Helgarpósturinn - 03.10.1994, Síða 44

Helgarpósturinn - 03.10.1994, Síða 44
44 MORGUNPÓSTURINN SPORT MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 1994 Bestur á Islandi Sigursteinn leikmaður ársins Það kom víst fæstum á óvart að Skagamaðurinn Sigursteinn Gíslason skyldi hljóta útnefning- una, leikmaður t. deildar, fyrir árið 1994. Ekki frekar en útnefning Margrétar Ólafsdóttur, Breiða- bliki, sem besta leikmanns 1. deildar kvenna. „Þetta kom skemmtilega á óvart,“ sagði Sigursteinn eftir að útnefning- in lá fyrir. „Það hafa margir verið að gauka þessum möguleika að mér en ég vildi ekki slá neinu föstu fyrir- fram. Þetta kemur á mjög skemmtileg- um tíma fyrir mig, nú held ég til Svíþjóðar með Rúnari Kristins- syni að kanna aðstæður hjá Örgryte. Ef það gengur upp verð ég þar í vetur en annars er ég á þriggja ára samningi hjá ÍA og klára hann.“ Ertu sáttur við sumarið? „Ég get ekki verið annað en sátt- ur. Við erum meistarar þriðja árið í röð, eigum markakónginn enn einu sinni og besta leikmanninn. 1 sumar hefur verið mikið um vangaveltur og samanburð á liðinu nú og í fyrra. Þessi samanburður er mér ekki að skapi þar eð velgengnin var með hreinum ólíkindum í fyrra. Þá unn- um við tvöfalt, áttum markahæstu menn, besta manninn og þann efni- legasta auk þess sem við gerðum góða hluti í Evrópukeppninni. Það er mjög vafasamt að biðja um mikið af slíku ár eftir ár.“ Margrét Ólafs- dóttir var ekki síður kát með titil- inn. „Þetta er meiriháttar og skemmtunin ætlar aldrei að taka enda. Breiðablik er með langbesta lið landsins og samt má segja að lið- ið sé mjög ungt og efnilegt. Þjálfun- in og allar aðstæður gera það að verkum að maður fær tækifæri til að láta ljós sitt skína. Síðan spillir gott gengi kvennalandsliðsins ekki fyrir og allt vinnur þetta saman.“B Bestur Skagamaðurinn Sigursteinn Gíslason átti eftirminnilegt tímabil með (slandsmeisturum Skagamanna. Hann átti hvem stórleikinn á fætur öðrum, var fastamaður í landsliðinu og nú eru allar líkur á að hann leiki erlendis í vetur. Markamínútan fundin Hér má sjá hvenær leiks mörkin í deildinni voru skoruð. Markamínútan er tvímælalaust sú 68., en níu mörk voru skoruð á henni í sumar. Reyndar kemur fram að ellefu mörk hafi verið skoruð á 90. mínútu, en hún er vitaskuld lengsta „mínútan", því til hennar teljast allar mínútur, sem bætt er við vegna tafa. 10 mörk---------------------------- Stjömumenn skoruðu fæst enfengufíest íslandsmeistararnir 1994 Skagamenn skoruðu mörkin í sumar og fengu einnig fæst á sig. Liðið vann titilinn þriðja árið í röð og tryggði sig eftirminnilega í flokk sigursælustu liða íslandssögunnar. Sigurvegarar Hörður Helgason gerði Akurnesinga að meisturum í ár og komst þar með aftur í flokk toppþjálfara eftir nokkur mögur ár. Ekki hefur enn verið ákveðið hvort hann verður með liðið á næsta tímabili. Það sama má segja um markakónginn Mihajlo Bibercic, sem sterklega hefur veríð orðaður við KR. Múrinn fallinn Gulldrengurinn Guðjón Þórðarson réð sig í brúna hjá Vesturbæjarliðinu KR með eitt markmið: Að rjúfa aldarfjórð- ungsgömul álög sem hvílt hafa á liðinu með titlaleysi. Sigur vannst í bikarkeppninni í glæsilegum úr- slitaleik við Grindvíkinga og nú segja menn að fátt verði til að stöðva liðið á komandi árum. Stjörnumenn hljóta margvísleg- an „heiður“ í uppgjöri íslands- mótsins. Þegar tölurnar eru skoð- aðar kemur í ljós að engin tilviljun var að liðið hafnaði í neðsta sæti. Leikmönnum tókst aðeins átján sinnum að koma knettinum í mark andstæðingsins, eða einu sinni í hverjum leik, en þeir voru hins veg- ar liða duglegastir við að taka á móti mörkum, alls 39 sinnum. Sig- urður Guðmundsson markvörð- ur hlýtur því þann vafasama heiður að hafa fengið flest mörk á sig af markmönnum deildarinnar. ■ Skómir á hilluna Blikastúlkan Ásta B. Gunnlaugsdóttir hefur gefið þá yfirlýsingu að hún sé hætt að leika knattspyrnu. Ásta hefur lengi verið í allra fremstu röð íslenskra knattspyrnukvenna og ekki er hægt að segja annað en hún hætti með stæl; íslands- og bikarmeistari með Breiðabliki auk þess að vera fastamaður í sigursælasta landsliði íslendinga fyrr og síðar. Efnilegastur Það kom líklega fáum á óvart að Valsmaðurinn Eið- ur Smári Guðjohnsen skyldi vera útnefndur efnilegasti leikmaður deildarinnar í lokahófinu. Drengurinn sló eftirminnilega í gegn í sumar og tætti oft varnir andstæðinganna í sig með tækni sem fá- um er gefin. Litlar líkur eru á því að íslendingar fái að sjá meira af drengnum hér heima, nema þá í landsleikjum, því erlend stórlið bíða í röðum eftir að njóta hæfileika hans og líklega fer hann utan von bráðar. Eiður Smári og Katrín efnilegust Á lokahófi knattspyrnumanna voru valdir efnilegustu leikmennirnir í 1. deild- um karla og kvenna. Ekki er hægt að segja að valið hafi komið á óvart, Eiður Smári Guðjohnsen úr Val og Katrín Jóns- dóttir, UBK, voru útnefnd af félögum sínum í boltanum og voru að sjálfsögðu mjög ánægð með heiðurinn. Eiður Smári segir útnefninguna skemmtilega og setja punktinn yfir i-ið á skemmtilegu sumri. „Þetta er búið að vera mjög gaman og lærdómríkt fyrir mig. Mér hefur gengið vel og það hefur vakið áhuga erlendra liða. Mörg þeirra eru í viðræðum við um- boðsmann minn og verður bara að koma í ljós hvað úr verður. Ég er afar ánægður í herbúðum Valsara og þar hefur allt verið pottþétt. Ég er ekki samningsbundinn liðinu og hef ekki fengið neinar greiðslur frá þeim. Þannig er alveg ljóst að fari ég ekki utan í haust verð ég áfram í Val og hvergi annars stað- ar. Hvað erlendu liðin áhrærir líst mér best á hollenska liðið PSV Eindhoven og í raun benda mér flestir á að kanna það mál nánar. Ég fór þangað í kynnisferð um daginn og fannst aðstæðurnar hreint frá- bærar. Unglingastarfið er mjög upp- byggjandi og þeir eru sérfræðingar í að gera góða drengi að góðum knattspyrnu- mönnum. Eins og er myndi ég því velja PSV ef ég mætti ráða.“ ■

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.