Helgarpósturinn - 10.11.1994, Page 18

Helgarpósturinn - 10.11.1994, Page 18
18 MORGUNPÓSTURINN VIÐTAL FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 Ingólfs Margeirssonar Rotna ekki þegar ég verð grafin Útvarpskonan og rokkfrœðingurinn Andrea Jónsdóttir í beinni útsendingu Það þekkja allir röddina; þessa varfærnu og þýðu útvarpsraust sem þylur upp nöfn og feril poppara og hljómsveita í blíðum straumi. Þessi rödd sem opinberar lexíkonþekk- ingu á málefnum dægurtónlistar allra tíma. Það þekkja allir rödd Andreu Jónsdóttur en hver er konan bak við röddina? Einhvern veginn svona var ég bú- inn að semja inngang að viðtali við Andreu þar sem ég beið eftir henni að kvöldlagi á kaffihúsi hér í borg, þegar hún snaraðist inn, stórstíg og fimleg í senn í aðskornum, svörtum buxum; grátt, sítt hárið flaksandi fyrir Mónu Lísu ásjónunni og lang- ur marglitur trefill vafinn um háls- inn. Skömmu síðar þegar Andrea hef- ur farið úr þykkum jakkanum og situr með einfaldan kamparí með klaka og sítrónu, minnir hún mig brosandi á að hún sé frá Selfossi: „Þangað til ég fór í MR. Síðan hef ég mestan part verið Reykvíkingur.“ Ég spyr hvort hún þekki þá ekki hina þjóðþekktu Selfyssinga á henn- ar aldri, Davíð Oddsson og Þor- stein Pálsson? - Nei, svarar Andrea hugsi, ég man ekkert eftir þeim en eldri systir mín man eftir þeim. Ég lék mér hins vegar við frænda Þorsteins sem er mjög líkur honum.“ Þetta er mjög andreulegt svar. Og hún heldur áfram: - Selfoss er miklu leiðinlegri núna en þegar ég var að vaxa úr grasi, bærinn er búinn að fá svo leiðinlega stærð, hann er eiginlega hvorki þorp né borg. Síðan segir Andrea mér frá gömlu dögunum á Selfossi þegar staðurinn var þorp en ekki hálfgerð borg og hvernig Selfyssingar slógu upp tjaldborgum í Þórsmörk og fylktu liði í Þórsmörk um verslunar- mannahelgar. - Þá varð til góð aðferð að smygla víni inn í Þórsmörk, segir Andrea og brosir við tilhugsunina. Ég vann þá í mjólkurbúinu og við vinnufé- lagarnir tókurn rútu á útihátíðina. Þar voru ungir mjólkurfræðingar með í för. Þeir höfðu nokkru áður farið að næturlagi inn í búið klyfj- aðir vodka- og rósavínsflöskum sem þeir helltu saman í eina blöndu. Þennan drykk töppuðu þeir á niðursuðudósir, lokuðu með loki og límdu á gömlu Auðhumlu nrjólkurmiðana. Við fórum með marga kassa af þessari ágætu mjólk í Mörkina. En hvenær skyldi Andrea hafi feng- ið áhuga á poppi? - Ég átti eldri bróður sem var vél- stjóri á millilandaskipi og hann keypti Elvis-plötur sem ég spilaði á gamla fóninn hans afa. Síðan komu Bítlarnir þegar ég var unglingur og þar með breyttist heimurinn. Vinir mínur spiluðu í Mánum á Selfossi. Ég skrifaði oft upp enska texta. af plötum handa þeim. Textarnir vildu oft brenglast til og ég skáldaðibara í gotin. Það gerði reyndar ekkert til, strákarnir voru ennþá verri en ég - það er að segja í enskunni. Óli Bachmann var frægur fyrir að syngja alltaf vit- lausa ensku. Þegar Mánar tóku lag Equals „Viva Bobby Joe“ þá söng Óli: „Ríða bak við hól.“ Seinna varð Óli reyndar frægur fyrir að syngja með Logum frá Vestmannaeyjum og gerði sig ódauðlegan með söng sínum í laginu „Minning um mann.“ En þá söng hann ekki á ensku reyndar. En fannst sveitapíunni Andreu ekki stórkostleg tilbreyting að kom- ast úr mjólkurbúinu og hreiðra um sig í MR og stunda alvöru dansleiki í höfuðborginni? - Nei, mér fannst aldrei gaman á böllum í Reykjavík. Ég var vön frelsinu á sveitaböllunum. Þar gat maður valsað út og inn. í Reykjavík þurfti maður að hanga í biðröðum meðan norðangarrinn blés undir þröngt pilsið. Það var betra á sveita- böllunum. Svo elti ég Trúbrot og Hljóma út um allt. - Varstu kannski grúpí? - Jaaaa...Ég svaf aldrei hjá nein- um í Trúbroti eða Hljómum. Hins vegar eignaðist ég síðar dóttur með Labba í Mánurn, segir Andrea og brosir sínu ljúfa brosi. Eftir stúdentspróf ílendist Andrea ekki lengi á Islandi. Hún fór til höf- uðborgar poppsins, Lundúna. - Ætli það hafi ekki verið 1970, segir Andrea hugsi. Ég varð svo fræg að sitja við hliðina á Jimmy Page og Robert Plant í flugvélinni en strákarnir í Led Zeppelin voru að koma ffá tónleikaferð á Islandi. Þeir töluðu fiálglega um móttökurnar; það hefði ekki verið neitt lát á konum og Vini. Ég var hins vegar svo feimin að ég þorði varla að spyrja þá neins. Andrea gerðist herbergisþerna á hóteli í grennd við Piccadilly. - Ég fékk 30 pund á mánuði, frítt húsnæði og frían mat sem reyndar tók mánuð að venjast. Þetta voru þrælabúðir. En ég gat fylgst vel með poppinu, fór á klúbba og fría tón- íeika í Hyde Park. Þar sá ég til dæm- is Pink Floyd og Eric Burdon (Ani- mals). Englandsdvölin entist þó ekki nema fram á haust. Þá hélt Andrea heim á nýjan leik og fór að vinna í kaupfélaginu á Selfossi en skolaði á endanum inn í Háskóla íslands. - Ég fór í ensku, segir Andrea og horfir á mig kímnum, blíðum aug- um sínum undan gráu faxinu. Enskudeildin var þá til húsa á Tjarnargötu. Það var skemmtileg deild með fullt af ungum kennur- um frá Bretlandi. Þarna var fínt samkvæmislíf en minna tekið af prófum. Svo var það um vorið 1973 að þáverandi ritstjóri Þjóðviljans, Svavar Gestsson, hringdi í mig og bauð mér tímabundið starf sem prófarkalesari. Þá var íslenski prent- miðlaheimurinn að fara úr blý- prentinu yfir í offset og prófarkales- ari Þjóðviljans, Elías IVIar rithöf- undur, var farinn að iæra hina nýju tækni yfir í Blaðprent upp í Síðu- múla. Ég átti sem sagt að leysa hann af í fjörbrotum blýsins, sem ég og gerði og náði þar með í skottið á hinni deyjandi blýprentun. Það leið hins vegar ekki á löngu áður en ég var búin að taka við poppsíðunni á Þjóðviljanum og þar með var fram- tíð mín ráðin sem prófarkalesari og poppskríbent. Er þetta annars ævi- saga? Við eigum að minnsta kosti 20 ár eftir. Egá kveð að hætta við ævisagnagerð Andreu Jónsdóttur og spyr um poppið: Hver er besti áratugur poppsins? Var það ekki sjöundi ára- tugurinn? Andrea veltir vöngum. - Popp sjöunda áratugarins hafði náttúrlega þennan ferskleika og spilagleði sem síðar var eyðikigt af peningamönnum. SakleVSlO er Körfið í dag. Nú koma hrægammarnir strax stökkvandi ef þeir heyra hæfileika- fólk. Og það er erfitt að halda gómmunum frá . Annars er ég ekki föst í ein- hverjum kynslóðum poppsins. Þeir af pönkkynslóðinni finnst örugg- lega þeir hafi upplifað bestu tónlist- ina. - Diskókynslóðin var þó vitavon- laus? Andrea hlær og viðurkennir að hún hafi aldrei verið veik fyrir John Travolta og diskóglimmerliðinu. - Fyrst núna er lifandi tónlist að koma aftur, segir hún svo. En hvað með íslenskar hljóm- sveitir? - Stuðmenn eru tvímælalaust besta hljómsveit sem Islendingar hafa átt, fullyrðir Andrea. Það er til dæmis alveg ótrúlegt að ekki sé búið að gefa út myndband af þeim á tón- leikum. Þeir eru meðal fárra Jtljóm- sveita í heiminum sem voru betri á sviði en á plötum. Trúbrot á Lifun- ar-tímanum var líka frábær hljóm- sveit - og ég vona að Jet Black Joe haldi darnpi og komist enn lengra. Þjónninn kemur að borðinu og ég panta ■ bolla af kappósjínó en Ándrea biður um annan einfaldan kamparí enda glasið löngu tómt og hún búin með sítrónusneiðina fyri r löngu. - Ég ét alltaf sítrónusneiðina, seg- ir hún afsakandi, ég byrjaði á þessu þegar ég gekk með Laufeyju (sem er tvítug í dag). Ég ét börkinn og allt rotvarnarefnið og skordýraeitrið með. Ég rotna ekki þegar ég verð grafm. Hvar vorum við stödd? Ég spyr um útvarpsferilinn. - Ég byrjaði reyndar með Pétri Steingrímssyni 1971 eða ‘ji í þætt- inum „Á nótum æskunnar." Ástæð- an var sú að Dóra Ingvadóttir, sem sá um þáttinn með Pétri, hætti og Pétur vantaði kvenmannsrödd. Það var Haukur Ingibergsson sem benti á mig en hann lék þá í Hljóm- sveit Þorsteins Guðmundssonar á Selfossi, sem var nú annars aldrei kölluð annað en „Hljómsveit Steina spil“. - Hvernig fannst þér að koma fyrst fram í útvarpi? - Ég var nú dálítið feimin, en fannst það svo sem ekkert sérstakt mál... En það er vegna þess að ég hugsa aldrei fyrr en eftir á, Áfram með útvarpsferilinn: Andrea byrjaði á Rás 2 snemma árs 1984 og sýndi strax yfirburðarþekk- ingu á poppinu. Hún varð fljótlega eins konar alfræðiorðabók popps- ins. - Ég hefði átt að verða kennari í mannkynssögu, segir Andrea ró- lega. Ég hef alltaf haft gaman af fólki. Ég veit ekkert um tónlist fræðilega séð. Ég hef bara áhuga á fólki. Eg hef áhuga á ættfræði og mannfræði poppsins. Það hefur alltaf verið talað um popp sem ung- lingatónlist. Auðvitað er poppið engin sérstök unglingatónlist. Popp og rokk eru hluti af listinni. Mér finnst alltof mikil tilgerð og upp- hafning í kringum listgreinar. Það er ekkert ómerkilegra fólk í poppi og rokki en í klassíkinni. Það hefur oft verið sagt að poppið og rokkið sé einnota vegna þess að endurnýjun- arkrafan sé sífelld. Það er rétt að vissu leyti en um leið býr sú krafa til spennu sem gerir popp og rokk sér- staka tónlist. Elton John sagði einu sinni að það skemmtilegasta við poppið væri einmitt það að mörg- um fyndist það ómerkilegt og algjör haugamatur. Alla vega var þetta mjög flott setning á ensku, flissar Andrea. Andrea segir mér að fýrsti þáttur- inn sinn á Rás 2 hafi verið um „kell- ingar í dægurtónlist". - Þátturinn hét „Úr kvennabúr- inu“, segir Andrea. Ástæðan var ekki eintóm kvenremba. Þegar Rás- in byrjaði voru allir með þætti um hinar ýmsu tónlistartegundir, og þegar ég sótti um, stakk ég upp á kvennarokki og fékk vinnu út á það. Og nú verður Andreu tíðrætt um Grýlurnar sem hún kynntist per- sónulega á hinum stutta ferli hljóm- sveitarinnar. - Ég kynntist Röggu Gísla þegar hún söng í Brimkló. Við hittumst í partýi þar sem við stóðum báðar upp á endann með glas í hendi og með álíka asnalega klippingu. Skömmu eftir að hún stofnaði Grýl- urnar bauð hún mér á æfingu hjá þeim og ég fékk að íylgjast með hvernig þessi hljómsveit tók risa- stökk á skömmum tíma. - Varstu kannski grúpí hjá Grýl- unum? Andrea hlær hjartanlega. - Ég stend ekki undir því nafni.-.skaði að geta ekki státað sig af því nú... bætir hún við dreymin á svip. Én finnst Andreu Grýlurnar hafa verið besta kvennagrúppa á íslandi? - Ekki bara kvennagrúppa, segir Andrea og undirstrikar orðin. Grýl- urnar voru ein besta grúppa sem uppi hefur verið á Islandi og í hópi fárra frumlegra. Þær voru töff og skemmtilegar. Það var synd að þær hættu effir bara tvö ár. Ég spila oft plöturnar þeirra aftur og aftur, tíu árunr síðar, og það er meira en ég get sagt um margar plötur. Úr poppi í íþróttir: Það vita fæstir að Andrea er fyrrum sunddrottn- ing. Ferillinn er stuttur og hófst 1960 þegar Andrea var 11 ára. - Þá opnaði sundlaugin á Sel- fossi, segir hún. Ég var ósynd en þetta var spennandi og skemmtilegt og ég var búin að taka 200 metrana áður en ég lærði að synda. Ég var drifin í sunddeild ungmennafélags- ins og var fljót að læra. Mitt aðal- sund var skriðsund og var reyndar fyrst af stelpunum að læra flugsund. Ég var hins vegar alltaf vond í bringusundi enda er það bara fyrir froska og útskeift fólk. Ferillinn endaði þegar ég fór í MR í Reykja- vík. Afrekin voru svo sem ekki stór- kostleg; ég var telpnameistari í bak- sundi og einhvern tímann vann kvennasveitin á Selfossi íslands- meistaratitilinn í boðsundi. En skyldi Andrea vera mikil sundkona í dag? - Ég fer ekki reglulega í sund en fæ stundum ákafa sunddeilu í stutt- an tíma. Þá syndi ég skriðsund og reyndi flugsundið sem endar und- antekingarlaust með sinadrætti, segir Andrea með hógværð. Andren er ekki á förum frá Ríkisút- varpinu. - Ég er alltaf þar sem peningarnir eru, segir hún brosandi, fyrst hjá Þjóðviljanum, síðan hjá ríkinu. Svo er ég ekkert eftirsótt hjá öðrum stöðvum og hef svo sem ekki áhuga á þeim. Það er nefnilega ekkl nægt að gera goða þætti nema að hafa gott plötusaffr, með gömhioenýmefm, ogpað er iyrir hendi 1 Ríkisútvarpinu. Aðalatriðið er nefnilega efnið, ekki þáttastjórnendur, segir Andrea Jónsdóttir sem hefur ávallt fylgt þessari skoðun sinni og sett þekkingu sína og tónlist í forgrunn en sjálfa persónuna í bakgrunninn. Eins og hin lága, hógværa rödd hennar ber best vitni urn.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.