Helgarpósturinn - 10.11.1994, Page 25

Helgarpósturinn - 10.11.1994, Page 25
FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN MANNLÍF 25 Gangið niður dimma ganga kvíkmyndahúsanna með Agli Fæddir morðingjar Natural Born Killers ** Boðskapurinn ersá að Amenka sé gegnsýrð afofbeldi. En Stone er ekkert minna hugfanginn af ofbeldinu en allirhinir. Dauðaleikur Sutviving the Came * Ekta Jreeze motherfucker“-mynd með hinum óviðfelldna lce T. vegar fjölmargar landsbyggðakon- ur fyrir hans hönd. Þessi fyrrum vinsælasti útvarpsmaður þjóðar- innar, ástmögur saumaklúbba- kvenna um land allt, hvarf í Tyrk- landsmálareksturinn og hans óm- þýða raust hefur lítt heyrst á öldum ljósvakans síðan. Þessi leiðindi í Halim hafa sannarlega orðið til þess að gerbreyta lífí Silla til hins verra. Og ekki hafa óprúttnir menn í fjölmiðlabransanum, sem sigla undir því falska flaggi rannsóknar- blaðamennskunnar, bætt þar úr skák með því að væna hann um fjárplógsstarfsemi. Markús Örn lendir í greipum Davíðs Davíð Oddsson forsætisráð- herra er makalaus í þessu sam- hengi. Hann hefur verið í vinfengi við fjölda manna sem eru alveg fæddir til þess að skapa vandræði. Nægir að nefna Hrafn Gunnlaugs- son. En rétt eins og þegar feitum fressketti er hent niður af svölum þá lendir Davíð alltaf á fótunum sem er undraverður hæfileiki. Á hinn bóginn er ekki hægt að segja að allir hafi grætt á vinfengi við for- sætisráðherrann eins og Markús Örn Antonsson getur vitnað um. Hann var í góðurn málum sem út- varpsstjóri — það má jafnvel ganga svo langt að segja að hann hafi ver- ið vinsæll sem slíkur. Alltént horfa starfsmenn Ríkisútvarpsins til stjórnartíðar hans með söknuði. Enginn var að stríða honurn og jafnvel áramótaræðurnar hans voru ekkert til að setja fólk upp á móti honum. Kannski var það einmitt þess vegna sem Davíð hringir í Markús, þegar allt er komið í hnút í borgarstjórnarpólitíkinni, og biður hann að vera borgarstjóraefni flokksins. Ó, vei, Ó, vei. Þar er upp- hafspunkturinn í niðurlægingar- tímabili í ævi Markúsar. Fyrst segir hann af sér sem borgarstjóri, fer að vinna hjá Jóa í Myndbæ og í kjöl- far þess gefa flokksmenn skít í hann í prófkjöri flokksins fyrir skömmu. Þennan líka væna dreng. Það verð- ur að segja Markúsi til vorkunnar að það var erfitt að sjá þessa at- burðarás fyrir þegar hann stofnaði til kunningsskapar við Davíð á sín- um tíma. Guðmundur er góður við Pétur og fær það í hausinn Guðmundur Jónsson heitir stórskemmtilegur gítarleikari hér í borg sem hefur notið jafnrar og stígandi velgengni á poppsviðinu, eða allt þar til Pétur W. Kristjáns- son varð á vegi hans. Guðmundur hóf ferilinn í Kikk, hljómsveit sem naut þokkalegustu vinsælda. Þar var og Sigga Beinteins sem fór í Stjórnina en Guðmundur tók heillavænlegri stefnu og fór í Sálina hans Jóns míns —- vinsælustu hljómsveit á íslandi til langs tíma. Pétur W. er auðvitað þjóðsaga í poppsögunni en á ferli hans hafa vissulega skipst á skin og skúrir. Eitt lítið ljóð eftir Guðna Ágústsson Alþingismönnum er margt til lista lagt og er Guðni Ágústsson þar engin undantekning. Hann er dágott Ijóð- skáld þó að hann sé þekktari fyrir kristaltærar og meitlaðar athuga- semdir eins og þá að Illugi Jökulsson sé besti pistlahöfundur í Evrópu. Þessu ljóði gaukaði hann að listelskum lesendum (lína hér og lína þar) DV á mánudag í kjallaragrein. Guðni er baráttuskáld en ekki hefðbundið, hann notar til dæmis ekki rím en stuðlarnir eru þeim mun algengari í hans ljóðmælum. Drápsklyfjar dagvinnunnar Hlýtt hjarta fjármálaráðherra hagfræði frjálshyggjuþjóða. — ekki er ég undrandi er nokkur hissa ég spyr Mannréttindum misboðið með því að þrengja belti dagvinnu á lægstu töxtum vart fyrir nauðþurftum Hefði nú ekki verið nær drápskl)djar á herðar hafa verið að færa fórnir meðþví skila lyklunum Varið í bíó með Aqli að sambönd fólks, sem hefði aldrei átt að hittast, eru veigamikill þáttur í samskiptamynstri almennt. Þau dæmi sem eru nefnd hér að ofan eru tekin algjörlega handahófs- kennt og mætti tína til miklu fleiri. Málshátturinn „Maður er manns gaman“ verður í því ljósi algjört öf- ugmæli en það er nú svo sem rnáls- hátta háttur. JBG Það var ekki gott fyrir Guðmund að sjá rauð ljós þegar hann hitti Pétur stórskemmtilegan í partýi og þeir urðu bestu vinir. I kjölfarið var Pét- ur fenginn til að syngja „Krókurinn hér hvar og hvenær sem er“ við húrrandi vinsældir. Hvað átti Guð- mundur að segja þegar Pétur bauð honum að vera með í Pelican og spila með hetjunni sinni, honum Bjögga Gísla? Þetta var á þeim tírna þegar „kommbakk“-hrina gekk yfir íslenskt tónlistarlíf með mjög misgóðum árangri. Pelican tók eina vertíð og afraksturinn bliknar í samanburði við það sem Sálin var að taka inn ári áður. Að endingu þetta Eftir því sem þessi mál eru hugs- uð lengur þeim mun ljósara verður Þrjár dísir, eitt bimbó og undirleikari VlLLTAK STELPUR BíOHÖLLIN ★ Undiri.eikarinn Rec.nboginn ** Er það ekki ágætlega við hæfi á þessum femínísku tímurn að þær glöðu konur, sem lengi hafa staðið uppi á svölum í vestrakvikmynd- um stigi niður og láti til sín taka? Og komi í ljós að þær ríða hart og fara fimlega með byssu. Ekki sakar heldur þegar kemur á daginn, þeg- ar nær dregur lokum, að allar Ientu þær uppi á pallinum vegna gráglettni örlaganna, en ekki vegna þess að þær teldu það svo gott starf að vera vændiskonur. Þarna fara um þrjár leikkonur úr A-myndum sem flestar geta átt nokkuð góða daga, og ein hundr- aðprósent B-kvikmyndastjarna, Drew Barrymore. í rauninni er langskemmtilegast að horfa á hana, sérstaklega þegar maður er löngu hættur að vita um hvað þetta fjallar allt; það fer henni svo vel að tala í klisjum og hreyfa sig í kli- sjum og klisjukennd augnaráðin, sem hún send- ir óvildarmönnum sínum eru frábær. I Undirleikaranum er allt önnur sort af kvenfólki. Þetta er frönsk mynd, sem er farin að eldast svolítið; mig minnir að ég hafi séð hana í kvikmyndahúsi í París fyrir tveimur og hálfu ári. Myndin byggir á sögu eftir rússneska höfundinn, Nínu Be- berovu (hún hefur verið gefin út á íslensku í hinni frábæru Syrtlu- ritröð); þetta var flóttakona undan bolsévíkum, sem komst til Parísar á þriðja áratug aldarinnar, flutti svo til New York 1950 og dó í hárri elli fyrir svona ári. Hún ávann sér síðbúna frægð fýrir stuttar skáld- sögur, sem hún skrifaði á árunum kringum stríðið, þar á meðal er Undirleikarinn, en einnig er ævi- saga hennar, sem kom út 1969, merkileg heimild um líf heillar kynslóðar rússneskra listamanna á byltingarárunum. En það er útúrdúr að öðru leyti en því að Berberova þekkti ýmiss konar listalíf af eigin raun; þá sem löptu dauðann úr skel á hana- bjálkaloftum og þá sem gátu leyft sér, að minnsta kosti um tíma, að drekka og matast í gylltum sölum. Það er einmitt um þetta, sem Undirleikarinn fjallar; annars veg- ar ungu stúlkuna, undirleik- arann (heitir það ekki með- leikari núorðið?), sem á heldur erfiða daga, og söng- konuna, sem lifir öllú meira ljómandi lífi, að minnsta kosti á yfirborðinu. Aðaltil- gangur kvikmyndarinnar held ég þó að hafi verið að leiða sarnan Richard Bo- hringer, einn frábærasta leikara Frakka, og dóttur hans Romane Bohringer, sem er ung og stórkostlega efnileg þokkadís með dökkt hár og augabrúnir. Að vissu marki er þokkalega sjarmerandi að sjá þau leika hvort á móti öðru, en mér fannst reyndar miklu skemmtilegra að heyra þau tala saman í sjónvarpi á frumsýningar- dögum myndarinnar. Afurðin er ósköp kraftlítil — væri hægt að segja að hún sé mött? — og vekur manni enn áhyggjur um hvað frönsk kvikmyndagerð virðist vera í lítilfjörlegu ásigkomulagi. Egill Helgason Leifturhraði Speed **★ Keanu Reeves er snaggaralegur náungi og ansi sætur. Skýjahöllin ** Tilþrifalítið fyrst og fremst. Bíóhöliin Villtar steipur Bad Girls ★ Þrjárflott- ar piur og eitt bimbó í villta vestrinu. Bein ógnun Clear and Present Danger 0 Spaugitega alvörugefið, óbærilega langt og — karlalegt. Leifturhraði Speed ★★* Keanu set- urþað ekki fyrirsig þótt strætófar- þegar i LA séu einhver mesti örreytis- lýðuriheimi. Sannariygar True Lies ** Schwarzenegger kann ekki að dansa tangó en finnur ótal brögð til að nið- urlægja konuna sina. Hefðarkettimir Aristocats **** Eins og Disneymyndir eiga að vera, hlýleg, fyndin og falleg. Háskólahíó Þrírlitir: Hvitur Trois couleurs: Blanc ★*★* Myndsem segir frá þvíhvað ermikill vandiað vera mað- ur, og vandarsig við það. Bein ógnun Clear and Present Danger 0 Strákar, passið ykkur ef þið ætlið að bjóða stelpu á þessa. Þið megið vita að hún fer út ihléi og þið sjáið hana aldrei framar. Forrest Gump ***** Gump er heilagur bjáni. Nætun/örðurinn Nattevagten *** Mátulega ógeðsleg hrollvekja og á skjön við huggulega skólann idanskri kvikmyndagerð. Fjögur brúðkaup og jarðarför Four Weddings and a Funeral **★ Breska yfírstéttin makar sig íágætri kómediu. Laugarásbio Gríman The Mask *** Myndin er bönnuð innan tólf ára og því telst það Regnboginn Reyfari Pulp Fiction ***** Sén- iið Tarantino blandar saman undir- furðulegrí flatneskju, hálfkæringi og nákvæmri kóreógrafíu. Undirieikarinn L’accompagnatrice ★* Bókin varfin, myndin nærþessu engan veginn. Lilli er týndur Baby’s Day Out * Verst að óheppnu þrjótamir eru ekki vitund fyndnir. Ljóti strákurinn Bubby Bad Boy Bubby ** Bubby er einhver Ijótasti afturúrkreistingur, sem sésthefurá hvíta tjaldinu. Allir heimsins morgnar Tous les matins du monde *** Músikin er falleg. Sögubió Forrest Gump ***** Annað hvort em menn á móti eða með. Ég ermeð. Fæddir morðingjar Natural Bom Killers ** Tæknivinnan fær mann til að halda að isalnum sé geggjaður maður, sem stjómi myndinni með fjarstýringu. Skýjahöllin ** Fyrirbörn, sem gera ekki miklar kröfur um persónusköp- un. Stjörnubío Það gæti hent þig It Could Happen to You ** Boðskapurinn, um að ást og vinátta skipti meira máli en pen- ingar, vekur góða kennd. Flóttinn frá Absolom Escape from Absolom 0 Er ennþá verið að sýna þessa? Úlfur Wolf ** Glottið á Jack Nichol- son er voða staðlað. Bíódagar **★ Margt fallega gert, en það vantar einhverja þungamiðju. Bióborgin / bliðu og stríðu When a Man Lo- ves a Woman *★ Nákvæm og afar löng lýsing á alkóhólisma i væmnum þörtisomþing-stil. lögbrot að þeir sjái hana, sem hafa af henni mest gaman — tiu ára drengir. Ögrun Sirens ** Hugh Grant er sætur og þama eru lika sætar stelp- ur, sem eru til iað fara úr fötunum.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.