Helgarpósturinn - 10.11.1994, Page 21
FiMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994
MORGUNPÓSTURINN FÓLK
21
Súlunes 15
Stærð: 460,4 m2
Fjöldi íbúa: 4
Brunabótamat: 47.346.000 krónur
Þetta er líklega það íburðarmesta
af húsunum tólf hér á opnunni og
hrópar á athygli vegfarandans.
Gárungarnir segja steypuna í girð-
ingunni einni duga í heilt hús og
hliðið á heimreiðinni minnir helst
á Beverly Hills. Til að kóróna dýrð-
ina hefur tveimur ljónum verið
komið fyrir á verönd „Hvíta húss-
ins“, eins og það er gjarnan nefnt,
og taka þau á móti gestum með
kuldalegri þögn og ramm-enskum
virðuleika. Eigandi villunnar er
Jón Tryggvi Kristjánsson, end-
urskoðandi hjá Endurskoðenda-
þjónustunni í Skipholti. Húsið var
reist árið 1984 og það var að sjálf-
sögðu Kjartan Sveinsson sem
hannaði herlegheitin.
króna
Sólevjargata 1
Stærð: 425.1 m2
Fjöldi íbúa: 1
Brunabótamat:
Elsta og að margra mati glæsileg-
asta húsið hér á opnunni. Það var
Björn Jónsson, ráðherra og eig-
andi ísafoldar, faðir Sveins
Björnssonar forseta, sem byggði
húsið árið 1912 eftir teikningum
Rögnvalds Ólafssonar. Björn bjó
í Ráðherrabústaðnum í nokkur ár
áður en hann byggði þetta hús, og
mun kona hans, Elísabet Sveins-
dóttir hafa verið lítt sátt við það
hús. Kallaði hún bústaðinn Sval-
barða, því mikið næddi um Björn í
hans ráðherratíð. Nýja húsið við
Sóleyjargötuna var nefnt Staðar-
staður eftir kirkjustað þeim á Snæ-
fellsnesi, sem Elísabet var ættuð
ffá. Ekki fékk Björn þó notið hins
nýja húss lengi, því hann lést sama
ár og hann flutti inn í það. Elísabet
flutti sig þá á efri hæðina og bjó
þar með Ólínu Andrésdóttur
skáldkonu, en sonur hennar,
Sveinn, flutti á neðri hæðina með
fjölskyldu sína. Hann bjó í húsinu
þar til hann var sendur til Kaup-
mannahafnar árið 1920. Árið 1922
eignaðist Magnús Guðmundsson
ráðherra húsið og bjó í því til árs-
ins 1938. Þá keypti það Þorsteinn
Scheving Thorsteinsson apótek-
ari í Reykjavíkurapóteki. Kristján
Eldjárn keypti það af erfingjum
Þorsteins árið 1974. Félagsvísinda-
stofnun Háskóla Islands leigði hús-
ið af Kristjáni og var Ólafúr Ragnar
Grímsson einn þeirra, sem þar
uppfræddu nemendur sína. Krist-
ján flutti í húsið árið 1980, en Stað-
arstaður hf., núverandi eigandi
hússins, keypti það af erfingjum
hans árið 1986. Staðarstaður hf. er
hlutafélag, sem samkvæmt hluta-
bréfaskrá, hefur það markmið að
„kaupa, eiga og reka fasteignir.“
Húsið var leigt Reykvískri endur-
tryggingu hf. þar til í fyrra, en þá
flutti Gísli Örn Lárusson, sem er
einn af stjórnarmönnum Staðar-
staðar hf., í húsið. Hann býr þar
einn, en í samtali við blaðamann
sagðist hann síður en svo einmana
í þessu virðulega húsi í hjarta bæj-
arins. Að sögn Gísla hefur mikið
verið falast eftir húsinu til kaups
undanfarin ár, en það er ekki á
dagskránni í nánustu framtíð að
selja það.
Stærð:317m2 & i ,
Fjöldi íbúa: 0 n&æfcza ■">
Brunabótamat: 39.448.487 krónur
Það var Guðmundur Jensson,
framkvæmdastjóri og annar eig-
andi Nýja bíós, sem byggði húsið á
árunum 1926-1927. Þorleifur Eyj-
óifsson og Sigurður Pétursson
húsameistari teiknuðu það. Árið
1978 seldi ekkja Guðmundar, Þór-
dís Sigríður Sigurðardóttir, hús-
ið. Kaupandi var Ebenezer Þ. Ás-
geirsson, forstjóri Hansa hf. í
Reykjavík. Karl Steingrímsson,
eða Kalli í Pelsinum, eins og hann
er gjarnan kallaður, keypti húsið af
Ebenezer árið 1988 í nafni fýrirtæk-
is síns Kirkjuhvols hf. Nú er það
hins vegar komið í eigu Islands-
banka, sem vill selja. Vilja banka-
menn fá um það bil 30 milljónir
fýrir húsið, sem er allt hið glæsileg-
asta og mikið til í upprunalegu
ástandi.
Brunabótamat: 47.087.042 krónur
Hofsvallagata 1
Stærð: 482,8 m2
Fjöldi íbúa: 2
Brunabótamat: 46.602.711 krónur
Bára Þórarinsdóttir, eigandi
tískuverslunarinnar Lilju og móðir
Lilju Hauksdóttur í Cosmo
byggði þetta slot í Laugarásnum á
svipuðum tíma og Guðjón B. Ól-
afsson var að byggja sitt aðeins of-
ar, eða á árunum 1985-1987. „Gull-
Bára“, eins og sumir kalla hana,
fékk einnig Kjartan Sveinsson til
að hanna sína glæsivillu, eins og
nágranni hennar, Guðjón. Sam-
kvæmt þjóðskrá veitir þetta hús
syni Báru, Hauki Erni Haukssyni,
skjól fýrir veðri og vindum auk
hennar sjálfrar.
Valhúsabraut 39
Stærð: 424 m2
Fjöldi íbúa: 5
Brunabótamat: 44.537.000 krónur
Ragnhildur Pétursdóttir, sem á
verslunina Body Shop á íslandi
ásamt bróður sínum Oddi G. Pét-
urssyni, er skráður eigandi þessa
glæsilega húss. Það stendur efst á
Valhúsahæðinni og býður upp á
Útsýni yfir Skerjafjörðinn á aðra
hliðina og Faxaflóann á hina.
Ragnhildur nýtur þessa útsýnis í
félagi við eiginmann sinn, Þorvald
Jónsson skipamiðlara, og þrjú
börn þeirra hjóna. Úlrik Árthúrs-
son teiknaði húsið, en það var
byggt árið 1991.
Vallá á Kialarnesi
Stærð: 549,1 m2
Fjöldi íbúa: 4
Brunabótamat: 38.018.000 krónur
Einbýlishús hjónanna Hjördísar
Gissurardóttur og Geirs Gunn-
ars Geirssonar að Vallá á Kjalar-
nesi er líklega best þekkta einbýlis-
hús iandsins. Þau byggðu sjálft
íbúðarhúsið árið 1974 eftir teikn-
ingu Einars V. Tryggvasonar, en
það var ekki fyrr en þau bættu við-
byggingunni við árið 1989 að fólk
fór að veita því verulega athygli.
Það voru þau Vífill Magnússon og
Halla Hannesdóttir sem teiknuðu
hana og hafa þau Geir og Hjördís
varla haft flóafrið fyrir forvitnum
ferðalöngum alla tíð síðan hún var
reist. Húsið blasir við öllum þeim,
sem aka Vesturlandsveginn, og
hafa ófáir þeirra tekið á sig krók til
að skoða húsið. Að sögn Hjördísar
eru þau hjónin orðin langþreytt á
þessum ágangi óviðkomandi fólks,
sem hikar jafnvel ekki við að ganga
alveg upp að húsinu og gægjast þar
á glugga. Að öðru leyti eru þau afar
ánægð í húsi sínu, og segir Geir
það vissulega yndislega tilfinningu
að búa í þessu sérstæða og fallega
húsi. I viðbyggingunni, sem meðal
annars þjónar þeim tilgangi að
skýla íbúðarhúsinu fýrir Kjalarnes-
rokinu, er bílageymsla og lítið
„brúðuhús“, sem ætlað var dætr-
um þeirra hjóna, en hefur lítið nýst
til slíks ennþá þar sem dæturnar
voru orðnar full gamlar fýrir svo-
leiðis skemmtilegheit þegar það var
tilbúið. Hjördís segir viðbygging-
una ekki jafn stóra og hún lítur út
fyrir að vera, því miklar og breiðar
grjóthleðslur í útveggjum þeki
stóran hluta grunnflatarins. Af-
gangurinn af viðbyggingunni var
hugsaður sem vinnuaðstaða fyrir
Hjördísi, en er óinnréttaður og
varla nema fokheldur ennþá. Þau
hjónin segjast hafa ákveðnar hug-
myndir um framtíðarhlutverk
þessa hluta byggingarinnar, en
segja það vera leyndarmál enn um
sinn bvað það verður.
Þetta er hið síðasta af þeim örfáu
íbúðarhúsum, sem Guðjón Samú-
elsson, fyrrum húsameistari ríkis-
ins, teiknaði. Það var Vilhjálmur
Þór, íýrrverandi ráðherra, Lands-
og Seðlabankastjóri, fulltrúi Is-
lands hjá Sameinuðu þjóðunum og
fulltrúi allra Norðurlanda hjá Al-
þjóðabankanum, fyrsti formaður
Flugfélags Akureyrar (sem síðar
breyttist í Flugfélag Islands) og
heiðursborgari New York borgar
með meiru, sem fékk Guðjón til að
teikna húsið fyrir sig. Hann byggði
það árið 1946, eða sama ár og hann
settist á forstjórastól Sambands ís-
lenskra samvinnufélaga. Björgólf-
ur Guðmundsson, forstjóri Vik-
ing- Brugg og fýrrum Hafskipa,
keypti húsið af ekkju Vilhjálms ár-
ið 1983, en seldi það Herluf Clau-
sen íjársýslumanni árið 1988.
Herluf missti húsið á nauðungar-
uppboði snemma á þessu ári í kjöl-
far langvarandi og alvarlegra íjár-
málaörðugleika. Hann býr þó enn í
húsinu, því núverandi eigandi þess
er sambýliskona hans, Sigríður
Ingvarsdóttir, umboðsmaður
enska uppboðsfyrirtækisins Sothe-
by’s á Islandi. Hún mun hafa keypt
það skömmu eftir uppboðið.
Tjaldanes 15
Stærð: 392,8
Fjöldi íbúa: 3
Brunabótamat: 43.264.000 krónur
Ólafur Ólafsson læknir fékk Hall-
dór Gíslason arkitekt til að teikna
þetta hús fyrir sig árið 1990. Ólafur
seldi Boga Ó. Pálssyni, fram-
kvæmdastjóra P. Samúelssonar
húsið hálfklárað. Bogi átti það ekki
lengi, því skömmu síðar seldi hann
það íýrirtækinu sem hann stýrir.
Hann býr þar þó enn, því Páll
Samúelsson, faðir hans, gekk frá
leigusamningi við hann fýrir hönd
fyrirtækisins, Eins og fram kom í
Eintaki þann 10. febrúar síðastlið-
inn, borgar Bogi leiguna með því
að gangast í ábyrgðir fyrir fyrirtæk-
ið. Þetta er fallegt hús og einkenn-
andi fyrir stíl Halldórs, en hann
brýtur gjarnan hús sín og þök upp
í margar að því er virðist sjálfstæð-
ar einingar, sem þó mynda eina
rökrétta heild.
Skildinganes 24
Stærð: 475,2 m2
Fjöldi íbúa: 4
Brunabótamat: 37.405.627 krónur.
Vífill Magnússon, sá hinn sami og
hannaði viðbygginguna við Vallá,
teiknaði þetta sérstæða hús í
Skerjafirðinum. Það voru þau Gísli
Guðmundsson, forstjóri Bifreiða-
og landbúnaðarvéla og Bessí Jó-
hannsdóttir, sjálfstæðis- og veit-
ingakona sem byggðu húsið eftir
teikningum Vífils á árunum
1986-1987. Séð frá götunni er það
ekki ýkja ólíkt mörgum einbýíis-
húsum öðrum, enda þótt sérstök
áferð útveggjanna vekji óneitanlega
nokkra athygli. Hjólreiðamenn og
göngugarpar, sem leggja leið sína
eftir hinum nýja hjóla- og göngu-
stíg meðfram sjónum, gera hins
vegar oftar en ekki stuttan stans
við þetta hús. Sjávarmegin blasir
nefnilega við turn einn mikill, sem
líkist einna helst gömlum vita á
Bretlandsströndum. Myndarlegur
stjörnukíkir er í turninum ásamt
koníaksstofu svokallaðri, og við
þeim, sem þar sitja og dreypa á
íiinum dýru veigum, blasir Skerja-
fjörðurinn í allri sinni dýrð.