Helgarpósturinn - 03.10.1994, Blaðsíða 48
.íYrangur Selfossliðsins í 1. deildinni
í handbolta hefur vakið mikla eftir-
tekt og eru menn sammála um að
hinn nýi þjálfari liðsins sé að gera
góða hluti. Á Selfossi naga menn sig
víst aðallega í handarbökin þessa
dagana og spyrja sig hvernig árangur-
inn hefði orðið ef hann hefði komið
fyrr þegar allar stórstjörnurnar voru
tilstaðar...
ICristinn Jakobsson var útnefndur
besti dómarinn á lokahófi knatt-
spyrnufólks á laugardagskvöld. Valið
er óneitanlega glæsilegt hjá Kristni
þegar haft er í huga að hann er yngsti
1. deildar dómarinn auk þess að vera
nýliði. Höfðu menn á orði að þetta
hefði verið góð lexia fýrir alla FIFA-
dómarana sem ekki komust á blað...
]VIarka-
kóngurinn
MihajloBi-
bercic mun
enn vera að
velta fyrir sér
möguleikum
varðandi
næsta keppn-
istímabil. KR-ingar munu vera á
höttunum eftir framherjanum snjalla
og eins hafa fýrirspurnir borist frá
neðri deildar liðum í Evrópu. KR-
ingar eru þó vongóðir þar sem miklir
kærleikar munu vera á milli Mikka,
eins og hann er kallaður, og Guðjóns
Þórðarsonar, þjálf-
ara KR...
órður Guðjóns-
son gerði sigurmark
Bochum í þýsku úr-
valsdeildinni á
föstudagskvöld.
Bochum sigraði þá
Duisburg með einu
marki gegn engu og skoraði Þórður
markið rétt undir lok leiksins. Þetta
var í fýrsta sinn á tímabilinu sem
Þórður lék í byrjunarliðinu...
Falur sá um
GrincMkinga!
KR-ingar tóku við sérí síðari hálfleik og sigruðu Gríndvíkinga í hörkuleik.
KR-ingar tóku á móti Grindvík-
ingum, sem margir spá íslands-
meistaratitlinum, á Seltjarnarnesinu
í gærkvöld. Leikurinn var æsispenn-
andi í lokin eftir að Grindvíkingar
höfðu virst hafa gert út um leikinn í
fýrri hálfleik.
Grindvíkingar byrjuðu mun bet-
ur en KR-ingar og höfðu góða for-
ystu mestan hluta leiksins. Sóknar-
leikur KR í fyrri hálfleik var oft á tíð-
um ráðleysislegur og oftar en ekki
endaði með því að KR-ingar þurftu
Guðmundurí
vandræðum
Mörg lið eru á höttunum eftir
hinum frábæra framherja Guð-
mundi Benediktssyni úr Þór.
Hann hefur leikið frábærlega í
sumar og helst hafa nöfn í A, KR
og Fram verið nefnd. Hins vegar
munu erfiðir samningar Guð-
mundar við belgíska liðið Eker-
en, þar sem hann lék sem at-
vinnumaður, torvelda samnin-
gaumleitanir. ■
Lárus Orri
lOdegaá
Skagann
Lárus Orri Sigurðsson, mið-
vallarspilari Þórsara, er líklega á
förum til íslandsmeistara Skaga-
manna fyrir næsta tímabil. Lárus
Orri lenti sem kunnugt er í deilum
við Þórsara vegna hrottreksturs
föður hans, Sigurðar Lárusson-
ar þjálfara, seint á tímabilinu. Lár-
us Orri lék með yngri flokkum
Skagamanna og er úr 1973-ár-
gangnum svokallaða sem margir
frægir kappar eru úr, til dæmis
Þórður Guðjónsson og tvíbur-
arnir Arnar og Bjarki Gunn-
laugssynir. ■
að taka léleg skot. Það var Ingvar
Ormarsson sem hélt KR-ingum á
floti fyrstu mínúturnar með frá-
bærri hittni. Hinum megin réð
Guðmundur Bragason ríkjum.
Hann skoraði 14 stig í fyrri hálfleik
og hitti úr 6 af 8 skotum sínum. I
hálfleik var staðan 32-44 Grindvík-
ingum í vil.
í byrjun síðari hálfleiks leit út fyr-
ir að það sama héldi áfram en KR-
ingar tóku hamskiptum þegar Tóm-
as Hermannsson var rekinn úr
húsi fýrir að koma inn á leikvöllinn
án heimildar. Sú ákvörðun Leifs
Garðarssonar, dómara, vakti
mikla óánægju viðstaddra enda
kom Tómas inn á til þess eins að
stumra yfir Nökkva Má Jónssyni
sem lá meiddur inni á velli. Sam-
kvæmt reglunum var ákvörðun
Leifs óumdeilanleg en kannski
þyrfti að endurskoða það; hættuleg
slys geta átt sér stað í leiknum og oft
er þá mikilvægt að einhver bregðist
skjótt við. Vonandi fara dómarar
ekki að refsa mönnum fyrir að
bjarga mannslífum ef þannig ber
undir.
Við brotthvarf Tómasar fýlltist
KR-liðið miklum eldmóði og hóf
smám saman að saxa á forskot
Grindvíkinga. Grindvíkingar klúðr-
uðu hverri sókninni af annarri í síð-
ari hálfleik og skyttur KR-inga
hrukku í gang. Þegar sjö mínútur
voru eftir var staðan 66-69 fyr'r
Grindavík og KR fór þá að spila
ákafa pressuvörn og Falur Harðar-
son var eins og í annarri vídd. Hann
skoraði frábærar körfur undir lokin
og var frábær í vörninni. Banda-
ríkjamaður Grindvíkinga, Gregory
Bell, tapaði knettinum þrisvar á síð-
ustu 30 sekúndunum og átta sinn-
um í leiknum og skoraði aðeins
Ijögur stig! Eitthvað mikið þarf að
gerast hjá Bell ef honum verður ekki
hent beint upp í næstu vél heim. KR
nýtti sér mistökin og gerði út um
leikinn með frábærum lokakafla þar
sem Ingvar og Falur fóru á kostum.
Lokatölurnar urðu 79-77.
Bestur hjá Grindvíkingum var
Guðmundur Bragason, skoraði 22
stig og tók 18 fráköst. Nökkvi Már
var traustur undir körfunni og skor-
aði 15 stig. Helgi Jónas Guðfinns-
son kom sterkur inn í byrjun en
ekki bar mikið á honum í síðari
hálfleik. Guðjón Skúlason skoraði
aðeins 11 stig en menn hafa vanist
stærri hlutum ffá honum enda er
hans eina hlutverk að skora.
Bestir hjá KR voru Irtgvar Or-
marsson og Falur Harðarson og
virðast þeir kunna vel við sig á Nes-
inu. Falur átti í erfiðleikum með að
stjórna sóknarleiknum í fyrri hálf-
leik en tók svo leikinn í sínar hendur
þegar mest lá við. Hermann
Hauksson átti ekki sinn besta dag,
skoraði aðeins 7 stig og hitti illa.
Grindvíkingar sýndu ágætisleik í
fyrri hálfleik en náðu ekki að nýta
þau tækifæri sem þeir fengu til
hraðaupphlaupa. KR- ingar voru
kærulausir í vörninni þangað til
undir lokin og Grindavík átti góðan
möguleika á að gera út um leikinn í
fýrri hálfleik en nýttu ekki færið.
KR-ingar sýndu klærnar svo sann-
arlega í síðari hálfleik og verða þeir
óárennilegir er útlendingur bætist í
liðið. Barátta KR-inga var frábær og
verða þeir sterkir í vetur ef fram fer
sem horfir.
Ingvar Ormarsson sagðist eftir
leikinn kunna mjög vel við sig í
Vesturbænum og að sigra leikinn
hafi verið frábært: „Það var mjög
gott að vinna leikinn á vítalínunni
því við höfúm átt í erfiðleikum með
vítaskotin.“ Falur sagði það hafa
gert gæfúmuninn að liðið hafi farið
að spila góða hjálparvörn i síðari
hálfleik en bakverðir KR tóku oft
miklar áhættur í vörninni. Þessar
áhættur eiga eftir að borga sig enn
betur þegar liðið fær stóran mann
inní teiginn. -ÞK
Landsliðsþjálfari kvenna eftirsóttur
Hvað gerir Logi?
Það væri synd að segja að vel-
gengni íslenska kvennalandsliðsins
hefði ekki vakið athygli. Árangur
þess er enda mjög glæsilegur og
hefur enn á ný vakið athygli á sigur-
göngu þjálfarans, Loga Ólafsson-
ar.
Samkvæmt heimildum MORG-
UNPÓSTSINS hafa nokkur lið sett
sig í samband við Loga varðandi
þjálfun á næsta tímabili og helst
hefur nafn FH verið nefnt í því
sambandi enda Logi gamall FH-
ingur og liðið þjálfaralaust eftir
brotthvarf Harðar Hilmarssonar
sem tekið hefur við liði Vals.
Samkvæmt heimildum blaðsins
er ljóst að miklar breytingar verða á
leikmannahóp FH-liðsins fyrir
næsta tímabil. Margir leikmanna
liðsins hafa ekki í hyggju að endur-
nýja samninga sína en sú staða gæti
þó breyst ef Logi yrði fenginn til að
taka við liðinu. ■
Kandídatarnir lágu á Nesinu Grindvíkingar misstu niður unninn leik
gegn hinu unga liði KR-inga í gærkvöldi. Hart var barist í leiknum og oft
sást mönnum ekki fyrir.
FerAtti til Eyja?
Eyjamenn leita nú dyrum og dyngjum að þjálfara fyrir næsta keppnis-
tímabil. Snorri Rútsson náði frábærum árangri með liðið í sumar en er
hættur af persónulegum ástæðum. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa
Eyjamenn helst augastað á þeim Atla Eðvaldssyni þjálfara HK og Kristni
Björnssyni fyrrum þjálfara Vals. ■
Yfir íslandi er heldur minnkandi 1030
millibara hæð sem þokast suðsuð-
austur. Fleiri lægðir eru yfir Skandin-
avíu og Norðursjó. Veðurhorfurnar á
landinu næsta sólarhringinn eru þær
að hæg breytileg átt og léttskýjað
verður fyrst um sinn. Frost verður
mjög breytilegt eða á bilinu 1 til 10
stig. Á morgun verður hæg vestlæg
átt og skýjað með köflum vestan- og
norðanlands en léttskýjað í öðrum
landshlutum. Hiti verður 0 til 7 stig að
deginum. Veðurhorfur næstu daga
verða þær að á þriðjudag verður hæg-
viðri og léttskýjað um mest allt land í
fyrstu en snýst síðan í vaxandi sunna-
nátt og þykknar upp vestanlands. Hiti
verður 3 til 10 stig. Á miðvikudag
verður sunnan og suðaustan strekk-
ingur og rigning, mest þó um landið
sunnan- og vestanvert en léttir til suð-
austan lands.
Fréttavaktin 2 1900
Kjörkassinn
MORGUNPÓSTURINN hefur sett á laggirnar Kjörkassann, símsvara þar
sem almenningur getur svarað brennandi spurningum dagsins í dag. Það
er einfalt að taka þátt. Þú hringir í síma 99-15 16, hlustar á spurninguna og
greiðir síðan atkvæði með því að ýta á 1 eða 2 á símtækinu þínu. Á mið-
vikudaginn verður síðan talið upp úr Kjörkassanum og niðurstöðurnar
birtar í fimmtudagsblaði MORGUNPÓSTSINS. Fyrsta spurningin er...
r x
Hlustum
allan
sólarhriuginn
2 1900