Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 03.10.1994, Qupperneq 42

Helgarpósturinn - 03.10.1994, Qupperneq 42
42 MORGUNPÓSTURINN SPORT MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 1994 Ummælin Dmumaleikmannahóp urinn í NBA- deildinni keppninni gegn New York. Óvíst er um framtíð hans hjá félaginu enda vill hann ólmur komast þaðan og stjórnin vill lítið með svona prím- adonnur gera. 6. Charles Barkley, Phoenix Suns. Það fór ekki mikið fyrir Barkley á síðasta tímabili vegna slæmra bakmeiðsla. Hann minnti þó rækilega á sig gegn Golden State í úr- slitakeppninni þegar hann skoraði 56 stig. 7. Latreil S p r e we 11, Golden State Wa rri o rs. Frami hans hefur verið æv- intýri líkastur. Frábær varnar- maður alla tíð en enginn trúði að hann væri eins knár sóknarmaður og raun er. 8. Alonzo Mo- urning, Charl- otte Hornets. Það fer mikið íyrir Mourning hvar sem hann fer enda vill hann í sífellu minna á sig með orðagjálfri. Er þó meira en bara orð- hákur. Varnarleikurinn er frábær og sóknarleikurinn batnar með hverju árinu. 9. Karl Mal- one, Utah Jazz. Meistara- titill er það eina sem vantar til að fullkomna feril hans. Hann er tröll að vexti en undarlega lipur miðað við lík- amsburði. Að þessu sinni eru það aðstand- endur hins nýja Stúdentablaðs sem eiga ummælin sem vert er að staldra við. I fyrsta tölublaðinu, sem kom út í byrjun september, var nemendum sagt að þar sem Há- skólinn er staðsettur á KR-svæðinu væri þar með sjálfgefið að nemend- ur hans væru KR-ingar. Þeir sem héldu annað væðu í villu og svíma. Greinarhöfundar blaðsins hafa greinilega hvergi slakað á þessum hugmyndum sínum í nýjasta tölu- blaðinu, en þar segir orðrétt: gulltryggði titilinn með því að skora 71 stig í síðasta leiknum. Ro- binson er líkur Olajuwon að því leyti að hann er mun hreyfanlegri en flestir aðrir miðherjar. Það verð- ur fróðlegt að sjá hvernig leikur hans mun breytast við brotthvarf John Lucas en Robinson er afar ósáttufcvið að hann sé farinn. 3. Shaquille O’Neal, Orlando Magic. Vin- sælasti og frægasti leik- maður NBA- deildarinnar bætti sig mikið í fyrra þrátt fyrir hrakspár. I sumar hefur hann æft sig jafnvel enn betur en áður og má því búast við að hann komi endurnýjaður til leiks. Kraftar hans eru hrikalegir og þá notar hann óspart við að ryðja andstæðingum úr leið sinni að körfunni. 4. Patrick Ewing, New York Knicks. Enginn varð fyrir eins miklum vonbrigðum síðasta vor eins og hann. New York komst alla leið í úrslit eftir mikla baráttu en þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Houston. Ewing þaggaði niður í gagnrýnisröddum sem höfðu hald- ið því lengi fram að hann gæti ekki leitt Knicks í úrslitin. Það er líklega nú eða aldrei fyrir Ewing að krækja sér í titil. 5. Scottie Pippen, Chicago Bulls. Tók við leiðtogahlut- verki í Chicago eftir brotthvarf Jordan og spil- aði frábærlega. Það varpaði þó stórum skugga á tímabilið þeg- ar hann neitaði að fara inn á undir lok þriðja leiks í úrslita- Stórlaxarnir Hakeem Olajuwon og Patrick Ewing eru báðir í liðinu. „Frá því snemma í sumar hefur knattspyrnulið KR verið nær ósigrandi á knattspyrnuvellinum og m.a. landað einum bikarmeist- aratitli í óspennandi leik gegn Grindvíkingum. Skömmu síðar tóku KR-ingar hina svonefndu ís- landsmeistara í bakaríið uppi á Skaga og hafa unnið alla leiki sína síðan þá. Með það til hliðsjónar að KR sigraði aukinheldur hina svoköll- uðu Islandsmeistara ÍA í bikar- keppninni (sem við var að búast býsna auðveldlega) hafa heyrst háværar raddir um að KR fái líka tslandsbikarinn heim í Frosta- skjól enda eigi þeir hann skilinn, Skagamenn skittapa um allt land um þessar mundir. Háskólinn hlýtur að taka undir með þessum skynsemisröddum enda Háskól- inn í KR, eins og fram kom í síð- asta tölublaði.“ Það væri synd að segja að skoð- anir væru skiptar á ritstjórn blaðs- ins hvað fótboltann varðar. Rönd- ótt hugarfar er í hávegum haft og aðrir virðast beygja sig undir það.B Nú er farið að styttast í að snill- ingarnir í NBA fari að reima skóna, teipa ökkla og setja sig í réttu skot- stellingarnar. Það er alltaf gaman að bera leikmenn deildarinnar saman og hefur MORGUNPÓSTUR- INN nú valið tólf bestu leikmenn deildarinnar; hinn fullkomna leik- mannahóp. Leikmönnunum er raðað eftir styrkleika og er sá besti að sjálfsögðu númer eitt. 1. Hakeem Olajuwon, Hou- Ston Rockets. Hakeem átti sann- kallað draumatímabil í fýrra og var besti leikmaður undankeppninnar sem og úrslitakeppninnar. Hann er fullfær um að leika hvaða leikstíl sem er þar sem hann hefur bæði líkamsstyrk og snerpu til að kljást við hvern sem er. Undir forystu hans verður Houston illviðráðan- legt í vetur og á Hakeem ágæta möguleika á að upplifa á ný líkt tímabil og það síðasta. 2. David Robinson, San An- tonio Spurs. Aðmírállinn varð stigakóngur síðustu leiktíðar. Hann 10. Reggie Miller, Indiana Pacers. Besta skytta NBA-deild- arinnar. Hann náði að sanna sig endanlega með ótrúlegri skotsýn- ingu gegn New York síðastliðið vor. Verður áreiðanlega áberandi í vet- ur. 11. John Stockton, Utah Jazz. Hefur um ára- bil verið besti leikstjórnandi NBA. Leiddi deildina í stoð- sendingum í fyrra og hefur nú gert það í átta ár sam- fleytt. Einn alræmdasti boltaþjófur í sögu deildarinnar. 12. Shawn Kemp, Seattle SuperSonics. Hinn 24 ára gamli kraftframherji bætir sig með hverju árinu sem líður. Eng- inn efast um hæfileika hans. Á eftir að verða einn besti leikmaður deildarinnar á næstu ár- um. ■ Hvers vegna HM? Var það af sjálfbirgingshætti stjórnar HSl, eða til að þóknast „strákunum okkar“ eða kannski af einskærri heimsku að sótt var um HM á íslandi? Nei, ekkert af þessu lá að baki þessari ákvörðun. Það var af öðrum ástæðum og ólíkum að forysta HSÍ (og þjóðar- innar á sínum tíma) lagði út í það þrekvirki að sækja um og ætla sér að skipuleggja hér heimsmeistara- mót í handknattleik. Ferðamannastraumur íslendingar hafa af miklum krafti reynt að auka hingað ferð- mannastraum. Til að mynda hefur miklu fjármagni verið varið í aug- lýsingar í blöðum og tímaritum er- lendis, skipulagðar hafa verið sýn- ingar listamanna í stórborgum, auglýstar hvataferðir, styrkir veittir farandsýningum, blaðamönnum boðið hingað til lands og listamað- ur hefur jafnvel verið skipaður sendiherra. Þessi áróður hefur skil- að árangri. Þetta og meira til hefur skilað árangri í ferðamálum á Is- landi. Bændagisting hefur tífaldast, jökla- og Lónsferðir orðnar algeng- ar, vetrarferðir yfir ísalög, ráð- stefnusalir útbúnir, hótel náð góðri nýtingu og margt fleira. Skyldi ekki heimsmeistaramót í ólympíugrein, íþróttagrein sem leikin er í yfir fjörutíu löndum, skapa umtal og eftirtekt? Þetta sáu menn fýrir og lögðu sig eftir að sækjast eftir keppninni hingað til lands. Sjónvarpað verður Kjaiiari 1 & Ólafur SCHRAM frá þessari keppni, hingað má bú- ast við 3-400 fréttamönnum og þær milljónir sem hafa áhuga á þessari vaxandi íþróttagrein leggja á minnið hvar Island er. Sagan verður síðan að segja okkur hve margt af þessu fólki tekur ákvörð- un í framhaldinu um að koma ekki hingað í ffíinu sínu. Virðing forráðamanna erlendra handknattleikssambanda fyrir ís- lenskum handboita er ótvíræð. Þessi litla eyþjóð hefur skarað fram úr, ekki bara einu sinni, heldur samfellt í 25 ár og er núna sjöunda besta handknattleiksþjóð heims. Það eru undur og stórmerki þegar íþróttafféttamaður frá litlu landi vinnur til verðlauna en það kemur fyrir. Síðan er ekki minnst á land hans í langan tíma. Hér eru aðrir hlutir á ferð. Örríki eins og Island hefur verið í fararbroddi í áratugi og, það sem meira er, í hópíþrótt. Slíkt er nánast kraftaverk. Fyrir þessar sakir mætti umsókn íslands velvild á þingum IHF. Til gamans má geta þess að þeg- ar Japan lagði inn umsókn sína fyr- ir HM ‘97 voru mættir 32 fulltrúar japanska sambandsins, fulltrúi ráðherra, borgarstjóri Kumamoto þar sem úrslitaleikurinn á að fara fram, túlkar, sýningarflokkur auk fréttamanna, alls um 75 manns. Þetta ætti að sýna hversu mikla áherslu þeir leggja á að fá þessa keppni til sín. Betri árangur Oftlega hefur sárvantað stuðn- ing áhorfenda þegar til stórmóta er komið. Ég er ekki í vafa um að við hefðum lagt Frakkana að velli og unnið bronsið í Barcelona ef við hefðum verið á heimavelli. Og hver man ekki árangur Islands í B- keppninni í Frakklandi ‘89? Þar var liðið hvatt áfram af dyggum áhangendum sem gerðu sér lítið fyrir og skelltu sér til Parísar tii þess að hvetja liðið. Þar sýndi stuðning- ur við liðið frá vel hressum áhorf- endum hverju hægt er að áorka. Og menn hugsuðu; ef stórmót væri á Islandi, mætti þá ekki búast við góðum árangri okkar manna? Með því að færa keppnina hingað ætti það að takast. Þetta vakti fyrir um- sækjendum keppninnar. Manst þú hvar þú varst 3. ágúst 1992 klukkan átta um morguninn, sunnudag í verslunarmannahelgi. Það veit ég — þú varst fyrir framan sjónvarpið að fylgjast með Islandi sigra Kóreu á Ólympíuleikunum í Barcelona. 83% þjóðarinnar sáu þennan leik! Ekki lítið. Svona er nú handboltinn vinsæll hér heima. Með því að koma heimsmeist- arakeppninni hingað heim er meiningin að koma til móts við þessa dyggu aðdáendur og bjóða þeim upp á það besta í heiminum. HM á Islandi gerir það. Þetta höfðu umsækjendur keppninnar í huga. Undirbúningurinn hefur staðið í langan tíma en frá 1. mars 1993 hef- ur nefndin haft fastan starfsmann, Hákon Gunnarsson fram- kvæmdastjóra, og síðar bættust í hópinn þau Ásdís, Sigurjón, Geir, Telma og Pétur. Að mörgu þarf að huga. Hingað til lands koma fulltrúar 23 þjóða, keppnislið fjögurra heimsálfa. Aldrei fyrr hef- ur svo stór keppni verið skipulögð hér á landi. Huga þarf að leikja- plani, æfingaáætlun, rútuferðum keppenda, gistingu, viðurværi, prentun, læknisþjónustu, útgáfú- starfsemi, miðasöíu, standsetningu húsanna, lyfjaeftirliti, samskiptum, safna sjálfboðaliðum, leiðsögu- mönnum, útbúa verðlaunapen- inga og fleira og fleira. Afla þarf tekna, halda kostnaði í lágmarki, skipuleggja opnunarhátíð og loka- athöfn, fínna til þjóðfána og þjóð- söngva, og ekki síst að skipuleggja lokaundirbúning landsliðsins okk- ar. Að auki má búast við tignum gestum og fögru fylgdarliði. Halda þarf vel á spiiunum því HSl er ekki að undirbúa neina Þjóðvegahátíð og getur ekki farið 100 milljónir ffam úr kostnaðar- áætlunum eins og sumir. Óbeinar gjaldeyris- tekjur Draumur okkar HSÍ-manna er að hingað komi harðir kjarnar handboltaáhangenda 23 liða, og fyrir utan að styðja sín lið eiri hér á landi og kynnist þjónustu og gest- risni íslendinga og síðast en ekki síst skilji hér eftir drjúgan gjaldeyri. Og aðrar tekjur eiga líka að skila sér jjótt á annan hátt verði. Áætlað hefur verið að til keppn- innar komi allt að 3-400 frétta- menn. Eitthvað stoppa þeir mis- lengi hér á landi en eflaust verða þeir flestir þegar nær dregur úrslit- um. En með því að koma upp góðri aðstöðu á keppnisaðstöðu fyrir þá til að koma efni sínu sem fyrst frá sér ætlum við að skapa rýmri tíma fyrir þá milli leikja. Þennan frítíma verðum við öll, ís- lendingar, að nýta sem best til landkynningar. Ég treysti mér ekki til að reikna út hvað mikla auglýs- ingu landið getur hlotið og hvað við þyrftum ella að greiða fyrir slíka umfjöllun, enda kannski ekki málið, heldur hitt að umfjöllunin verður. Nú ríður því á að vel takist til, aðstaða þeirra verði góð, þjón- usta lipur, samgöngur greiðar og aðbúnaður sómasamlegur. Með gestrisnu viðmóti almennings geta allir lagt sitt af mörkum til land- kynningar og takist vel upp þá nægir sá árangur einn og sér til að réttlæta HM á Islandi 1995. Góða skemmtun. Höfundur erformaðurHand- knattleikssambands íslands.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.