Helgarpósturinn - 03.10.1994, Blaðsíða 34
34
MORGUNPÓSTURINN BÍLAR
MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 1994
BkAR95
Saab
Litlar breytingar verða á
Saab-bifreiðum. Þó fær Saab 9000
CD smáandlitsupplyftingu á fram-
og afturenda. Framendinn verður í
stíl við Saab 9000 CS og afturend-
inn eilítið rúnnaðri en hann er í dag.
Þá verður í boði ný V6 3ja lítra 210
hestafla vél. ■
Skoda Það verða ekki mikl-
ar breytingar á 1995-árgerðinni af
Skoda, enda voru miklar breytingar
gerðar á bílnum 1993. Von er á
tveimur nýjum bílum frá Skoda á
næsta ári. ■
Subaru
Legacy breyttist
mikið á síðasta ári og verður árgerð
‘95 óbreytt frá síðasta ári.
Bílar sem fluttir eru inn í minna
magni eins og Nissan Maxima og
Nissan 200 SX verða mikið breyttir
frá síðasta ári. ■
Toyota kynnir þessa dag-
ana nýja bílinn, RAV 4. Bílnum er
ætlað að sameina kosti jeppa og
fólksbíls. Hann er útbúinn 2 lítra, 4
strokka og 16 ventla vél, og sí-
tengdu aldrifi. Bíllinn verður fáan-
legur eftir áramót og kemur til með
að kosta kr. 2.289.000.
Ný útgáfa af Toyota Carina, Carina
Catchy, er nú á sérstöku tilboðs-
verði. Bíllinn er útbúinn 2,0 lítra,
133 ha., 16 ventla vél með beinni
innsprautun og ýmsum aukabúnaði
og á að kosta 1.599.000 kr.
Annars verða einu útlitsbreyting-
arnar á öðrum gerðum Toyota- bíl-
anna nýir litir og nýjar tegundir
sætaáklæðis. ■
Volkswagen Engar
breytingar verða á milli ára á Volks-
wagen en um miðjan nóvember
kynnir umboðið nýjan bíl, Volks-
wagen Polo. Polo verður fáanlegur
með 1300, 55 ha. vél og 1000, 45
Birgir Bieltvedt, framkvæmdastjóri Dominos
FordMustang
„Ég er búinn að eiga bílinn í tvö
ár. Ég keypti hann af strák sem
flutti hann inn frá Bandaríkjunum
og bíllinn var búinn að liggja
óhreyfður í bílskúrnum hjá hon-
um lengi. Það eru til þrír eða fjórir
alveg eins bílar á landinu, en ég
held að minn sé sá eini í fullri
notkun allt árið um kring.“
Vekur btllinn ekki mikla at-
hygli?
„Ég varð líklega mest var við
hana fyrst bara hjá vinunum.
Annars er bíllinn þannig á litinn
að hann felur sig aðeins.“
Hvemig lýsirðu karakter bíls-
ins?
„Orginal. Það þarf að læra á
hann. Það var ekki gott að keyra
hann fyrst en svo þegar hann
venst verður hann fínn. Það er
enginn glamúr í kringum þennan
bíl og óþarfa aukabúnaður. Hann
er orginal og besta dæmið um það
er líklega að það næst ekkert ann-
að en kaninn í útvarpinu."
Hvað skiptir höfuðmáli í satn-
bandi við bíl?
„Að hann fari í gang á morgn-
ana og komi manni á milli staða.“
Er hœgt að sjá út persónuleika
manna á bílnum þeirra?
„Nei, ég held ekki.“ ■
ha. vél. Bíllinn mun kosta frá kr.
875.000. ■
Volvo 1.8 kemur með minni
vél. Fimm dyra bíllinn verður á kr.
1.448.000 en fernra dyra á kr.
1.498.000. Annars verða engar
breytingar á milli ára á Volvo. ■
Limmó til leigu
Það er eitthvað dularfuilt og
spennandi við limósínur. Þær eru
yfirleitt svartar með skyggðum rúð-
um svo ekki er hægt að sjá hver er á
ferðinni, maður verður forvitinn og
veltir fyrir sér hvaða milljóner sé aft-
ur í bílnum. Þessar glæsikerrur
tengjast yfirleitt frægu fólki og pen-
ingum og það er virðuleiki yfir þeim
þar sem þær líða um göturnar.
Það er lítið um „stjörnur“ á Is-
landi og fræga fólkið er yfirleitt leik-
arar sem fá borgað eftir taxta Þjóð-
leikhússins, og svo popparar sem
eiga oft í vandræðum með að borga
leiguna því að pöbbinn sem þeir
spiluðu á síðast er ekki enn búinn
að gera upp við þá. Stjörnurnar
okkar eiga nóg með að láta enda ná
saman og fara því varla að leigja sér
limósínur.
Þó er starfrækt fyrirtæki í höfuð-
borginni sem heldur úti einni lim-
ósínu til leigu og það er töluvert að
gera.
Þetta ágæta fyrirtæki heitir Eðal-
vagnar hf. og eigandi þess er Hjalti
Garðarsson. Hann segir töluverða
eftirspurn eftir limósínu þeirri er
hann leigir út, sem er tæplega 8
metra langur Cadillac Brougham
árgerð 88. „Ég keypti bílinn hjá
stórri bílasölu í New York sem sér-
hæfir sig í breyttum bílnum. Öll
klæðning innan í bílnum er úr leðri
og póleraðri hnotu. Þetta er dýrasta
standard-innrétting sem hægt er að
fá. í bílnum er sjónvarp, myndband,
bar og þrír símar."
Bílinn þarf að panta með 2-3
daga fyrirvara og leigan fyrir
klukkustund er kr. 4.500. Ef fólk vill
leigja bílinn til lengri ferða er hægt
að borga kílómetragjald sem er kr.
180 á kílómetrann og sleppa þá við
tímagjaldið.
Hjalti segir að fólk sé smám sam-
an að átta sig á að það sé til alvöru
limósínþjónusta á íslandi, en það
hafi skemmt fyrir honum hvað lim-
ósínþjónusturnar sem starfræktar
hafi verið á landinu áður hafi boðið
upp á lélega bíla; fólk hafi pantað
limósínu og fengið Benz sem einnig
Friðrik Halldórsson,
formaður ferðaklúbbsins 4x4
Toyota Extmcab V6i,
árgero 1990
„Ég keypti bílinn fyrrihluta árs
1990 og er búinn að gera töluvert
mikið fyrir hann; setja í hann lór-
an, Gufunestalstöð, CB og bíla-
síma, hækka hann upp, setja á
hann kanta og stærri dekk.“
Hvernig er karakter bílsins?
„Ljúfur, mjög ljúfur, enda eru
allar breytingar sem gerðar eru á
honum miðaðar við það. Þó er
hann svolítið „viskí“, það er svolít-
ill ruddi í honum. Ég vil ekki hafa
hann of mikinn dúkkulísubíl.“
Hvað skiptir mestu máli í sam-
bandi við bíla?
„Ég hef nú alltaf verið dálítið
veikur fyrir vélum og vil hafa bíla
spræka svo að maður sitji ekki eftir
þegar eitthvað á að fara að gerast!
Bensíneyðsla skiptir mig meira og
meira máli þar sem ég er fjöl-
skyldumaður.“
Er hœgt að segja til um persónu-
leika matins útfrá bílnum hans?
„Já, ugglaust. Maður sér kannski
ekki karakterinn en fer ósjálfrátt að
ímynda sér hann. Til dæmis hlýtur
maður á stórum jeppa að vera rusti
og kona á jeppa er ábyggilega
hörkukvendi!" ■
Lamborghini-fyrirtækið varð 30 ára
á dögunum. Til að fagna tímamót-
unum - og gleðja fastakúnnana
sem hafa gaman af að komast
hraðar en annað fólk - er að koma á
markað nýr bíll frá verksmiðjunum.
Hann ber nafnið Lamborghini Dia-
blo SE og undir húddi hans leynist
12 ventla, 520 hestafla vél.
Diablo, sem þýðir djöfullinn á ís-
lensku, er ekki nema 4 sekúndur að
skjótast upp í hundrað kílómetra
hraða, og á aðeins lengri tíma er
hægt að koma honum upp í 360
kílómetra hraða.
Lamborghini-fyrirtækið hefur átt í .
töluverðum fjárhagserfiðleikum
undanfarin ár en það er von manna
að með tilkomu Djöfulsins séu þau
vandræði úr sögunni. ■
SKODA
Sigurður Gröndal
Ellen Kristjánsdóttir
Hallur Helgason
Jón Múli Arnason
Steinn Ármann
Ásgeir Óskarsson
V0LV0
Ellert B.
Sighvatur Björgvinsson
Hallur Hallsson
Óli H. Þórðarson
HYUNDAI
sentitr fra ser
nytt tryllitæki
hafi verið notaður sem leigubíll.
Hann bjóði hins vegar upp á ekta
limósínu sem ekki sé notuð til neins
annars en það sem hún akkúrat er
hönnuð fýrir.
En hverjir taka limósínu á leigu á
íslandi?
„Bíllinn hefur verið mikið notað-
ur í brúðkaup og svo þegar fýrirtæki
hafa þurft að láta ná í einhverja stór-
laxa út á flugvöll. Einnig hefur það
færst í vöxt að nokkur hjón taki sig
saman, ef ætlunin er að lyfta sér
upp, og leigi bílinn, enda er það
ódýrara en ef öll pörin taka leigubíl
hvert í sínu lagi. Svo eru það alltaf
einhverjir rómantískir sem vilja eiga
eftirminnilegt kvöld með kærastan-
um eða kærustunni og leigja þá bíl-
inn,“ segir Hjalti.
Hjalti segir einnig að það komi
fyrir að hann keyri þjóðhöfðingja
sem koma til landsins og eru vanir
meiri lúxus en þeim sem Hreyfill
eða Bæjarleiðir geti boðið upp á.
„Ég keyrði Hinrik Danaprins eftir
að opinberri heimsókn hans lauk og
hann fór að skoða sig um sjálfur; ar-
abíski furstinn sem kom til landsins
var farþegi minn; bandarískur öld-
ungadeildarþingmaður leigði bílinn
í sumar; og svo Gordon Ghetty, af-
komandi milljarðamæringsins Pauls
Ghetty.“
Það er augljóst að stundum er á
ferð ansi merkilegt fólk í limósín-
unni hans Hjalta og því vel þess
virði að rembast við að rýna í gegn-
um skyggða glerið til að sjá hver þar
er á ferð. ■
Jón Baldvin Hannibalsson
Jóhanna Sigurðardóttir
Bryndís Schram
JEPPAR
i Kjartan Gunnarsson
Össur Skarphéðinsson
Ásgeir Bolli Kristinsson
Jón Ólafsson
| Steingrímur
Hermannsson
Guðmundur Malmquist
FIAT
Dagur Sigurðsson
V0LKSWAGEN
Konráð Olavsson
Þorgils Óttar Mathiesen
Guðmundsson
Dr. Gunnlaugur Þórðarson
Erla Ftafnsdóttir
BENZ
Derríck
Kristján Jóhannsson
0PEL
Ólafur Laufdal