítik - og ná langt. ■ Ættflokkamunsbin eni vinsæl kynjanna er jafnt meðal viðskipta- vina Marks og segir hann kven- fólkið oft velja sér fallegri munstur en strákarnir. Rósir eru til að mynda vinsælar hjá þeim. „Húðflúrið er einungis tíska hér á landi. íslendingar fá sér það af engri annarri ástæðu en þeirri að húðflúrið þykir flott. Þeir vilja láta á því bera og þess vegna er vin- sælla hjá þeim að láta húðflúra handleggina á sér en bakið, sem er algengara í Bret- landi.“ Mark kom hingað til lands í júlí og hyggst dvelja hér við að skreyta (slend- inga eins lengi og honum er unnt. ■ Mark John Felstead er breskur húðflúrari sem starfar um þessar mundir á Húðflúrstof- unni Skinnlist. Hann kom hingað til lands í júlí og síðan hefur við- skiptavinina ekki skort hjá hon- um. Þeir hafa margir hverjir beð- ið Mark að flúra á sig ættbálka- munstur sem eiga rætur að rekja til fjarlægra landa á borð við Polýnesíu og Malasíu. Mark furðar sig ekki á því að (slend- ingar skuli velja þau frekar en tákn úr víkingasið. „Tattótímaritin sem fólk les eru öll bandarísk og þar sjást þessi munst- ur. íslendingar eru mjög meðvitaðir um tísku og verða fyrir miklum áhrif- Mark John Felstead: „íslendingar eru mjög meðvitaðir um tísku og verða fyrir miklum áhrifum frá Bandaríkjunum." um frá Bandaríkjun- um,“ segir Mark. Til samanburðar bendir hann á að Bretar séu þjóðern- issinnaðri og velji sér frekar munstur úr eigin menning- arheimi. Hlutfall Litlir léttir ; ■ Hagenuk MT 2000 & liprir Þrír vandaðir farsímar fyrir nýja GSM farsímakerfið. Lítill og léttur GSM farsími frá Motorola á góðu verði. Sendistyrkurinn er 2 wött. Símanum fylgir innbyggt, óbrjótanlegt loftnet sem draga má út. Flipi er á símanum sem lokar takkaborðinu. 100 númera skammvalsminni er í símanum. Aukarafhlaða og fullkomið borðhleðslutæki fylgir. Ericsson Pocket GH Léttur og handhægur GSM farsími, hentugur í vasa og veski. Ericsson Pocket vegur aðeins um 197 gr og sendi- styrkurinn er 2 wött. Minni fyrir númer og nöfn. Hleðsluspennir fyrir rafhlöðu ■ Fjöldi fylgihluta fáanlegur. Traust viðgerðar- og varahlutaþjónusta. Hagenuk síminn er ódýr og sterkur GSM farsími með innbyggðum sím- svara fyrir nöfn og talnaboð. Síminn er einfaldur í notkun. Síminn hefur 99 númera skammvalsminni, bæði fyrir númer og nöfn. Hleðsluspennir fyrir rafhlöðu. * 4 PÓSTUR OG SÍMI Söludeild Ármúla 27, sími 91-63 66 80 Söludeild Kringlunni, sími 91-63 66 90 Söludeild Kirkjustræti, 91-63 66 70 og á póst- og símstöðvum um land allt. VISA og Eurocard raðgreiðslur.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.